Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2004, Qupperneq 45

Læknaneminn - 01.04.2004, Qupperneq 45
aukningu áframleiðslu AP-1, IL-2 og IL-4 og ef þessi kenning er rétt gæti gjöf barkstera snemma í bólguferlinu á óbeinan hátt minnkað líkurnar á ónæmi seinna meir(10). Að öðru leyti en þessu er óeðlileg virkni barksteraviðtakans talin lykillinn að ónæmi gegn barksterum í frumum. Mögulegar ástæður óeðlilegrar virkni viðtakans eru minnkuð binding við DNA eða sterasameindírnar, aukin myndun á barksteraviðtaka peðaminnkuðgetatilaðhvetjatilacetýleringu históna(7). Minnkuð binding barksteraviðtakanna við DNA getur verið vegna óafturkræfrar fækkunar á viðtökunum. Þetta gæti verið vegna bindingar þeirra við AP-1 eða aðra umritunarþætti, td. NF-kB (10), en einhverjir af þessum sjúklingum eru með aukna JAK boðleiðar- og AP-1 virkni og í mónócýtum í blóði sjúklinga með steraónæman astma hefur veríð lýst oftjáningu á c-Fos sem er undireining AP-1 (6'7',0). Einhver tegund af steraónæmum astma gæti þannig verið orsökuð af ga.lla í að hemja fosfórýleringu JAK(10). Einnig geta sumir frumuboðar og mikið magn þ2-agónista virkjað AP-1 (B). Binding GR víð AP-1 gæti komið í veg fyrir að GR bindist GRE (10). Minnkuð binding GR við sterasameindirnar gæti átt sér stað vegna minnkaðrar sækni í þær eða fækkunar viðtakanna. Frumuboðarnir IL-2 og IL-4 eru til staðar í auknu magní í sjúklingum með stera- ónæman astma og hamla sterarnir því ekki myndun þeirra að sama magni og þeir gera í steranæmum einstaklingum. Líklegt er að þeir geti miðlað minnkaðri sækni GR í barksterana (5,10,19). Barksteraviðtaki þ er myndaður úr sama pre-mRNA og barksteraviðtaki a sem hefur verið rætt um hér að ofan en með öðruvísi splæsingu. Hann binst DNA á sama stað og barksteraviðtaki a en ekki barksterum og blokkar þannig virkní stera á DNA, þ.e. er samkeppnishindri(5i20). Tilgátur hafa verið á lofti um að barksteraviðtaki p sé mikilvægur innbyggður hamlari steraverkunar í líkamanum (20). í einni rannsókn kom fram að í sjúklingum með stera-ónæman astma er hann framleiddur í auknu magni, einkum í T-eitilfrumum sem eru einmitt taldar vera mikilvægar í meíngerð astma (,0). Aðrar rannsóknir hafa sýnt fram á að tjáning þ-viðtakans aukist með tímanum í bólgufrumum meðan á barksterameðferð stendur (10). Einnig hefur rannsókn á sýnum úr loftvegum sjúklinga sem létust vegna astma sýnt íram á aukna tjáningu hans í þeim miðað við sjúklinga með vægan astma eða lungnaþembu, en ekki er vitað hvort þessi aukning sé tilkomin vegna sterameð- ferðarinnar eða svipgerðar steraónæmra astmasjúklinga (10). Rannsakað hefur verið hvort ónæmi gegn ínnúðasterum sé erfðafræðilega ákvarðað (10). Ekki hefur fundist nein mispörun basa í GR í sjúklingum með steraónæman astma og bendir það til þess að gallann sé ekki að finna í byggingu próteinsins (10). Nýlega hefur verið framkvæmd rannsókn á íslandi þar sem fram fór leit að genum sem gætu spáð fyrir um hvort einstaklíngur sé með steraónæman astma. Skoðuð voru gen úr tveim hópum einstaklinga, annars vegar með steranæman og hins vegar með steraónæman astma. Tjáning 11.812 gena var