Læknaneminn - 01.04.2004, Síða 49
Reyndir hafa verið forðastafir með gestagenum sem
langvirkari getnaðarvörn. Dæmi um þetta var Norplant, þar
sem 6 stafir með LNG voru settir undir húð en vandkvæðum
gat verið bundið að fjarlægja stafina alla þegar notkun var
hætt.
EggjaJeiðari
/
Mynd 2
Forðastafur (Implanon) mynd 1.
Nýlegakom ámarkað stakurforðastafur, Implanon. Stafurinn
gefur frá sér um 30 míkrog./dag af desogestrel afleiðunni
etonogestrel í 3 ár. Stafurinn hindrar egglos og eykur seigju
leghálsslíms. Hann er ákaflega örugg getnaðarvörn, P.l: 0,
samkvæmt rannsóknum en confidence interval er 0.00-0.09.
Honum fylgja óreglulegar blæðingar, yfirleitt minni en áður, en
um 15% fá milliblæðingar sem geta stundum verið langvinnar.
Stafurinn er settur grunnt undir húðina á upphandlegg í
staðdeyfingu og er einfalt að fjarlægja hann ef rétt hefur verið
að innsetningu staðið. Áhrif stafsins eru fljótt afturkræf, en
95% hafa egglos innan 3 vikna frá fjarlægingu.
Hormónalykkja (LevoNova) mynd 2.
LevoNova hormónalykkja gefur frá sér 20 míkróg./dag af
levonorgestrel í 5 ár. Hún er mjög áhrifarík vörn (P.l. 0.2) og
er fljótt afturkræf. Fyrst og fremst eru staðbundin áhrif (end-
organ effect) á legslímhúð, sem þynnist, og slím í leghálsi,
sem verður seigara, en flestar konur hafa áfram egglos.
Aukaverkanir eru sjaldgæfar eftir aðlögun en milliblæðingar
eru algengar fyrstu 3-6 mánuðina meðan slímhúðin er að
þynnast niður. Mikilvægt er að setja upp í byrjun cyclus þegar
endometríið er þunnt fyrir.
Þessi getnaðarvörn hefur mikla kosti fyrir konur með miklar
blæðíngar og/ eða tíðaverki (non-contraceptive benefits) þar sem
blæðingar minnka verulega hjá öllum. Hormónalykkjan
getur verið meðferð við menorrhagiu (miklum tíðablæðingum),
jafnvel þegar ekkí er þörf á getnaðarvörn. Amenorrhea er
algeng og getur verið kostur í huga margra kvenna.
Hormónalykkjan getur einnig verið liður í hormónameðferð
kvenna á breytingarskeiði (contraceptive and no bleed HRT)
með því að halda legslímhúðinní þunnri þ.a. unnt sé að nota
estrogen töflur, plásta eða gel til uppbótar.
Hormónahringurinn (NuvaRing) mynd 1.
Nýjasti valkosturinn er sveígjanlegur, glær hringur sem er
54 mm í ytra þvermáli og konan setur sjálf upp í leggöngin og
fjarlægir. Hringurinn gefur frá sér 15 míkrógrömm af EE (en
algengustu samsettu pillurnar 20-30) og 120 míkrógrömm af
etonogestrel á dag. Hver hringur er notaður í 21 dag og síðan
fjarlægður. Nýr hríngur er svo settur upp eftir 7 daga hlé. I raun
verkar hann eins og samsett pilla nema frásogið er gegnum
slímhúð legganganna. Það þarf því ekki að muna eftir honum
daglega, blóðþéttnin er stöðug og komist er hjá 1. hringrás í
lifur. Af ofangreindu leiðir að minni skammtur hormóna dugar.
Rannsóknir á NuvaRing sýna svipað öryggi og með pillu
(P.l. 0.4) (3). Þar sem hringurinn er samsettur úr estrogeni
og gestageni og frásogíð stöðugt er stjórn tíðahringsins
(cycle control) mjög góð þegar hann er notaður, betri en með
samsettri pillu m. 30 míkróg EE (Microgyn){A\ Milliblæðingar
eru sjaldgæfar (5.5%) og nær allar konur fá blæðingar í hléi
(98.5%).
Framtídarsýn
Eins og sjá má að ofan hafa margar nýjungar komið fram
á undanförnum árum, sem vonandi verður til þess að fleiri
finna getnaðarvörn við hæfi. Tíl þess að svo megi verða þurfa
upplýsingar að skila sér til væntanlegra notenda og ráðgjöf
þarf til að mæta þörfum kvenna/para á hverjum tíma.
Þær getnaðarvarnir sem skýrt hefur verið frá eru ætlaðar
konum. Einu getnaðarvarnirnar ætlaðar körlum eru sem fyrr
smokkurinn og ófrjósemisaðgerð (vasectomia). Unnið erað því
að þróa afturkræfa langtímagetnaðarvörn fyrir karla, sennilega
í formi stafs með gestageni til að hemja spermatogenesis og
uppbótarmeðferðar með testosteroni í formi vefjatöflu. Sumir
segja að slík getnaðarvörn verði tilbúin til markaðssetningar
innan 5 ára!
Heimildir:
1. Guillebaud J. Contraception-your questions answered. Churchill Livingstone
1999 3rd ed.
2. Bjarnadóttir Rl, Gottfreðsdóttir H, Sigurðardóttir K, Geirsson RT, Dieben TOM.
Comparative study of the effects of a progestagen-only pill containing desogestrel
and an intrauterine contraceptive device in lactating women. Br J Obstet Gynaecol
2001; 108, 1174-1180.
3. Roumen FJME, Apter D, Mulders TMT, Dieben TOM. Efficacy, tolerability and
acceptability of a novel contraceptive vaginal ring releasing etonogestrel and
ethinyl estradiol. Hum Reprod 2001; 16: 469-475.
4. Bjarnadóttir Ri, Tuppurainen M, Killick SR. Comparison of cycle control with a
combined contraceptive vaginal ring and oral levonorgestrel/ethinyl estradiol. Am
J Obstet Gynecolog 2002; 186: 389-395.
49