Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2004, Qupperneq 14

Læknaneminn - 01.04.2004, Qupperneq 14
ÞRIGGJA BARNA MOÐIR Að vera þriggja barna móðir og í læknisfræði - hvernig fer það saman? Það var haft samband við mig frá ritnefnd Læknanemans og ég beðin um að skrifa gamansama grein um það hvernig það er að vera læknanemi og þriggja barna móðir. I kjölfarið kom ein versta ritstífla allra tíma þar til góð vinkona mín sem einnig er í deildinni benti réttilega á að þetta er nú bara ekkert gam- anmál. Fyrir þau ykkar sem ekki þekkja mig þá er ég konan sem var ófrísk á 1 .,2.,3„4. og 5. ári. Amma mfn, Guðrún Matthildur Sigurbergsdóttir, betur þekkt sem amma Gunna, átti þrjú börn í röð á innan við þremur árum. Hefur hún oft sagt að hún hafi átt eitt í kerru, eitt í vagni og eitt á leiðinni og hún hafi ekki óskað sínum versta óvini þess að eignast þrjú börn í svona tröppugangi. Nú er amma mín lífsglöð og mikill dugnaðarforkur og eitt það mesta hrós sem ég hef fengið á lífsleiðinni er það að ég líkist henni. Ja, í það minnsta á ég þrjú börn. í einni bunu. Bara á aðeins lengri tíma, það er þremur og hálfu ári. Og yngstu börnin af þessum þremur heita báðar Jóhanna. Önnur er dóttir mín Jóhanna Laufey. Hin er móðir mín, Jóhanna Jónsdóttir. Þegar amma gekk með mömmu var það mikið hneykslismál, þetta þótti nær glæpsamlegt að gæta sín ekki betur! Aðeins faðir hennar, Sigurberg tók fréttunum fagnandi, þegar amma stundi upp að hún væri nú orðin ófrísk í þriðja sinn eftir röð af skömmum og hneykslunarfyrirlestrum, og sagði: „Þetta gæti orðið þín mesta blessun í lífinu". Og það voru orð að sönnu. Með þetta veganesti í farteskinu var lagt af stað í hverja meðgöngu eftir töpuð stríð við frjósemisgyðjuna með mistækar getnaðarvarnir að vopni sem allar höfðu brugðist fyrir rest. Með bros á vör. í það minnsta getum við hjónin í hvert sinn vart beðið þess að meðgöngunum Ijúki því við erum sammála um það að það sé í raun erfiðasta tímabil þess að eignast barn. Kannski vegna þess að þá er engin amma Jóhanna sem getur tekið litla krílið í smástund. Foreldrar mínir eru nefnilega óþreytandi í því að styðja við bakið á okkur og hjálpa til. Reyndar var það mamma sem kom mér í gegnum N.CIausus til að byrja með. Hver annar hefði nennt í alla göngutúrana til að róa taugarnar fyrir prófin og vakna fyrir 7 til þess að elda pasta svo ég fengi nú einhverja almennilega næringu yfir daginn? Enn í dag er hún með mér í læknisfræðinni, gætir barnanna í hverri lestörn og kemur þar að auki hvern dag til þess að hjálpa mér með þau á morgnana þar sem eiginmaður minn, Krissi, fer svo snemma til vinnu. Það er ómetanlegt að eiga góða að. Maður- inn minn er þolinmóðasti og blíðasti maður í heimi! Hann er svo góður pabbi að stundum segi ég að böþnin okkar eigi tvær mömmur. Og svo eru það börnin sjálf. Svana Ösp er elst og nú 4 1/2 árs. Hún er mikill prófessor og óttaleg- ur ráðskonurass. Reyndar ætti hún að fá vinnu hjá Sáttasemjara Ríkisins, hún er svo afar snjöll að leysa ágreining milli systkinanna og finna jákvæðar hliðar fyrir alla, ekki síst sjálfa sig. Steinar Ari (21/2árs) var oft nefnd- ur Blíðfinnur sem ungabarn og á það ekki síður við hann í dag. Hann er mikill dundari og ákafur ryksuguaðdáandi sem og allra innstungna og raflagna. Þetta kom í Ijós um leið og hann gat skriðið og stefnir í að hann verði annað hvort Islandsmeistari í Raflögnum eða fyrirtaks ræstitæknir. Jóhanna Laufey (~ 10 mán) er sólskins- barn, hún bara brosir og hlær. Þess á milli vill hún hnoðast í fanginu á okkur og kúra. Auðvitað skiptast á skin og skúrir. Álag vegna heimilishalds- ins gefur ekki ótakmarkaðan lestrartíma og því fer fjarri. Oft á tíðum eru verkefni líkt og stuttir fræðslufyrirlestrar á deild sett- ir fyrir með dagsfyrirvara. Börnin veikjast, bíllinn bilar, reikning- arnir hrúgast inn, yfirdrátturinn í botni og prófin nálgast. Sem betur fer eru börnin mín óborganlegir húmoristar - og hjálpa mér hvað mest að hafa húmor fyrir sjálfri mér. Að lokum vil ég segja sögu frá því þegar ég vann sem aðstoðarlæknir á Bæklunarskurðlækningadeild, rétt hálfnuð með fjórða árið. Þetta var um sumar og sæmileg mönnun svo vaktaálag var eins og gengur og gerist. Eitt kvöldið var Svana Ösp, þá rúmlega 2 1 /2 árs, óþekk að fara að sofa og heilmikill næturgalsi í minni konu. Ég sagði við hana að hún væri stríðnis- púki. Af hverju? spurði hún. „Nú af þvíþú stríðir mérsvo mikið núna, þá ertu stríðnispúki". Hún horfði á mig smá stund, brosti svo með sér og sagði: „Mamma vinnupúki!" Þurý Ósk Axelsdóttir. Læknanemi 5. ár. Aðstoðarlæknir BUGL. 14 - Læknaneminn 2004
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.