Læknaneminn - 01.04.2004, Síða 26

Læknaneminn - 01.04.2004, Síða 26
BRÁÐIR FYLGIKVILLAR ILLKYNJA SJÚKDÓMA, að gera segulómun um miðja nótt því óafsakanlegt er að bíða með þá rannsókn lengur en nokkrar klukkustundir. Yfirleitt er ráðlegt rannsaka allan hrygginn þar eð oft eru fleiri en eitt meinvarp fyrir hendi og stundum finnast önnur æxli sem þarfnast skjótrar meðferðar. Ef ekki er hægt að koma við segulómun, þá er ráðlegt að taka tölvusneiðmyndir af hryggnum með skuggaefnisgjöf í mænugang (CT myelography). Aðrar myndgreiningarrannsóknir skortir næmi, sértæki og nauðsynlega upplausn til að byggja meðferð á og ætti því ekki að nota til mats á þessum vandamálum. Mynd 1. Segulómmynd (T2-mynd) sem sýnir stórt meinvarp aftan til í mænugangi er veldur þrýstingi á mænu. Þess ber þó að geta að beinaskann getur hjálpað til að meta útbreiðslu sjúkdómsins og oft máfinna merki um beineyðingu á venjulegum röntgenmyndum. Við mismunagreiningu þarf að hafa í huga aðrar orsakir einkenna frá mænu, t.d. sýkingu (utanbastsígerð), brjósklos, blæðingu og drep í mænu. Meðferð Þrír meginþættir meðferðar eru sterar, geislameðferð og skurðaðgerð32. 1. Sterar Um leið og grunur vaknar um mænuþrýsting skal hefja sterameðferð31. Oftast er dexametasón gefið í æð. Óljóst er hvaða skammtar eru ákjósanlegir en ráðlegt er að hefja meðferð með stórum upphafsskammti í æð og halda síðan áfram með smærri skammta. Yfirleitt er gagnlegt að byrja með 10-16 mg í æð, síðan 4 mg á 6 klst. fresti og eftir það minnkandi skammta næstu 10-14 daga.29'33. Ef um er að ræða hratt versnandi ástand með brottfallseinkennum, mæla sumir með mun stærri upphafsskammti, 100 mg í æð, og síðan 24 mg á 6 klst. fresti uns hægt er að koma við markvissari meðferð30,34. Aukin hætta er á aukaverkunum ef svo háir skammtar eru notaðir35. 2. Geislameðferð Þetta er grundvallarþáttur meðferðar og þarf að hefja sem fyrst eftir greiningu. Venja er að geisla 1 -2 hryggjarliði fyrir ofan og neðan þann stað sem æxlið er á36. Árangur fer nokkuð eftir tegund æxlis þvíað krabbamein eru misnæm fyrirgeislameðferð. Mergæxli, brjóstakrabbamein og eitilfrumuæxli svara geislum yfirleitt vel en aftur á móti er nýrnafrumukrabbamein dæmi um æxli sem svarar slíkri meðferð illa. 3. Skurðaðgerð Þó mörg æxli svari stera- og geislameðferð þá þarf að hafa í huga að skurðaðgerð getur einnig verið gagnleg til að lina einkenni. Ábendingar fyrir skurðaðgerð eru m.a. hratt vaxandi einkenni, óviss greining (td. sýking ekki útilokuð), versnandi einkenni þrátt fyrir geislameðferð og óstöðugur hryggur (spinal instability)29. Góð regla er að hafa ávallt samráð við taugaskurðlækni um meðferð þessara sjúklinga. Heilameinvörp Yfirleitt valda heilameinvörp ekki bráðum vandamálum. Oft er um að ræða frekar hægt vaxandi einkenni, td. höfuðverk, ógleði, uppköst og brottfallseinkenni. Stundum eru meira aðkallandi vandamál fyrir hendi, s.s. krampar, hratt vaxandi einkenni vegna aukins innankúpuþrýstings eða að sjúklingur hefur leitt hjá sér eða afneitað einkennunum svo lengi að í óefni er komið. Hér verður fjallað stuttlega um upphafsmeðferð aukins innankúpuþrýsting vegna meinvarpa og um bráðameðferð krampa. Heilameinvörp eru algeng en þau eru talin hrjá 20-40% allra krabbameinssjúklinga37. Talið er líklegt að tíðni þeirra muni aukast vegna bættrar lifunar sjúklinga með krabbamein. Oftast eru þetta krabbamein upprunnin í lungum eða brjóstum, en sortuæxli er þó sá sjúkdómur sem hlutfallslega oftast myndar meinvörp í heila. í allt að 15% tilfella er uppruni meinvarpanna ekki finnanlegur37'38. Sumar tegundir krabbameina dreifa sér nær aldrei til heila, tam. blöruhálskirtilskrabbamein, vélinda- krabbamein og húðkrabbamein önnur en sortuæxli. Yfirleitt eru þessi meinvörp blóðborin og er dreifing þeirra í samræmi við bíóðflæði til viðkomandi svæða heilans; u.þ.b. 80% í heilahvelum, 15% í litla heila og 5% í heilastofni39. Einkenni og teikn Einkenni heilameinvarpa eru margvísleg og eru oft tengd auknum innankúpuþrýstingi. Stundum eru þetta fyrstu einkenni hins illkynja sjúkdóms. Ástæða aukins þrýstings er fjölþætt en venjulega spila saman stærð sjálfs æxlisins, aðlægur bjúgur og hindrun á eðlilegu frárennsli mænuvökva (obstructive hydrocephalus). Höfuðverkur er megineinkennið hjá allt að helmingi sjúklinga40. Blæðing í æxlið getur valdið 26 Læknaneminn 2004
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.