Læknaneminn - 01.04.2004, Síða 59

Læknaneminn - 01.04.2004, Síða 59
Jón Ivar Einarsson Um sérnám í Bandaríkjunum “Út vil ek” var viðkvæðið fyrir um 1000 árum þegar forfeður okkar fýsti í könnunarleiðangra út í heim. Nú á dögum standa ungir íslenskir læknar ísömu sporum og langar íframhaldsnám til útlanda, en hvert skal halda? Þessari stuttu grein er ætlað að kynna læknanemum og ungum læknum það ferli sem þarf að ganga í gegnum áður en mögulegt er að komast í sérnám til Bandaríkjanna. Þetta ferli er langt og kostnaðarsamt og því er nauðsynlegt skipuleggja sig nokkuð fram í tímann. Einnig verður fjallað almennt um sérnám í Bandaríkjunum, launakjör og þær mismunandi vegabréfsáritanir sem völ er á. Þessi grein birtist í Læknanemanum fyrir um 5 árum síðan og er nú endurbirt í uppfærðri útgáfu. I hugum marga er sérnám í Bandaríkjunum þrælabúðir þar sem maður er rukkaður um aðgangseyri víð ínnganginn! Víst er að vinna ungra lækna í sérnámi í Bandaríkjunum er meiri en í Evrópu en á móti kemur að námið er styttra og að mörgu leyti betur skipulagt. Gengið er inn í ákveðið prógramm þar sem tryggt er að læknar í sérnámi nái að tileinka sér allt það helsta sem þeirra fagi við kemur. Þessi prógrömm eru undir innra og ytra eftirliti og þannig er reynt að halda uppi gæðum þeirrar menntunar sem boðið er upp á. Á hverju ári kemur út innan hverrar sérgreinar listi yfir þau prógrömm sem í boði eru og þar kemur jafnframt fram hvort viðkomandi prógramm hafi verið sett á “probation" eða skilorð. Þetta er gert af ýmsum orsökum, t.d. ef residentar eru óánægðír með kennsluna eða utanaðkomandi aðilum finnst residentar ekki fá þá reynslu sem nauðsynleg er, t.d. ef upp á vantar að þeir fáí að gera tilteknar aðgerðir. Ýmsar fleiri gagnlegar upplýsingar er að finna í þessum listum. Þar kemur m.a. fram hversu margir sóttu um tiltekið prógramm á síðasta ári, hversu margir fengu viðtal, meðaleinkunn residenta í USMLE step 1 og 2, meðalfjöldi vinnutíma á viku, fjöldi útlendinga í prógramminu (FMG; foreign medical graduate) og fjöldi aðgerða (í kirurgískum greinum) sem resident getur búist við að gera meðan á náminu stendur. Gott er að kynna sér þessar upplýsingartil hlýtar og með góðum fyrirvara, þvíþegar kemur að því að sækja um stöður eru þessar upplýsingar afar gagnlegar. Það er t.d. góð regla að sækja um missterk prógrömm til að reyna að tryggja að maður komist að. Þetta á helst við um fög sem eru vinsæl meðal innfæddra og þvf mjög erfitt fyrir útlendinga að komast í (skurðlækningar, fæðinga- og kvensjúkdómalækningar, augnlækningar ofl). Prógrömm sem eru á skilorði, fengu fáar umsóknir á síðasta ári og hafa marga útlendinga í sérnámi eru almennt talin veik prógrömm og gott er að sækja um á nokkrum þannig stöðum. Þetta gæti verið eins konar baktrygging, því það er alltaf möguleiki síðar að skípta um stað, td. á öðru eða þriðja ári í sérnámi. Að lokum er rétt að geta þess að prógrömm á skilorði geta veitt mjög góða menntun og einnig að virt nafn stofnunar tryggir ekki endilega góða þjálfun. Því er rétt að spyrjast fyrir áður en farið er af stað og sækja um sem víðast. Til að geta sótt um framhaldsnám í Bandaríkjunum þarf að hafa lokið “ameríska prófinu’’ (USMLE, United States Medical Licensing Examination). Þetta próf samanstendur af þremur hlutum, step 1-3. Nauðsynlegt er að ná öllum þessum prófum tíl að fá lækningaleyfi í Bandaríkjunum. Einnig þarf að Ijúka enskuprófi, Loks þarf að taka klínískt próf (Clinical Skills Assessment,CSA) sem einungis er hægt að taka í Bandaríkjunum. Hægt er að sækja um að taka step 1 eða step 2 á vefnum (www.ecfmg.org). ECFMG sendir svo frá sér staðfestingu þar sem kemur fram hvenær hægt er að taka prófið C'eligibility period"). Með þessa staðfestingu í höndunum er svo hægt að panta tíma í einhverri af tölvuvæddu prófamiðstöðvum Prometric (www.prometric. com) en þær eru víða um heim. Prófið er ekki hægt að taka á íslandi, en prófamiðstöðvar eru í ýmsum nágrannalöndum okkar, og má sjá lista yfir þær á heimasíðu ECFMG. Hafa verður á þessu góðan fyrirvara þar sem nokkur tími getur liðið áður en hægt er að taka prófið. Það kostar $675 að taka step 1 og step 2 ($ 1350 samtals). Enskuprófið er yfirleitt tekið með step 2. Almennt má segja að step 1 sé úr fyrstu 3 árunum í læknadeild og step 2 úr seinni 3 árunum. Step 1 hefur þó fengið á sig á meiri klínískan blæ á undanförnum árum og hefur það því reynst flestum vel að taka step 1 eftir að nokkurri klínískri reynslu hefur verið aflað, t.d. eftir fjórða eða fimmta ár. Gott er að gera ráð fyrir a.m.k. 3ja til 4ja vikna lestri fyrír step 1 og greinarhöfundur mælir með því að kaupa sem fyrst bókina “First aid for the USMLE step 1" sem fáanleg er í Bóksölu Stúdenta. Þessi bók er skrifuð af læknanemum og eru í henni góðar samantektir úr helstu próffögunum og einnig einkunnagjöf fyrir þann fjölda bóka sem gefnar eru út til undirbúnings fyrir prófið. Ekki er nauðsynlegt að viðhafa svo mikinn undirbúning fyrir step 2 en gott er að rifja upp hluti úr fögum sem hvað mest hefur snjóað yfir í gegnum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.