Læknaneminn - 01.04.2004, Page 53

Læknaneminn - 01.04.2004, Page 53
Tafla 1. Greiningarskilmerki fyrir alzheimer sjúkdóm Greining Skilmerki Líklegur Alzheimer Öll eftirfarandi atriði verða að vera til staðar Vitglöp staðfest með skoðun og skráð með hlutlægum prófum Minnistruflun og skerðing á a.m.k. einum öðrum þætti í skilvitlegri starfsemi Framsækin versnun á minni og a.m.k. einum öðrum þætti í skilvitlegri starfsemi Engin truflun á meðvitund Upphaf við 40 til 90 ára aldur. Enginn annar sjúkdómur í heila sem getur valdið vitglöpum Að auki getur greiningin verið studd af einu eða fleiri af eftirfarandi: Tap á hreyfifærni Minnkuð geta til að framkvæma athafnir daglegs lífs og breytt hegðunarmynstur Fjölskyldusaga um álíka röskun Rannsóknarniðurstöður í samræmi við greininguna (t.d. heilarýrnun á tölvusneiðmynd) Mögulegur Alzheimer Ofantalin skilyrði uppfyllt með breytileika í upphafi einkenna eða birtingu eða klínískum gangi; eða hnignun í einum þætti vitsmuna án greinanlegrar orsakar Annar heilasjúkdómur eða fjölkerfa sjúkdómur sem getur valdið vitglöpum en er ekki talinn vera undirliggjandi orsök vitglapa sjúklingsins Afdráttarlaus Alzheimers Ofantalin klínísk skilmerki uppfyllt og vefjafræðileg sönnun fyrir Alzheimers sjúkdómi byggð á skoðun heilavefs fengnum með lífsýni eða krufningu *Skilmerki fengin frá McKhann et al. Asetýlkólínesterasa hemjarar Kólínerga kerfið tengist að miklu leyti hæfileika okkar til að læra og muna og hefur víðtæka dreifingu í heila okkar. í AS er kólínerg ítaugun í limbíska kerfinu og öðrum hlutum heilabarkar að verulegu leyti sködduð. Mælikvarðar á kólínerga virkni (t.d. asetýltransferasa gildi) sýna 58-93% lækkun í heilaberki og hippocampus í réttu hlutfalli við alvarleika vitglapa.12 AchE-hemjurum er ætlað að lengja verkunartíma Ach í taugamótabilinu með því að hindra niðurbrotsensím þess og auka þannig líkurnar á því að taugaboðefnið hafi tilætluð áhrif. AchE-hemjarar eru eftirfarandi: Donepezil Donepezil er valbundinn, afturkræfanlegur AchE-hemjari, með langan helmingunartíma (=7Oklst) - gefið 1x á dag í 5 eða 10mg skömmtum. Ábending fyrir notkun er vægur til meðalsvæsinn AS. Rann-sókn á 1291 sjúklingum með AS sem stóð yfir í 24 vikur sýndi 4,1 % lækkun á ADAS-cog kvarðanum og 6,3% lækkun á Clinician's Interview-Based Impression of Change scale. Áttatíu prósent sjúklinga kláruðu rannsóknina og 16% hættu vegna aukaverkana sem eru helstar; ógleði og uppköst (27%) og niðurgangur (10%). Fjórtán prósent kvörtuðu undan svefnleysi.26 Þriðjungur sjúklinga fann mun á minni eftir inntöku lyfsins og framþróun sjúkdómsins stendur í stað hjá öðrum þriðjungi sjúklinga í ákveðinn tíma, en þriðjungur sjúklinga virtist ekki hafa gagn af lyfinu.28 Rivastigmín Rivastigmín erað mestu valbundinn og hálfafturkræfanlegur AchE-hemjari með verkunartíma upp á 10 klst. Ábending fyrir notkun er vægur til meðalsvæsinn AS. Rannsóknir sýna allt að 5,4% lækkun á ADAS-cog (6-12mg skammtur) en 29-43% hætta vegna aukaverkana (ógleði, uppköst, niðurgangur og lystarstol).26 Lyfið er gefið 2x á dag og ertil Í4 skammtastærðum. Lyfið virðist hafa svipuð klínísk áhrif og donezepil en þolist verr samkvæmt samanburðarrannsókn; 21,8% sjúklinga á rivastig- mine hættu meðferð vegna aukaverkana en einungis 10,7% sem voru á donezepil.29 Galantamín Galantamín hýdróbrómíð er upphaflega unnið úr vetrargosa (gatantaminum nivalinum) og er sértækur og afturkræfur hemill á AchE,28,30 Galantamín er einnig jákvæður stýrill (allosteric modulator) á nikótínska Ach viðtaka sem er mjög mikilvæg verkun sökum þess að tjáning og virkni þessara viðtaka minnkar í AS og þ.a.l. minnkar kólínergur boð- flutningur. Lyfið er til í þremur styrkleikum (4,8 og 12mg) og er gefið 2x á dag. Helmingunartími þess er 7 klst.30 Áhrif galantamine á vitsmunagetu (cognitive function) er svipuð og hjá donepezil og rivastigmine eða um 4-5% lækkun á ADAS- cog og m.v. 16-32mg/dag en lítill árangur er af skömmtum lægri en 16mg/dag. Aukaverkanir eru mjög svipaðar og hjá hinum AchE-hemjurunum - einkum frá meltingarvegi.31 Samantekt á AchE-hemjurum AchE-hemjarar hafa allir svipaða virkni í klínískum prófum auk þess að hafa allir sömu ábendingu fyrir notkun.32 Verkunarmáti, niðurbrot og aukaverkanir þessara lyfja er eilítið mismunandi auk þess að verka á mismunandi svæði 53

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.