Læknaneminn - 01.04.2004, Síða 77

Læknaneminn - 01.04.2004, Síða 77
brjóstakrabbameins gaf vísbendingu um að hormónatöku fylgi aukin brjóstakrabbameinsáhætta. Ályktanir: Hlutfall kvenna sem hafði notað hormón og tímalengd hormónanotkunar jókst á tímabilinu 1996-2001 og jókst ísamanburði við fyrra tímabil. Tegund hormónameðferðar erbreytileg eftiraldri og hærrahlutfall kvennasem tóku hormón reyktu. Gera þyrfti frekari rannsóknir á áhrifum hormónatöku á brjóstakrabbameinsáhættu hjá íslenskum konum. Lykilorð: Tíðahvarfahormón, hormónauppbótarmeðferð, tíðahvörf, estrógen, brjóstakrabbamein. Áhrif TGF-(1 á tjáningu viðloðunarsameinda og efnatogaviðtaka á óreyndum T-frumum Sólrún Melkorka Maggadóttirl, Brynja Gunnlaugsdóttir2 og Björn Rúnar Lúðvíksson 1,3 1 Læknadeild HÍ, 2rannsóknarstofa í gigtsjúkdómum, LSH, 3rannsóknarstofnun LSH ónæmisfræðideild. Inngangur: Stjórnun á íferð T-fruma í vefi er flókið samspil viðloðunarsameinda, boðefna og viðtaka þeirra. Pó vitað sé að TGF-(1 hafi áhrif á ofangreint samspil ber niðurstöðum rannsókna ekki saman um áhrif þess á viðloðun og sækni T-fruma. Því voru könnuð áhrif TGF-(1 á efnatogaviðtaka og viðloðunarsameindir á óreyndum T-frumum. Efniviður og aóferðir: CD3+/CD45RA+ (naive) T-frumur voru einangraðar úr naflastrengsblóði með neikvæðu vali (n=5). Tjáning viðloðunarsameindanna L-selectins, CLA, integrinanna (E og (7 auk efnatogaviðtakanna CXCR3 og CCR4 var metin fyrir og eftir 96 klst. anti-CD3 (10(g/ml) ræsingu (með/án TGF- (1 (1 Ong/ml)) í frumuflæðisjá. Niðurstöður: TGF-(1 jók hlutfall ræstra CD4+/(E+ og CD8+ /(E+ T-fruma, um 785 og 525%; p<0,02 en fjölgaði (E sameindum einungis á ræstum CD8+ T-frumum; p<0,05. Meirihluti óreyndra T- fruma voru (7+ (81%), en við ræsingu dró þó úrtjáningu þess (p<0,01). Þar sem (E og (7-integrin mynda starfhæfa einingu kom á óvart að mun fleiri T-frumur voru (E+ en (7+ eftir anti- CD3 ræsingu með TGF-(1. Helmingur óræstra T-fruma voru L-selectin+ og dró ræsing úr fjölda viðtakanna á yfirborði þeirra (p=0,02). Athuguð var tjáning CXCR3 (Th1 svipgerð) og CCR4 (Th2 svipgerð). TGF-(1 jók hlutfall óræstra CD8+/CCR4+ T-fruma; p<0,05. Ræsing með anti-CD3 fækkaði CD4+/CCR4+ og CD8+/CCR4+ T-frumum (p<0,05), þó hún hefði eingöngu slík áhrif á (E+/CXCR3+ og (E+/CCR4+ T-frumur (p<0,02) ef TGF-(1 var til staðar. Umræður: Niðurstöðurnar benda til að ekki fari saman aukin tjáning (E og (7 integrina fyrir tilstilli ræsingar T-fruma með anti-CD3 og TGF-(1. Ljóst er einnig að bæði CD4+og CD8+ T -frumur eru næmar fyrir áhrifum TGF-(1 á tjáningu (E, en ekki einungis CD8+ T-frumur eins og áður hefur verið talið. Ennfremur að ólík stjórnun á tjáningu CXCR3 og CCR4 ráðist af magni ræsingar og svipgerð T-fruma. Frekari rannsóknir okkar munu beinast að áhrifum TGF-(1 á efnatogavirkni og meingerð sjálfsofnæmissjúkdóma. Lykilorð: T-frumur, TGF-(1, viðloðun, efnatogaviðtakar. Áhrif fiskolfu í fæði músa á myndun interleukin- 12 í miltisfrumum Margrét Sturludóttirl, Dagbjört H. Pétursdóttir2 og ingibjörg Harðardóttir2 1 Læknadeild Háskóla íslands og 2Lífefna- og sameindalíffræðistofa, læknadeiid Háskóla Islands Inngangur: Fiskolía hefur áhrif á frumuboðamyndun og virðist stuðla að sveigingu ónæmissvars miltisfrumna í átt að Th2 svari. Interleukin (IL) -12 er bólguhvetjandi frumuboði og einn megin áhrifavaldur í sveigingu ónæmissvarsins f Th 1 svar. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna áhrif fiskolíu á myndun IL-12 í miltisfrumum músa. Efni og aðferðir: Balb/C mýs fengu fisk- eða kornolíubætt fóður í fjórar vikur. Frumur voru einangraðar úr milta og örvaðar með lípópólýsakkaríði (LPS) í 48 tíma. Átfrumur voru einangraðar og örvaðar með LPS eða interferon-gamma (IFN-()+LPS í 48 tíma. IL-12 var mælt með ensímtengdri mótefnamælingu (ELISA). Niðurstöður: Miltisfrumur úr músum sem fengu fiskolíubætt fóður mynduðu meira IL-12 eftir örvun með LPS en miltisfrumur úr músum viðmiðunarhóps sem fékk kornolíubætt fóður (P=0,0002), Átfrumur úr miltum músa sem fengu fiskolíubætt fóður mynduðu einnig meira IL-12 eftir örvun með LPS en miltisátfrumur úr viðmiðum (P=0,03). Munur á IL-12 myndun heildarmiltisfrumna úr músum á mismunandi fóðri var meiri en munur á IL-12 myndun einangraðra átfrumna úr músum á mismunandi fóðri. Þegar átfrumur úr milta voru örvaðar með IFN-_+LPS mynduðu þær mun meira IL-12 en þegar þær voru örvaðar með LPS eingöngu, en enginn munur var á IL-12 myndun frumna úr músum sem fengu fiskolíu- eða kornolíubætt fóður eftir örvun með IFN-_+LPS. Ályktanir: Fiskolía eykur myndun miltisfrumna á IL-12 sem ætti að leiða til sveigingar ónæmissvarssins í Th 1 en ekki Th2. Frumur aðrar en átfrumur (eitilfrumur og aðrar frumur) virðast auka áhrif fiskolíu á myndun IL-12. Lykilorð: Fiskolía, átfrumur, IL-12, Th1 svar 77
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.