Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2004, Qupperneq 60

Læknaneminn - 01.04.2004, Qupperneq 60
SÉRNÁM í USA, árin. Enskuprófið er frekar létt og þarfnast ekki undirbúnings. Step 1 og step 2 renna út eftir 7 ár en enskuprófið rennur út eftir 2 ár, þannig að ef lengri tími líður frá því að prófið er tekið þar til farið er utan þarf að þreyta prófið á nýjan leik. Clinical Skill Assessment prófið kemur til með að breytast lítillega í júní 2004 og verður þá leyst af hólmi af prófi sem kallast step 2 clinical skills (step 2 CS). Prófið samanstendur af 10 stöðluðum sjúklingum (Standard patients; SP) sem eru sérstaklega þjálfaðir til þessa verkefnis. Próftaki hefur 15 mínútur til þess að fá fram sögu og skoða sjúkling og síðan 7 mínútur til að gera stutta skýrslu um sögu, skoðun og helstu niðurstöður. Til að geta tekið prófið þarf viðkomandi að hafa náð step 1, step 2 og enskuprófinu. Prófið er hægt að taka allt árið um kring og er einkunn gefin sem staðið/fallið. Hægt verður að taka þetta próf í Atlanta, Chicago, Houston, Los Angeles og Philadelphia. Pað kostar $1200 að taka step 2 CS. Stöður í sérnámi í Bandaríkjunum hefjast venjulega um mánaðarmótin júní/júlí, Til að geta sótt um stöðu er nauðsynlegt að hafa náð step 1 og að vera búinn að taka step 2 og enskuprófið. Síðasta tækifæri til að taka step 1 er því í júní ári áður en haldið er í sérnám og step 2 er í síðasta lagi hægt að taka í lok ágúst. Það er því nauðsynlegt að hafa tímann fyrir sér. Gott er að skrifa til þeirra staða sem áhugi er fyrir í júlí ári áður en áætlað er að halda utan og biðja um upplýsingabækling og umsóknareyðublöð. Þessar upplýsingar er í æ auknum mæli hægt að nálgast á netinu og eru sum prógrömm hætt að gefa út bæklinga og benda eingöngu á netið til upplýsingaöflunar. Listi yfir þau prógrömm sem í boði eru á að vera til á Bókasafni Landspítalans (Graduate Medical Education Directory) en einnig er hægt að nálgast þessar upplýsingar á netinu (FREIDA-online, sjá aftar). Einnig eru gefnir út ítarlegri listar innan hverrar sérgreinar fyrir sig. Umsóknarfrestur rennur yfirleitt út í lok október en það er þó misjafnt eftir sérgreinum. Með umsókninni þarf að fylgja Curriculum Vitae, 3 meðmælabréf, Dean's letter (undirritað af forseta læknadeildar) og personal statement. Curriculum Vitae á að vera gagnorð lýsing á því helsta sem umsækjandi hefur afrekað og er best að tína sem flest til (ekki vera hógvær, jafnvel þó hógværð sé dyggð I). Þar koma fram hlutir eins og prófgráður, einkunnir (ef góðar eru !), rannsóknarvinna, greinaskrif, félagsstörf, starfsreynsla, áunnir styrkir o.fl. í personal statement koma m.a. fram ástæður fyrir vali á sérgrein, hvað umsækjandi hafi helst unnið sér til ágætis, fjölskylduhagir, áhugamál og framtíðarplön. Góð regla er að hafa personal statement ekki lengri en eina blaðsíðu. Meðmælabréfin mega vel vera fleiri en þrjú en gott er að hafa í huga að slæmt bréf segir prógramm-stjórum mun meira en gott bréf. Það er því mikilvægt að velja vel þá sem skrifa meðmælabréfin og helst spyrja þá fyrirfram hvort þeir geti með góðri samvisku skrifað gott bréf. Dean’s letter biður maður um á Skrifstofu Læknadeildar (s. 525-4881). Þar koma fram upplýsingar um námsferil, einkunnir og stöðu í bekk í