Læknaneminn - 01.04.2004, Side 73
Key words: Cdk-inhibitor, Roscovitine, circadian clock,
LightCycler.
Faraldsfræðileg rannsókn á vöðvaslensfári (Myasthenia gravis,
MG) á íslandi
Haraldur Ólafssonl), Finnbogi Jakobsson 1,2), Haukur Hjaltason 1,2).
1)Læknadeild Háskóla fslands, 2)Taugalækningadeild Landspítala
háskólasjúkrahúss.
Inngangur: Vöðvaslensfár er áunnin sjálfsónæmissjúkdómur
í mótum hreyfitauga og þverrákóttra vöðva, sem einkennist af
breytilegri minnkun á vöðvastyrk. Markmið rannsóknarinnar
var að kanna algengi sjúkdómsins á Islandi, og meta sjúklinga
m.t.t. einkenna, sjúkdómsgangs, greiningar og meðferðar.
Aðferðir: Upplýsinga um sjúklinga var aflað úr gögnum
taugalækningadeildar Landspítala háskólasjúkrahúss, og
haft var samband við starfandi taugalækna og yfirlækna
heilsugæslustöðva hérlendis. Regar völ var á voru sjúklingar
kallaðir inn til viðtals og staðlaðrar skoðunnar.
Niðurstöður: Alls fundust 26 sjúklingar með vöðvaslensfár,
14 konur og 12 karlar. Algengi miðað við 31. desember
2002 reyndist 9,0/100.000. Fjórtán sjúklingar (54%) voru
með útbreidd einkenni, 5 (19%) með einkenni frá augum
eingöngu, og 7 (27%) reyndust einkennalausir til margra ára
án lyfjameðferðar. Fyrstu einkenni komu eingöngu frá augum
í yfir helmingi tilfella, og 70% sjúklinga greindust innan árs
frá fyrstu einkennum. Meðalaldur við upphaf einkenna var
43 ár, 29 ár hjá konum og 59 ár hjá körlum. Mótefni gegn
acetýlkólín viðtökum höfðu fundist í blóði 85% sjúklinga. Um
35% sjúklinga voru á ónæmisbælandi meðferð, og rúm 40%
höfðu gengist undir brottnám á hóstarkirtli.
Ályktanir: Algengið 9,0/100.000 er hærra en fyrri rannsóknir
hérlendis hafa sýnt (6,4 árið 1969 og 6,8 árið 1991). Munurinn
geturskýrst af betri horfum sjúklinga, betri greiningu, og aukinni
tíðni sjúkdómsins vegna hækkaðs meðalaldurs íbúanna. Pá
er algengið 9,0/100.000 í samræmi við niðurstöður flestra
erlendra rannsókna. Nýleg sænsk rannsókn sýndi þó algengið
14,1/100.000 og vekur þá spurningu hvort sjúkdómurinn
kunni að vera vangreindur á Islandi
Áhrif kælingar á einkenni frá heila eftir hjartastopp
Steinar Björnssonl), Þorsteinn Sv. Stefánsson2), Gísli H.
Sigurðsson2), Þórður Harðarson3), Felix Valsson2)4).
1)Háskóli íslands, læknadeild, 2)Svæfing og gjörgæsla LSH
Hringbraut. 3)Lyflækningadeild, LSH, 4)aðal leiðbeinandi.
Inngangur: Hjartastopp utan spítala á Islandi eru u.þ.b. 200/
ári. Nýlegar klíniskar rannsóknir benda til þess að kæling eftir
hjartastopp sé taugaverndandi. Á LSH við Hringbraut hefur
kælingu verið beitt sem meðferð eftir hjartastopp síðan í apríl
2002. Tilgangur þessarar rannsóknar var að: 1) Meta áhrif
kælingar á afdrif sjúklinga 2) Meta árangur þess hversu
hratt og vel tókst að kæla sjúklingana.
Efniviður og aðferðir: Alls voru 21 sjúklingur kældir á
tímabilinu april til desember 2002. Þessir sjúklingar voru
bornir saman við 32 sjúklinga, sem ekki voru kældir, sem
lögðust inn eftir hjartastopp á tímabilinu janúar 2000 til apríl
2002. Upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskrám varðandi;
tímafrááfalli að endurlífgun (t-1), tíma frááfalli þar til sjálfvirkt
blóðflæði komst á (t-2), tíma frá áfalli þar til kæling er hafin
(t-3), tíma frá áfalli þar til lægsta hitastig náðist (t-4) og hversu
margir náðu kjör-hitastigi (32-34°C). Afdrif sjúklinganna var
metið eftir hvert þeir útskrifuðust. Útkoma var talin góð ef
sjúklingur útskrifaðist heim eða á endurhæfingadeild, slæm ef
sjúklingur útskrifaðist á langlegudeild eða lést.
Niðurstöður: Góð útkoma var skráð hjá 38,1% kældra
samanborið við 28,1% ekki kældra. T-1 var 3,2 mín. og 3,3
mín., t-2 var 35,4 mín. og 29,3 mín. að meðaltali hjá kældum
og ekki kældum, í þessari röð. T-3 var 2,8 klst. og t-4 var
9,8 klst. að meðaltali hjá kælda hópnum. 43% sjúklinganna í
kælda hópnum fóru ekki undir 34°C.
Umræður: Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að árangur
meðferðar meðvitundarlausra sjúklinga eftir hjartastopp er enn
ófullnægjandi, þótt kæling virðist hafa bætt þennan árangur
eitthvað. Þessi rannsókn sýnir einnig að núverandi aðferð til
kælingar er bæði of seinvirk og dugar ekki til að ná æskilegri
kælingu nema hjá hluta sjúklinganna. Líklegt er að hraðari og
dýpri kæling geti skilað bættum árangri hjá sjúklingum eftir
hjartastopp.
Lykilorð: hjartastopp, kæling, taugavernd
Tíðni ofnæmissjúkdóma hjá 15 ára gömlum börnum, framsýn
rannsókn
Yngvi Finndal Heimisson
Leiðbeinendur: Björn Árdal, Herbert Eiríksson, Ásgeir Haraldsson
Inngangur: Astmi og ofnæmi eru mikilvæg heilbrigðisvandamál
og algengi þeirra virðist fara vaxandi á Vesturlöndum. Röskun
af völdum þessara sjúkdóma er mikil fyrir fjölda barna,
aðstandendur og þjóðfélagið f heild. Þessi rannsókn er
framhald rannsóknar, sem hófst árið 1987 við fæðingu
barnanna. I byrjun var valið rannsóknarþýði og sýni tekin
úr naflastreng. Börnin voru síðan rannsökuð 18 mánaða,
4 ára og 8 ára. Tíðni ofnæmissjúkdómanna á þessum
aldursskeiðum voru rannsökuð og ýmsar ónæmisfræðilegar
athuganir gerðar og bornar saman við niðurstöður klínískra
rannsókna. Niðurstöður þessara rannsókna hafa þegar verið
birtar hérlendis og erlendis. I dag eru börnin 15 ára við
Framhald á bls. 76
73