Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1974, Síða 46

Læknaneminn - 01.11.1974, Síða 46
létust 20 manns á rúmri viku, og er það há tala jafn- fátt og fólkið er á þessu svæði“ (9, 94). „Að öllum líkindum — og sarna segir í skýrslu landlæknis — er hér um að ræða sama sjúkdóm og geisaði á Vestur- landi í fyrra og getið er í dagbók ágústmánaðar það ár. Menn veiktust fyrst með áköfum sting, sem stundum var í öllu bakinu, stundum undir öðru- hvoru síðubarðinu eða fyrir hjartanu. Stundum lagði hann fyrir þindina (Mediastino antico), en oftast var stingurinn undir öðru hvoru herðablaðinu og lagði niður undir handarkrikann og fram fyrir brjóstið. Flestir fengu einnig sáran höfuðverk og margir ákafar þrautir í fætur, sem lagði unp í legg- ina, og sumir fengu beinverki (Flodsmerter) í alla útlirni. Brj óstþrautirnar voru svo sárar, að menn gátu ekki dregið andann meir en að háifu leyti nema með háldjóðum, og engdust menn af kvölunum líkt og ormar. Æðaslátturinn var mjög tíður um hríð, en fyrr en varði varð hann hægur cg afllaus, án þess að þrautirnar minnkuðu, enda héldust þær við af áköfum hósta. Að lokum fengu menn óráð og dóu . . .“ „Margir þeirra létust innan sólarhrings, frá því að þeir veiktust, og fæstir lifðu af 3 dægur. Þeir sem lifðu af fyrstu þrjú dægrin, komust flestir til heilsu, en urðu að liggja rúmfastir 6-8 vikur og jafnvel lengur“ (9, 95). „Allt um þetta voru þeir margir, sem veiktust ekki meira en svo, að þeir voru lengstum á fótum. Þrautir þeirra voru auðvitað miklu vægari en hinna og oft óstöðugar. Þeir höfðu enga matarlyst og þrálátan, vægan hita. Sjúkdómur- inn rénaði með svita og útslætti.“ (9, 95-96). „Ég var svo lánsamur, að einungis einn maður dó af þeim 20 sjúklingum, sem ég stundaði. Hann ofkæld- ist og lést af andþrengslum. Ef rangt eða gálauslega var farið með sjúklingana, voru algengustu eftir- köstin tærandi hitasótt (Febris hectica) með nætur- svita og þrálátum hósta.“ — „Einskis útsláttar varð vart á þeim er dóu, en flestir hinna fengu hálfkláða- kennd útbrot og kýli hér og þar um kroppinn. Á 6 af sjúklingum mínum, sem sumir lögðust aldrei, sáust greinilegir mislingaflekkir í andliti, á hálsi, herðum og brjósti, sem þó fylgdu engu tilteknu sjúkdóms- stigi. Allir sem slíkir flekkir sáust á, veiktust minna en hinir. Undir mánaðamótin fór veikin að réna hér um slóðir, en þá fór hún að stinga sér niður víða um sveitirnar. Ég læt ekki af þeirri skoðun minni að liér sé um að ræða (dulbúna) mislingasótt, en ásamt mislingunum sé Febris rheumatica eða brjósthimnu- bólgubróðir (falsk Pleuritis), sem báðar eru tíðar farsóttir hér.“ (9, 96). Lýsingin ber með sér að þeir sem þyngst veikjast hafa verið með taksótt eða taklungnabólgu (pneu- monia crouposa), sem er nú ekki það lungnabólgu- form er tíðast fylgir mislingum, auk þess sem misl- ingaútbrotin eru yfirleitt því meiri sem sóttin er þyngri. Það verður því helst ráðið af lýsingu Sveins að tveir faraldrar hafi verið samtímis á ferðinni, taksótt og einhver meinlaus útbrotafaraldur, ef til vill rauðir hundar eða hlaupabóla. Niðurstaðan af þessum athugunum á áliti hinna fyrstu íslenzku lækna á bráðum útbrotasóttum öðr- um en bólu er að ekki er treystandi nafngiftum eins og flekkusótt, mislingum og skarlatssótt einum sam- an. Ef engin frekari lýsing á faraldrinum fylgir, þá verður ekki sagt með vissu hverskyns hann sé. Ut- brotasóttarfaraldur, sem fer fljótt yfir og tekur nær alla heimilismenn og er einkum hættulegur börnum innan við tveggja ára aldur og gamalmennum er vafalítið mislingar. Skarlatssólt verður aldrei jafn almenn og mislingar, hún tekur oftast fáa á hverju heimili, aðallega á aldrinum 2—30 ára, og fer hæg- ar yfir. Ef getið er um hreistrun mælir það með skarlatssótt, en hálsbólgueinkenni ein sér nægja ekki til að greina skarlatssótt frá venjulegri háls- bólgu né barnaveiki. Með þessi atriði í huga hef ég reynt að tína úr frásögnum annála og annarra heim- ilda þá faraldra, sem allar líkur eru til að hafi verið mislingar og skarlatssótt. Misliniftir (morbilli) 1389: Fór krefðusótt, andaðist margt manna (IX). Sótt og manndauði mikill (VIII). Kynjasótt um allt ísland svo áköf að varla varð sjálfbirgt á bæj- um og dó ekki margt fólk úr (VII). Ef krefðusótt og kynjasótt er sami sóttarfaraldur, sem mér er nær að halda þrátt fyrir það sem á milli ber um manndauðann í þeim, þá er mjög sennilega um mislinga að ræða. 1644: Þetta sumar kom sótt út á Eyrarbakka, þá ó- venjuleg hér í landi, hverja Danskir kalla messling, og gekk yfir allt landið, varð mjög mannskæð 34 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.