Læknaneminn - 01.04.2004, Blaðsíða 54

Læknaneminn - 01.04.2004, Blaðsíða 54
innan heilans. Rivastigmín virðist verka á klínískt mikilvægustu heilastöðarnar, auk þess að hemja einnig butyrylcholinesterasa sem hefur sömu verkun og AchE en mun minni virkni innan heilans. Rivastigmín er einnig ólíklegast til þess að hafa milliverkanir við önnur lyf þar sem það er ekki brotið niður af cýtókróm-kerfi lifrar eins og hin lyfin. Hvert þessara lyfja hefur því einstakan verkunarmáta sem læknir getur nýtt sér við ávísun.33,34 NMDA-antagonistar - memantín Memantín er antagonisti fyrir NMDA-viðtaka sem staðsettir eru á drekasvæði og gegna mikilvægu hlutverki við nám og minni. Lyfinu er ætlað að koma í veg fyrir taugaskemmandi áhrif glútamats en framleiðsla þess er talin ofvirkjuð í nokkrum sjúkdómum í heila þ.m.t. AS.36 Memantin verkar sem spennustýrður hálfafturkræfur hindrari (svipað og Mg2+ við eðlilegar aðstæður) sem hindrar innflæði Ca2+ við lítið en stöðugt áreiti glútamats (t.d við offramleiðslu) og kemur því í veg fyrir að Ca2+ hlaðist upp í eftirtaugungnum og orsaki skemmdir þar. Lyfið hefur hinsvegar ekki áhrif á það ferli að læra og muna sem felur í sér mikla og snögga losun glútamats. Við það fellur himnuspenna eftirtaugungsins nægilega mikið til að að memantin víki frá => Ca2+ flæðir inn og eftirtaugungurinn bregst eðlilega við => við lærum og munum.36 Rannsóknir, á klínískum áhrifum memantíns á vitsmuni, hegðunarmynstur og daglegar þarfir, sýna að þau eru svipuð og hjá AchE-hemjurunum m.v. lyfleysu. Lyfið er gefið 1-3x á dag í 10 mg skömmtum og talið öruggt, með engar alvarlegar aukaverkanir þekktar. Rað hefur þann kost fram yfir Ach- hemjarana að vera bæði gagnlegt við vægum og svæsnum AS. Fleiri rannsókna er þó þörf þar sem þær sem gerðar hafa verið voru bæði litlar í sniðum og stóðu stutt yfir og því erfitt að meta áhrif til lengri tíma.35 Memantín er athyglisvert að því leyti að það er fyrsta lyfið gegn AS sem verkar ekki á kólínerga kerfið. Fyrstu rannsóknir á sameiginlegri notkun með AchE-hemjurum benda til þess að það sé öruggt að nota lyfin saman og virki betur en iyfin ein og sér. Fleiri rannsókna er þó þörf.37 Taugaverndandi miðlar Andoxunarefni Aukið oxunarálag, minnkuð virkni andoxunarensíma og minnkuð orkuefnaskipti í heilum Alzheimersjúklinga gefur til kynna að skemmdir á hvatberum og skemmdir vegna frjálsra radikala eigi þátt í niðurbroti á taugum í AS.38 Þekktir eru margir oxunarferlar innan heilans (t.d. oxun fitu-sýra og niðurbrot/myndun taugaboðefna) sem hafa mögulega áhrif á meingerð AS auk þess sem myndun Aþ-þráðla er talið auka oxunarálag til muna.21 Sýnt hefur verið fram á taugaverndandi eiginleika andoxunarefna s.s. E-vítamíns og selegilíns in vitro og er talið að þau geti hægt á framþróun sjúkdómsins en klínísk áhrif eru lítilvæg.12(syá Mynd III.) Mikill kraftur er í rannsóknum á þessu sviði og ertakmarkið að reyna að hindra sértækt þekkta oxunarferla innan heilans. Bólgueyðandi iyf Eins og áður hefur verið minnst á, er talið að bólguviðbrögð í kjölfar þ-mýlidisútfellingar sé stór þáttur í meingerð AS og myndun elliskella. Sýnt hefur verið fram á að bólgumiðlar s.s. cýtókín, komplement prótein39, viðloðunarmólikúl40 og prostaglandín41 eru hættuleg taugafrumum (neurotoxic). Talið er að bólgueyðandi lyf (NSAID's - Non Steroidal Anti- Inflammatory Drugs) bæli niður myndunarferla þessara efna með áhrifum sínum á örtróðsfrumur (microglia), sem eru eru fulltrúar ónæmiskerfisins í heilanum og safnast saman í kringum elliskellur (microgliosis). Lyfin hindra tvö mikilvæg Mynd III. Sýnir hvar lyf geta haft áhrif á meingerð Alzheimers: 1) Secretasa-hemjarar; p-og y-hemjarar verka hér til að hindra myndun Afi-peptíða. 2) Lyf sem örva niðurbrot á Afi-peptíðum; Neprilysin, IDE o.fl. 3) Lyf sem hindra þráðtumyndun A(3; klínískar rannsóknir hafnar á clioquinol (gamalt sýklalyf) og fleiri lyfjum sem geta safnað málmum saman. 4) Bólussetning; Ap-pepf/'ð eöa anti-A^ mótefni gefin til ónæmingar. 5) Taugaverndandi efni; andoxunarefni, NSAID's og estrógen. 6) Kólesteróllækkandi lyf; 54 - Læknaneminn 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.