Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2004, Qupperneq 38

Læknaneminn - 01.04.2004, Qupperneq 38
A HOUSE IN NEW ORLEANS.., Sigurdís Haraldsdóttir Jóhann Páll Ingimarsson There is a House in New Orleans They call the Charity Hospital Það var í byrjun ágúst 2002 sem við lögðum upp í ferð til New Orleans í Louisiana-fylki í Bandaríkjunum, fyrst íslenskra læknanema til að fara sem skiptinemar til Bandaríkjanna á vegum IFMSA. Ferðalagið tók um 12 klst. og flugfarið kostaði 110.000,- krónur á kjaft, þökk sé Flugleiðum. En það var síður en svo átakalaust að komast af stað. Það er nefnilega þannig í Bandaríkjunum að þar þurfa allir læknanemar að vera tryggðir fyrir mistökum og gildir það líka um erlenda skiptinema. Við reyndum fram eftir sumri að finna einhverjar leiðir til að fá slíka tryggingu og bauð Sjóvá-Almennar okkur hana fyrir litlar 200.000,- kr. en tveimur vikum áður en við áttum að fara (og búið var að senda tölvupóst á alla mögulega og ómögulega aðila úti í USA, m.a. rektor læknaskólans) þá tókst okkur að semja um það að við mættum koma ef við lofuðum að snerta ekki sjúklingana! Þegar út var komið tók á móti okkur 30°C hiti og 97 % raki og tveir bandarískir læknastúdentar frá læknadeild Louisiana State University sem keyrðu okkur á stúdentagarðana þar sem við áttum að búa. Það kom strax í Ijós að Sigurdísar-nafnið hafði valdið einhverjum ruglingi hjá yfirvöldum stúdentagarð- anna og hafði henni verið komið fyrir í herbergi með Jóhanni á hæð sem var eingöngu ætluð strákum. Við vorum að vísu mjög sátt við það að fá að vera saman í herbergi en reglurnar voru algjörlega ósveigjanlegar hjá yfirstjórninni og því varð Sigurdís að færa sig í annað herbergi með tveimur stelpum. Læknaskól- inn var staðsettur í slæmu hverfi nálægt miðborginni og mátti alls ekki vera á ferð úti í myrkrí. Stúdentagarðarnir voru annars alveg ágæt híbýli fyrir þriggja og hálfs vikna dvöl þó svo 10 cm kakkalakkar, sem hreiðruðu um sig í vöskunum, hafi ekki verið skemmtileg gæludýr. Skólinn samanstóð af um sex 10 hæða byggingum sem voru allar samtengdar með göngubrúm, tengdar við stúdentagarðabygginguna og einnig við spítalann svo það var í raun algjör óþarfi að fara út nema ef matarbirgð- irnar voru orðnar litlar! í New Orleans eru tveir læknaskólar en í þeim sem við vorum í, LSU, eru um 120 manns í hverjum árgangi. Lækna- námið tekur 4 ár en krakkarnir byrja ekki fyrr en 22 ára, Það voru annars árs nemar sem sáu um okkur á meðan á dvölinni stóð. Þau voru alveg ótrúlega rausnarleg og hjálpsöm og buðu okkur með sér í partý og grillveislur svo við höfðum alltaf nóg að gera. En annars árs nemarnir voru ekki þeir einu sem voru höfðinglegir. Það gilti einu hvort maður átti samskipti við aðra læknanema, hjúkrunarfólk, öryggisverði, fólk sem maður hitti í lyftunni eða lækna (ókei, sumir sérfræðingarnir voru reynd- ar pínu góðir með sig) allir voru almennilegheitin uppmáluð. Okkur var boðið út að borða eftir eins dags kynni og ef okkur vantaði far út í búð eða hvað sem var, þá var því bjargað með bros á vör. Við fengum að fara á tvo spítala þessar fjórar vikur sem við vorum, tvær vikur á Charity sem er ríkisrekinn spítali og tvær vikur á Oschner sem er einkarekinn. Charity er risastór spítali á 24 hæðum og með rúm fyrir 6000 manns. Flann var byggður um 1930 og hefur sennilegast varla verið gerður upp frá þeim tíma því byggingin var mjög hrörleg. Um 70 % starfsfólksins svart og sjúklingarnir lágu 8 saman á stofu og hjúkrunarfræð- ingarnir voru með sína vaktstöð inni á sömu stofu! Hreinlætið var heldur ekki upp á marga fiska, t.d. í einni blöðruspeglunar- aðgerðinni inni á skurðstofu kom risastór kakkalakki trítlandi yfir gólfið. Einn læknaneminn steig á hann og eftir sat stærð- arinnar kakkalakka-klessa á gólfinu og menn voru ekkert að hafa fyrir því að hreinsa hana upp! Oschner var hins vegar allt öðruvísi, þar var hótel samtengt spítalanum og sjúklingar á einkastofum og allt hreinlæti til fyrirmyndar. Stéttaskipting er mikil milli svartra og hvítra og á Oschner rakst maður varla á svarta manneskju. Við lentum bæði á þvagfæraskurðdeild, en prógrammið var undir handleiðslu Dr. Goodman’s á Charity en við hittum hann tvisvar í viku ásamt þeim krökkum á 3. árinu sem voru 38 - Læknaneminn 2004
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.