Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1974, Qupperneq 27

Læknaneminn - 01.11.1974, Qupperneq 27
Pistill Félags lœknanema pr. 18. sept. 1974 Það er ekki frá mörgu að segja úr sumarstarfinu eins og kannski við er að búast. Þó er tvennt, sem rétt er að minnast á. I. Deildarfundir. Mestur tími hefur farið í setu á deildarfundum og vinnu í kringum þá. Fara nú boð- aðir fundir síðan í apríl að nálgast tuginn, enda mörg mál legið fyrir. Aðeins fátt eitt hefur þó feng- ist afgreitt, því að ólöglegir fundir hafa verið um tvöfalt fleiri en löglegir. Er greinilegt að hér þarf breytingar við. Sjálf- sögðustu mál hafa dregist óeðlilega á langinn, vegna þess að meirihluti deildarmanna befur ekki séð sig knúinn til að sinna þessum hluta starfs síns, þ. e. stjórnunarhlutanum. Þar við bætist, að einatt er illa og seint til þessara funda boðað og er þar ef til vill skýring á því, hvers vegna svo fáir tilkynna fjarvist- ir sínar fyrirfram. Auk þessa hafa sumarleyfi eflaust átt sinn þátt að máli. Deildarráðsfundir hafa á sama tíma verið fáir, enda hefur deildarráð þröngt valdsvið og getur því fáu afkastað. Vaknar sú spurning hvort ekki megi víkka þetta valdsvið og breyta þannig lögum, að deildarráð geti annast endanlega afgreiðslu fleiri mála. Virðist það réttlætanlegt á þeim forsendum, að á deildarfundum mæta yfirleitt sömu mennirnir og það er sami kjarninn, sem lætur að sér kveða. Verður fróðlegt að sjá, hvort mætingar glæðast þeg- ar haustar. Ef nefnd eru þau mál, sem komist hafa inn á lög- lega fundi má fyrst lelja takmörkunarmálið. Ákveð- ið var í apríl að fresta að ákveða neitt til haustsins. Þá hlutu „janúarprófin“ lögfestingu og þótt að stúd- entar bentu á, að það að fara í próf að ári liðnu gæti ekki talist endurtekning, heldur að byrja að nýju, hefur Háskólaráð nú samþykkt þessa breytingu eftir að lögfræðileg umsögn hafði komið í málinu. Um þessa afgreiðslu Háskólaráðs eru til margar kjafta- sögur, sem best er að áhugamenn beri sig eftir sjálf- iri. I maí fór fram kosning deildarforseta og hlaut próf. Olafur Bjarnason hnossið. Varadeildarforseti var kjörinn próf. Þorkell Jóhannesson. Eru þeir um þessar mundir að taka við embættum. Mjög hefur gengið illa að koma í gegn nefndartil- lögu þess efnis, að losað verði um þau bönd, sem tengja prófessoraembætti við eitt ákveðið sjúkrahús. Tillaga þessi er upprunalega komin frá F.L., til þess að hæfir og áhugasamir kennslukraftar, sem einnig vinna á öðrum sjúkrahúsum en Landsspítal- anum nýtist til kennslu hins aukna fjölda lækna- nema. Þetta samrýmist ekki langtímasjónarmiðum um eitt háskólasjúkrahús enda tillagan borin fram með núverandi aðstæður í huga en fjarlægum draumum ýtt til hliðar í bili. Það nefur engan mátt særa, en samt hvergi láta af þeim (for)réttindum, sem þegar hafa fengist. Þó kom þetta mál fyrir síð- asta deildarfund í breyttri mynd. Sá fundur var reyndar ólöglegur. Þá eigum við von á doktorsvörn í haust frá einum kennara deildarinnar og er það mál komið á góðan rekspöl. Þá má að lokum geta þess að í vor kom fram sú tillaga, að hækka lágmarkseinkunnir úr 5 upp í 6. Kom sú tillaga fram sem innlag í umræður um „leið- ir til takmörkunar“. Það var ánægjulegt að sjá, hve allir þeir sem tillöguna ræddu vildu fara varlega og ekki flana að slíkum ákvörðunum. Það er kannski erfitt að setja sig prinsippielt upp á móti því, að deildin endurskoði þær kröfur, sem hún telur nauð- synlegt að gera til verðandi lækna. Slík endurskoðun verður samt að fara fram af fullri skynsemi og taka tillit til þeirra aðstæðna, sem ríkjandi eru hverju sinni. Þar á ég t. d. við að slík hækkun á lágmarks- einkunum á sama tíma og janúarpróf eru innleidd LÆKNANEMINN 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.