Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1974, Síða 31

Læknaneminn - 01.11.1974, Síða 31
Og hvað þýðir þetta svo? Hvenær þarf að tak- marka? Er þaS þegar deildarstjórn finnst að þurfi að takmarka? Er það þegar sjúklingar eru ekki orðnir nógu margir og sjúkrahúsin ekki nógu stór fyrir læknanema-hópinn, Er það þegar þjcðfélagið er búið aS fá nóg af læknum? Sjálfsagt vantar þarna eitthvað af spurningum, svari hver fyrir sig, en ég hallast að því, að sjúklingafjöldi og sjúkrahúsarými takmarki það sem maður lærir af klinik og séu slíkar aðstæður ófullnægj andi verður manns eigin geta einnig ófullnægjandi. En hvað með faglega matið? AS mínum dómi þýðir það bara, að allir sem standast lágmarkskröf- ur fái að halda áfram. ÞaS hlýtur að vera hagur og sómi læknadeildar að geta stuðst við ákveðnar kröf- ur, en þurfa ekki að vera með breytilega hópa frá ari til árs, sem tölutakmörkun myndi trúlega gefa, (þ. e. eitt árið er lægsti maður með 5.0 en næsta 6.5). HvaS sem um janúarprófin má segja, gefa þau þó öllum jafnt tækifæri, þótt menn séu eflaust mis- jafnlega undir þau búnir. Læknanemar eru enn ekki orðnir það gífurlega margir að deildin þurfi að kasta frá sér þeim mögu- leika að halda góðum og jöfnum standard. ÞaS verð- ur þá að hafa það þótt hópar verði misstórir. Og eitt enn. Hvers vegna þessi fjölgun í læknadeild? Með auknum fjölda stúdenta á síðustu árum frá menntaskólunum hefur fjölda nýinnritaðra í lækna- deild ekki aukist að sama skapi. Hins vegar hefur fallprósenta lækkað úr ca. 70-75% árið 1970 í ca. 40-50% í ár? Á sama tíma fjölgar stúdentum með III. einkunn á stúdentsprófi úr ca. 20% í 60%. Jafn- vel þótt maður hafi í huga mögulega breytta dreyf- ingu stúdenta, þ. e. þeir með hærri stúdentsprófin fari frekar í 1. deild (ósannað), og að menn reyni aftur og aftur við 1. árs próf (þekktist líka ’70), virðist nú samt að eitthvað hafi kröfurnar breytst. Af undangengnu má ráða, að ég sé ekki æstur í að berjast fyrir stórauknum fjölda stúdenta í lækna- deild við óbreyttar aðstæður. ÞaS verður þó að reyna aS sjá svo urn aS réttlæti verði beitt þar sem því verður við komið. Hvað gera skal næst í málum 2. árs nema liggur ekki ljóst fyrir nú, það verður að nokkru að ráðast af næstu aðgerðum deildar- stjórnar. Miklu skiptir þó, að 2. árs nemar sjálfir séu aktífir og raunar hafi forgang um það sem gera þarf. Enn um sinn verður þetta mál því í deiglunni. I vetur verður fróðlegt að sjá hvort janúarprófum tekst að ýta til hliðar „numerus clausus" draugnum, eins og svo margir vonast til. ÞaS skal tekið fram að þetta pár eru einungis mínar hugleiðingar, mótaðar af þeim aðstæSum, sem ég hef kynnst. Ég þykist vita aS ýmsir séu mér ósammála. Þetta er því ekki nein yfirlýsing frá stjórn F.L. Á eigin ábyrgð, Kristján Erlendsson, form. F.L. Þeir stúdentar, sem verið haja á fæðingadeild Lsp. í sum- ar og haust, hafa orðið varir við ánægjulega breytingu á stofnuninni. Allt skipulag deildarinnar hefur verið tekið til Sagngerðrar endurskcðunar og þá sérstaklega kúrsusinn í kvensjúkdómafrœði og jœðingarhjálp. Árangurinn er sá, að studentar læra nú yfirleitt miklu meira á þessum kúrsus en áður var. Eru þeir t. d. síþreifandi í allar áttir en slíkt tald- tst víst áður til stórviðburða. Mættu forustumenn annarra deilda Lsp. gefa því gaum, sem þarna er í burðarliðnum og þá sérílagi því kennsluhugarjari, sem er hraðvaxandi meðal starfsfólks fimmtu deildarinnar. LÆKNANEMINN 25

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.