Læknaneminn - 01.04.2004, Side 51

Læknaneminn - 01.04.2004, Side 51
Hér verður leitast við að skýra meingerð sjúkdómsins í stuttu máli, fjalla um þau lyf sem notuð eru gegn sjúkdómnum nú og skoða hvað er framundan í meðferð á Alzheimersjúkdómnum. Meingerð Hin klassíska meingerð sjúkdómsins, sem fyrst var lýst af þýska geðlækninum Alois Alzheimer árið 19074 einkennist aðallega af elliskellum (senile plaques) og taugatrefjaflækjum (neurofibrillary tangles), en einnig tauga- og taugamótaskemmdum, ásamt örtróðsviðbragði (microgliosis) og stjarnfrumuviðbragði (astrocytosis).5 Þessar vefjabreytingar eru framsæknar yfir langt tímabil og orsaka skort á taugaboðefnum (asetýlkólíni, glútamati, GABA, sómatóstatíni, serótóníni o.fl)67, og aftengingu taugabrauta innan heilabarkar.51 kjölfar þessara taugaskemmda á sér stað vitsmunaskerðing sem lýsir sér sem hægt vaxandi minnisleysi, einkum er varðar skammtímaminni, ásamt erfiðleikum með tjáningu, hugsun og algeng störf.5'8 Jafnframt þjáist fólk með Alzheimer oft af öryggisleysi, kvíða og þunglyndi.9 Myndræn meingerð Elliskellurnar myndast utan taugafrumanna og einkennast af miðstæðum mýlidiskjarnasem inniheldur (3-mýlidis (fi-amyloid) próteinútfellingar og fleiri prótein s.s. tau, presenilin 1 og 2, apolipoprotein E, a1-antichymotrypsin, ubiquítin o.fl.31 kringum þennan kjarna eru einnig taugafrumuangar, bæði griplur og símar, útþandir af leysikornum (lysosomes), hvatberum (mitochondria) og trefjaflækjum ásamt stjarnfrumuöngum (astrocytes) og örtróðsfrumum (microglia) sem taka þátt í bólguviðbragði sem á sér stað umhverfis kjarnann5. Elliskellurnar finnast í mismunandi miklu magni vítt og breitt um nýbörk (neocortex) en einnig í dreka (hippocampus) og innanþefsberkil (cortex entorhinalis).3 Elliskellunum fylgja ævinlega dreifðar formýlidis skellur (diffuse plaques) sem eru myndlausar utanfrumu útfellingar af Aþ-ónæmisvekjandandi kornóttu efni án mýlidisþráðla (amyloid fibrils). Þær eru forverar elliskellanna og er að finna í mörgu miðaldra heilbrigðu fólki og unglingum með Downs heilkenni löngu áður en elliskellurnar taka að skemma aðlægan taugavef og sjúkdómurinn þróast.10'11 Taugatrefjaflækjurnar eru stórgerð, þráðlaga samsöfn innan umfrymis taugafruma, sem aflaga hana og teygja sig mismikið út í anga hennar. Þær eru aðallega að finna í dreka, nýberki, í hjarnberki ennis- og vangablaða og heila- stofni.5 Taugatrefjaflækjurnar eru aðallega myndaðar af óuppleysanlegum, pöruðum, gormlaga taugaþráðlum þar sem meginhluti þráðlanna er gerður úr offosfóríleruðu tau próteini. Tau prótein hefur það hlutverk innan taugafruma að setja saman örpíplur (microtubuli) og ef það er ofvirkjað eins og í Alzheimer þá truflast samsetning örpíplanna og það myndast þráðlur. Samskonar þráðlur myndast í fjarlægum hlutum taugunga og taka þátt í að mynda ytri hluta elliskella eins og áður er minnst á.8 I kjölfar þessara vefjabreytinga tapast tenging milli taugafruma, þær deyja, stjarnfrumur og örtróðsfrumur koma á vettvang og reyna að takmarka skaðann (astrocytosis og microgliosis).5 Orsakir AS eru ekki að fullu þekktar en almennt er talið er að faraldsfræðilegir áhættuþættir (s.s. aldur, menntun, höfuðmeiðsl, æðakölkun) tengist erfðafræðilegum áhættu- þáttum (Amyioid Þrecursor Þrotein, presenilin 1 og 2, apo E) og bilunum í lífefnafræðilegum ferlum (AÞÞ efnaskiptum, tau- fosfórun, bólguviðbrögðum, oxunarálagi, skorti á vaxtarþáttum, tíðahvörfum og stýrðum frumudauða).12 Erfðafræðileg og lífefnafræflileg meingerfl Rannsóknir á meingerð AS fóru ekki á fullt skrið fyrr en í kringum 1980 þegar í Ijós kom að eldri sjúklingar með Downs heilkenni (trisomy 21) voru með taugatrefjaflækjur og elliskellur. Þetta gaf til kynna að orsök sjúkdómsins væri að finna ítengslum við litning 21.3 Skömmu síðar fannst á q hluta litningsins þ-amyloid genið sem er umritað og tjáð yfir í AÞÞ (Amyloid Precursor Protein).3 Einungis er talið að um 5-10% tilfella AS gangi í erfðir (ættlæg) og hafi snemmkomna birtingu (<60ára). Önnur tilfelli eru talin af óþekktum orsökum (idiopathic) eða stök tilfelli stökkbreytinga í áhættugenum (sporadic) og hafa síðkomna birtingu (a60ára).13 Fjögur gen hafa til þessa einna helst verið tengd við AS, þrjú þeirra við snemmkomna birtingu sjúkdómsins (APP og presenelin 1 og 2) en eitt við síðkomna birtingu hans (z4 samsætan af apo-lipoprotein E).H Þessi gen hafa það sameiginlegt að við stökkbreytingar í þeim eykst framleiðsla á Aþ-peptíðum sem er talinn aðalþátturinn í meingerð sjúkdómsins.11 APP er gegnumhimnuprótein í frumuhimnu taugafruma en hlutverk þess er að mestu óþekkt, þó er talið hugsanlegt að það tengist innanfruboðflutningi.11 Líkaminn hefur tvær leiðir um að velja til að meðhöndla APP. Annars vegar er APP klofið af a-secretasa (proteasi) í stórt leysanlegt peptíð (sAPPa) og í minna himnubundíð peptíð (C83) sem er klofið enn frekar af y-secretasa í p3 peptíð sem hefur ekki tilhneigingu tíl að safnast fyrir. a-secretasa leiðin fer fram að mestu leyti utan A Amyioid Pr*cur*of Protoin lumon COOH C Aggregation of /Jamyfoid 1 -42 with Other Protoin* to Form Sonilo Ploquos 0** Tau m APOE w *v» Ubiquitin and othcrs antichymotrypsin Prosemlm t «nd 2 Mynd II. A) APP B) a-secretasa leiðin (efri), (3-secretasa-leiðin (neðri) C) Prótein sem safnast fyrir í elliskellum3 51

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.