Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1974, Page 16

Læknaneminn - 01.11.1974, Page 16
til annars og stjórnast m. a. af þjóðfélagshlutverki kynjanna, svo og af mismunandi fjölgunarhlutverki þeirra. Smábörn reyna að bera sig saman við ein- staklinga í umhverfinu og þekkja sjálfan sig í þeim, Þau reyna þá líka við kynhlutverkið og þá oftast með foreldrana að fyrirmynd. Ef fyrirmyndir vant- ar í uppvaxtarumhverfi barnsins, eða ef fyrirmynd- irnar sjálfar eru óvissar í kynhlutverkum sínum, þ í getur það hægt mjög á þróun kynhlutverks barns- ins, eða truflað það. Rannsóknir á börnum og ungl- ingum frá mismunandi menningarsvæðum hafa sýnt greinilegan mun á svokölluðum karlmannlegum og kvenlegum eiginleikum. Það hefur t. d. komið í Ijós, að strákar eru meira gefnir fyrir að skipuleggja og skýrgreina, en stúlkur starfa meira í samræmi við hvatir (impulsivt) og eru meira konformistiskar. Þessi mismunur stafar af flóknu samspili líffræði- legra og sálfræðilegra þátta, þar sem lærð hegðun og sjálfsskynjun skipta miklu. Kynfjörið á að sjálf- sögðu rætur sínar að rekja til lífeðlisfræðilegra að- stæðna í mannslíkamanum. Aður fyrr var talið, að kynhegðunin, þ. e. a. s. hvernig kynhvötin kemur fram, væri ósjálfráð og óháð reynslu. Á síðustu ára- tugum hefur komið í ljós, að því hærra sem komið er í þróunarstigann, þeim mun veigameira hlutverki gegnir lærð hegðun og félagsleg reynsla á þessu i4 :ln sviði, en þó því aðeins, að kjarnar þeir og brautn' í mið- og úttaugakerfi, sem nauðsynlegir eru eðli- legri kynhvöt og kyngetu, séu heilbrigðir og o- skemmdir. Harlow og Harlow sýndu fram á það 1965, að mökunaratferli karl- og kvendýra innan hryggdýradeildarinnar verður að sumu leyti að lær- ast af félagslegri reynslu og þá af tengslum við móður og leikjum í bernsku. Apaungar, sem voru einangraðir í búrum frá mæðrum sínum og hver frá öðrum, sýndu mj ög afbrigðilega félagslega hegð- un, þegar þeir komust í snertingu við unga, sem al- ist höfðu upp í eðlilegu umhverfi. Ekkert dýranna sýndi eðlilega kynhegðun, þegar það hafði náð full- orðinsaldri. Hjá apaungum, en móðirin ber þá með sér fram að 3ja mánaða aldri, má oft sjá mjaðina- hreyfingar, sem líkjast samfarahreyfingum og bem- ast að líkama móðurinnar. Þegar móðirin hefur sleppt afkvæminu, þá eru apaungarnir oft í „uppa- ferðaleikjum“ hver við annan. Hárd og Larson sýndu 1968 fram á með rottutilraunum, að karlung- ar, sem eru einangraðir frá systkinum sínum allt fra fæðingu og umgangast fyrst á fullorðinsárum beið- andi kvendýr, eru sjaldnast færir um að hafa sam- farir. Talið er, að lærð hegðun í sambandi við kyn- hegðun sé mikilvægari meðal manna en nokkurrar annarrar dýrategundar og Beach og Ford (1952) LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.