Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1973, Page 41

Læknaneminn - 01.07.1973, Page 41
fariÖ hlutfallslega fjölgandi. Það hefur lengi veriS nálægt 30% af íbúum. Helzta skýringin er sjálfsagt sú, að faraldrarnir hafa með tímanum náð til æ fleiri staða á landinu. Við athugun á skráningarhlutföllum í nokkrum héruðum (14) sýnist skráningarhlutfall 1-3% vera algengt í fyrri faröldrunum 4, en í 2 seinni er algeng- ast, að hlutfallið sé stærra en 2% og ekki sjaldgæft, að það fari upp fyrir 5%, allt í 10%. Skráning virð- ist því hafa farið batnandi í einstökum héruðum, ekki þó í Reykjavík, þar sem eru mest skráð 2,25% ’63-’64. - Það mætti hugsa sér, að raunverulegt sýk- ingarhlutfall hefði stækkað í héruðum, sem hafa orð- ið til muna þéttbýlli og samgöngur innan héraðs batnað, þetla á tæpast við um héruð eins og Akur- eyrarh. og Isafjarðarh., en gæti gilt um Breiðumýr- arh., Húsavíkurh. og Víkurh. Almenn lenging skóla- setu gæti líka átt þátt í að stækka sýkingarhlutfall. 1931 getur héraðslæknirinn í Kirkjubæjarh. þess, að hann hafi reynt að takmarka útbreiðslu faraldurs- ins eftir megni. Þetta ár er skráður þar 61 sjúkl. = 6,3% af íbúum. Bendir þetta dæmi lil þess, að skrán- ingarhlutfall ráðist mikið af dugnaði og áhuga lækn- isins. Því hefur verið haldið fram, að skráning rauðra hunda nái til 1 af hverjum 10 til 20 sjúklingum.5 0 Til fróðleiks og samanburðar litum við lauslega á á hegðun tveggja annarra barnasjúkdóma (hettu- sóttar og mislinga) hér á landi m. t. .t. faraldurs- niynzturs. Hettusóttarfaraldrarnir taka 2-3 ár, framan af voru ca. 10 ár á milli faraldra og hlutfallsleg stærð jókst úr tæpl. 2% í 4,75%. Eftir 1941 hafa faraldr- ar gengið á 5 ára fresli og skipzt á stórir og litlir (ca. 4% og ca. 2%). Mislingar gengu með 7 ára millibili fyrir ’43, nema einu sinni voru 2 ár á milli. Hlulfallsleg stærð var ca. 5-8%. Eftir ’43 líða 1-3 ár milli faraldra og þeir seinustu hafa verið minni en áður var, 3,5^,2% eftir ’58. Faraldursmynztur þessara tveggja sjúkdóma hef- ur því komizt í jafnvægi upp úr 1940, þó mismun- andi sé. Slíku jafnvægi hefur mynztur rauðu-hunda- faraldra ekki náð hvað varðar hlutfallslega stærð þeirra, ef gert er ráð fyrir, að skráningarhlutfall gefi rétta hugmynd um raunverulega stærð. Árafjöldi milli faraldra hefur verið svipaður frá ’40-’41, og sá sami milli 3 seinustu (’54—’55 og ’63-’64, ’63-’64, og ’72-?). Mismunandi smitnæmi þessara sjúkd. er líklega töluverður hluti af skýringunni á þessu frábrugðna mynztri. Tiltölulega lítt smitandi sjúkdómur eins og rauðir hundar þarf lengri tíma en t. d. mislingar þar dl hann hefur komizt í hvern kima landsins og hlut- fall ónæms fullorðins fólks, miðað við hvern ald- ursfl., er orðið stöðugt.7 — Verið getur þó, að ein- ungis skráningarhlutfall hafi stækkað vegna aukinn- ar athygli, en sýkingarhlutfall verið eins ’54—’55 og ’63-’64. Faraldur Aldur Fjöldi < I5ára 15-19 ára 20-64 ára < 15 á ra Alls 25-26 61,8% 37, 5% 359 577 30-31 51 5% 16.4% 32.1% 242 470 '40-'41 58.8% 20.1% 21. 1% 1379 2347 '47-48 62.2% 14.6% 20.2% 335 514 34-35 75. 7% 11.6% 12 7% 2947 3895 '63-'64 73. 6% 12.1% 14.1% 4477 6080 I. tafla. Aldursdreifing f faröldrum 3.S. Aldursdreifing Aldursdreifing er sýnd á 1. töflu.* Rauðir hundar eru greinilegur „barnasjúkdómur“ þó ekki eins ein- dreginn og mislingar5 (um og yfir 90% mislinga- sjúkl. yngri en 15 ára í 3 seinustu faröldrum. - Hettusóttin hegðar sér svipað rauðurn hundum að þessu leyti). Hlulur eldra fólks hefur greinilega farið minnkandi, þess yngra jafnframt stækkandi. Þegar á heildina er litið er þessi breyting raunveruleg („kjí- kvaðrat“ reiknað úr töflu yfir fjölda sjúkl. yngri en 15 ára og 15 ára og eldri er 341,9, sem merkir, að Iíkur á þessari breytingu fyrir lilviljun eina séu minni en 0,1%). Ekki er þó jöfn stígandi í hlut yngra fólksins. Þessi þróun er mjög skiljanleg. Eftir því sem rauðir hundar hafa náð til fleiri héraða, sérl. með ’40-’41 er stærri hluti fullorðins fólks orðinn ónæmur. I Bandaríkjunum eru börn (ekki nánar get- iðum aldur) nærri 90% sjúklinga.7 E. t. v. er hlulfall ónæms fólks í eldri árgöngum að verða stöðugt. Næmt fólk í hverjum faraldri er þá * Ath. fyrir 1962 voru aldursfl. raerktir þannig í Hbrsk. 0—1, 1-5, 5-10, 10-15 o. s. frv., en eftir það 0-1, 1-4, 5-9, 10- 14 o. s. frv. LÆKNANEMINN 31

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.