Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1974, Qupperneq 18

Læknaneminn - 01.11.1974, Qupperneq 18
Heilahimnubólga Nokkur atriði frá sýkladeild Rannsóknastofu Háskólans Kristín E. Jónsdóttir og Arinbjörn Kolbeinsson Á s. 1. vetri var haldinn fræðslu- fundur á Landspítalanum um heilahimnubólgu. Stóðu að hon- um barnadeild Landspítalans og sýkladeild Rannsóknastofu Há- skólans. Þáttur sýkladeildar á þessum fundi var: 1) Yfirlit yfir helstu sýkla, sem valdið geta heilahimnubólgu, far- aldursfræði þeirra, smitnæmi og feril í líkama hins sýkta. 2) Yfirlit yfir þær bakteríur, sem ræktast hafa úr innsendum mænuvökvum á Rannsóknastofu Háskólans s. 1. 10 ár. 3) Nokkrar leiðbeiningar um sýklaleit í mænuvökva, geymslu- þol og nauðsynleg ræktunarskil- yrði þeirra sýkla, sem oftast valda heilahimnubólgu. 4) Nokkrar ábendingar um kosti og galla mismunandi sýkla- lyfja gegn heilahimnubólgu. Fara þessi atriði hér á eftir. 1. Hélstu sýlilur, sem vuldift netu heilu- himnubólgu Allmargar bakteríur geta vald- ið heilahimnubólgu, en 3 eru langalgengastar: a) neisseria meningitidis b) streptococcus pneumoniae c) hemophilus influenzae. Sýklar þessir hafa aðsetur í efri loftvegum, koki og nefkoki, og getur hlutfallstala heilbrigðra smitbera verið allhá fyrir alla þessa sýkla. Ur koki og nefkoki geta sýklar þessir komist inn í blóð- eða sogæðar og síðan í heilahimnur. Þeir hafa allir þá eiginleika, að komast auðveldlega inn í vefi, þegar þeir eru í smit- næmu (virulent) formi, og þeir valda allir bráðum bólgum. Neisseria meningitidis. Skað- lausar neisseriae (gramneikvæðir diplococci) eru að jafnaði í efri loftvegum fólks. Neisseria menin- gitidis er einnig nokkuð algeng þar, án þess að valda sjúkdómi, en í einstaka tilfelli komast þessir sýklar í hlóð og þaðan til mis- munandi líffæra, s. s. heilahimna, nýrnahettna, húðar, lungna, liða og miðeyrna. Til er einnig, að þeir haldi sig að mestu í blóði, og veldur það flóknu og vand- greindu sjúkdómsformi. Bráðasta form sýkingar af völdum n. men- ingit. er heilahimnubólga með nýrnahettulömun (sj úkdómsmynd Waterhouse- Friederichsen). Oft- ast eru samfara þessu formi dreifðar smáhúðblæðingar, sem orsakast af blóðsegum í smáæð- um, og er stundum hægt að rækta sýkilinn úr þeim. N. meningit. myndar hjúpa, er vekja nokkrar mismunandi gerðir mótefna. Flokkast sýkillinn eftiri þeim í gerð A, B, C, D, E, X, V, og Z. Gerð (grúppa) A er algengust, og getur valdið faröldrum af heila- himnubólgu. Hinar gerðirnar finnast í einstökum sjúkdómstil- fellum. Mótefni gegn hjúpum auð- velda innbyrðingu á sýklinum í hvít hlóðkorn. Sýklar þessir mynda endotoxin, sem talið er, aÖ valdi m. a. æðaskemmdum og eigi e. t. v. þátt í myndun fyrrnefndra blóðsega. Heilahimnubólga af völdum n. meningit. hefur ekki á- kveðna aldursdreifingu, heldur finnst nokkuð jafnt hjá börnum og fullorðnum. Streptococcus pneumoniœ (diplococcus pneumoniae) er gram-jákvæður, eilítið ílangur og hanga oftast 2 saman á endunum, til er líka, að hann myndi keðjur eða sé stakur. Hann hefur hjúp, þegar hann er í smitnæmu forini- Eru til 75-80 mismunandi gerðir hjúpa, sem eru mótefnavekjandi. Flokkast str. pneum. eftir þessu i gerð (typu) 1, 2, 3 o. s. frv. Smit- megin (virulens) sýkilsins er þvi meira sem hjúpurinn er stærri og er yfirleitt talið mest hjá gerð 3. Smitleið þessara sýkla er oftast frá efri loftvegum niður í lungu og þaðan í hlóð. Úr blóði geta þeir komist til ýmissa líffæra og valdið sýkingu í heilahimnum, liðum, hjartalokum og víðar. I vökvafylltum holrúmum eiga hvít blóðkorn erfiðara með að inn- byrða þá en í vefjum, og fjölgar þeirn því ört þar. Heilahimnu- 16 LÆKNANEMINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.