samanburði við samstúdenta. Á læknanemaárunum heyrði maður því stundum fleygt að einkunnir úr Háskóla íslands og USMLE prófunum skiptu ekki máli þegar kæmi að umsókn um sérnám. Það er reynsla undirritaðs að þetta er alrangt. Sum prógrömm setja sínar eigin lágmarkskröfur varðandi einkunn úr USMLE sem þeir telja viðunandi og ef umsækjandi hefur staðið sig vel í námi hérlendis er tekið eftir því (sérstaklega ef umsækjandi er meðal þeirra efstu í sínum bekk). Það má þó segja að mikilvægasti þáttur umsóknarinnar séu meðmælabréfin. Best er ef þau eru skrifuð af innfæddum en næst best ef þau eru skrifuð af einhverjum sem innfæddir þekkja. Ef læknanemar hafa mikinn áhuga á að fara til Bandaríkjanna í sérnám er mjög sterkur leikur að reyna að komast að í einn mánuð í s.k. “student elective" eða “externship”. Þessum tíma er varið á klínískum deildum og ef viðkomandi hefur staðið sig vel getur gott meðmælabréf frá sérfræðingi við viðkomandi sjúkrahús skipt sköpum varðandi möguleika á að komast inn í sérnám síðar, jafnvel þó að tímanum hafi verið varið á annarri deild en ætlunin er að sækja um seinna meir. Einnig er góð hugmynd að vinna 4.árs verkefnið í Bandaríkjunum ef viðkomandi hefur mikinn áhuga á að komast að þar í landi. Varðandi frekari upplýsingar um þessi mál vill höfundur mæla með bókinni “First aid for the Match" þar sem er að finna mjög greinargóðar og gagnlegar upplýsingar. Þegar kemur að því að sækja um stöður í Bandaríkjunum er notast við kerfi sem heitir ERAS (Electronic Residency Application Service). Byrjað var að nota kerfið 1995 fyrir þá sem sóttust eftir að komast í sérnám í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum. Nú er svo komið að nánast öll prógrömm nota kerfið, sem er unnið á tölvu og fara nánast öll samskipti fram á netinu. Eftir að umsækjandi hefur ákveðið hvar hann vill sækja um, merkir hann við þau prógrömm sem áhugi er fyrir ásamt því að hlaða inn nauðsynlegum gögnum, s.s. curriculum vitae, personal statement osfrv. Þessi gögn eru síðan send til viðkomandi staða. Lesendum er bent á að fara á heimasíðu ERAS þar sem eru nákvæmar lýsingar á kerfinu (http://www.aamc.org/audienceeras.htm). Tilgangur allrar þessarar fyrirhafnar sem áður er lýst er að komast að í viðtal. Ef umsækjandi ætlar að eiga einhverja von til þess að komast inn í prógramm verður hann að hafa farið í viðtal á þeim stað. Ekki er öllum umsækjendum boðið í viðtal. Það fer eftir styrk umsóknarinnar hvort umsækjandi teljist líklegur til að standast þær kröfur sem gerðar eru til hans. Viðtöl eru venjulega haldin á tímabilinu nóvember til janúar ár hvert. Þeir sem sækja um stöður í prógrömmum þar sem ríkir mikil samkeppni um stöður er ráðlegast að fara í nánast öll þau viðtöl sem þeim er boðið í (ef þau eru þá einhver I). Ef tiltölulega auðvelt er að komast í viðkomandi sérgrein er sennilega nóg að fara í 3-5 viðtöl svo tryggt sé að viðkomandi fái inngöngu. Viðtölin taka yfirleitt heilan dag og samanstendur viðtalsdagur af kynnisferðum um spítalasvæðið, spjalli við lækna í sérnámi og formlegu viðtali við sérfræðinga prógrammsins. Þessi viðtalsdagur er ekki aðeins mikilvægur til að kynna sjálfan sig heldur er hlutverk hans ekki síður að 60 -Læknaneminn 2004
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.