Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1974, Page 34

Læknaneminn - 01.11.1974, Page 34
læknanna voru mismunandi ákveðnar og alvarlegar, allt frá óljósum minni háttar ellikvillum til demen- tia senilis, eða dementia arteriosclerotica. TAFLA2 Ellikvillar 1971 og geðhœfni 1973 Geðhæfni 1973 Með diagnosu Án diagnosu 1971 1971 Góð .......................... 3 7 Sæmileg ...................... 7 4 Léleg ........................ 4 4 Alls......................... 14 L5 x 2 = 5,69 0,02 > p > 0,01 Helmingur þeirra 14 tilfella, sem hér um ræðir, taldist til minni háttar kvilla og óljósra, í þeim skiln- ingi, að ekki var ljóst livort um var að ræða arterio- sclerotiska kvilla, eða almenna ellihrörnun. Þeir einstaklingar úr þessum hópi, sem nú eru taldir ein- kennalausir, eða mjög einkennalitlir, höfðu allir þessa greiningu áður, þ. e. a. s. óljósan minni háttar kvilla. Skýringin á þessu gæti verið sú, að slíkir kvillar hafa í sjálfu sér tiltölulega góðar batahorfur. Skýringuna getur einnig verið að finna í mismun- andi aðstæðum og viðhorfum heimilislæknanna og okkar. Heimilislæknirinn er ekki tilkallaður, nema eitthvað sé að og er þá alltaf hætta á því, að hann kenni ellinni nokkuð af þeim einkennum, sem hann sér hj á gamla fólkinu og hafi þess vegna talið, að um minni háttar eða einhvern óljósan ellikvilla væri að ræða. Gamalt fólk með góða geðhæfni getur misst þá hæfni um stundarsakir, þegar það verður líkam- lega veikt. Þannig sér heimilislæknirinn einstakling- inn, sem þess vegna fær greininguna óljós ellikvilli. Við komum hins vegar ótilkvaddir, þegar ekkert sér- stakt var að, og höfðum tækifæri til að spjalla við fólkið í góðu tómi og spyrja það út úr. Fáum við því mun jákvæðari mynd af ástandinu en læknir, sem kallaður er í vitjun, eða sér sjúkling á stofu, þegar eitthvað er að. A hinn bóginn er einnig rétt, að fara nokkrum orðum um þá, sem ekki höfðu áður neina greiningu, sem benti á geðræna ellikvilla, en eru nú taldir vanhæfir, mismunandi mikið, af geðrænum ástæð- um. Hér kemur til í fyrsta lagi, að einn af þeim fjór- um, sem metnir eru lakastir er schizophren og alger- lega vanhæfur af þeim ástæðum. I öðru lagi eru liðin 2 ár frá því upplýsingar voru fengnar frá heim- ilislæknunum og trúlegt, að margt hafi komið upp á hjá fólki, sem komið er á þennan aldur, á þeim tíma. Þó er sennilegt, að hinir 3, sem eru í lakasta flokknum nú, hefðu átt að fá sjúkdómsgreiningu fyrir 2 árum, ef grannt hefði verið skoðað. Rétt er að minna á í þessu sambandi, að þol einstaklinganna sjálfra og ættingja gagnvart einkennum, sem talin eru sjálfsagður fylgifiskur ellinnar, er misjafnt, og hætt við að sumir vitji ekki læknis fyrr en eitthvað annað kemur fyrir eða erfiðleikarnir verða óvið- ráðanlegir. Rennir þetta enn stoðum undir, að pre- valens sá, sem fannst fyrir 2 árum hafi verið lág- marks prevalens, en hinn raunverulegi prevalens nokkuð hærri. I miðflokknum er 1 einstaklingur, þar sem markomani í mörg ár á þátt í vanhæfninni, en hinir 3 eru allir með byrjunareinkenni um senil demens, sem sennilega hafa ekki verið komin fram fyrir 2 árum. TAFLA3 Almennt heilsufar áður og geðhœfni 1973 Líkamlegt heilsufar Hæfni gott sæmilegt slæmt Góð 6 2 2 Sæmileg 5 6 0 Léleg 3 3 2 Alls 14 11 4 í töflu 3 eru sýnd tengsl milli geðhæfni og al- menns líkamlegs heilsufars um ævina. Kemur þar fram, að þeir, sem verst eru farnir andlega, hafa ver- ið við lakasta líkamlega heilsu. Sama kemur fram, ef litið er á sj úkrahúslegur. Þeir, sem eru við lökustu andlegu heilsuna, hafa legið oftar og lengur á sjúkra- húsum heldur en hinir. Við athugun á einstökum kvörtunum kemur í ljós, að tengsl virðast vera milh einkenna og kvartana frá höfði og skynfærum og geðhæfni. 28 læknaneminn

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.