skoðuð í óörvuðum mónócýtum og eftir örvun þeirra með IL-1 (3 og TNF-a með og án meðferðar með barksterum in vitro. Tjáning 1334 gena var aukin eða minnkuð við örvun með IL-ip og TNF-a og steragjöf hafði áhrif á tjáningu 932 af þeim. Af þeim voru 15 sem spáðu best fyrir um hvorum hópnum einstaklingar tilheyrðu og gerðu það með að meðaltali 84% nákvæmni. Mörg þessara gena tjá fyrir frumuboðum, flakkboðum, umritunarþáttum, yfirborðs- eða boðsameindum. Hlutverk þessara próteina í ónæmum astma er þó ekki enn vitað. Rannsakendur telja að þetta sé fyrsta rannsóknin sem geri kleift að spá fyrir um svörun einstaklinga við barksterameðferð og gefur hún tækifæri á þróun nýrra greiningarprófa og býður upp á nýja meðferðarmöguleika. Ef hægt væri að greina stera- ónæma sjúklinga og koma þeim í viðeigandi meðferð myndi það spara miklar fjárhæðir en einnig væri komíð í veg fyrir alvarlegar aukaverkanir háskammtasterameðferðar og ein- beita sér að öðrum meðferðarúrræðum (21,22). Lokaorð Hér að ofan hefur verið rætt um notkun barkstera í meðferð við astma. Lögð hefur verið áhersla á að fjalla um innúðaformið fremur en töfluformíð. Prátt fyrir möguleika á aukaverkunum hafa barksterar til innöndunar hjálpað stórum hópi sjúklinga með astma. Kostirnir við notkun lyfjanna eru mun fleiri en ókostirnir og notkun þeirra undir handleiðslu og eftirliti lækna, sem eru meðvitaðir um hættu á aukaverkunum og upplýsa sjúklinga sína um hana, bætir líðan astmasjúklinga um heim allan. Astmaeinkenni eru breytileg á mismunandi skeiðum í lífi sjúklinganna. Markmið meðferðarinnar er að finna viðhaldsskammt sem heldur einkennum niðri en ef sjúklingur er einkennalaus verður að lækka þann skammt til að athuga hvort minni skammtur myndi duga um sinn. Ef sjúklingi hins vegar versnar, til dæmis vegna kvefpestar, ættí hins vegar að auka skammt tímabundíð. Þannig skal haga skammtastærð eftir aðstæðum en ekki nota sama skammt ár eftir ár á þess að huga að einkennum. Aukin þekking á meingerð sjúkdómsins hefur opnað möguleika á nýjum lyfjum sem hafa áhrif á afmarkaðri þætti hans en barksterar gera og gætu haft færri aukaverkanir. Þau gætu nýst sjúklingum með vissar tegundir af astma. Einnig eru í sjónmáli greiningarpróf sem geta spáð fyrir um svörun sjúklinga við astmalyfjum. Notkun þessara nýju meðferðarmöguleika á vonandí eftir að minnka kostnað við astmameðferð sem og bæta líðan sjúklinga enn frekar, einkum þeirra sem hafa ekki mikið gagn af þeirri meðferð sem er í boði í dag. Brynja Jónsdóttir Þakkir fær Unnur Steina Björnsdóttir vegna ábendinga um heimildir, Sérstakar þakkir fær Gunnar Guðmundsson vegna yfirlesturs og ábendinga. Heimildaskrá 1. Busse WW, Lemanske RF Jr. Advances in immunology - Asthma. N Engl J Med 2001;344:350-362. 2. Rang HP, Dale MM, Ritter JM. Pharmacology. Edinburgh: Churchill Livingstone, 1999: 243, 340-348, 416-425. 3. Pocket Guide for Asthma Management and Prevention. Summary of patient care information for primary health care professionals. (updated 2002). NIH Publication No. 02-3659A. Available from: http://ginasthma.com 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.