Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga - des. 2023, Blaðsíða 3

Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga - des. 2023, Blaðsíða 3
3 Þegar lungun bregðast Eftir Helgu S. Ragnarsdóttur Einn er sá samfélagshópur sem er ekki sérlega áberandi og lætur yfirleitt ekki sjá sig mikið utandyra. Hann er skipaður þeim, sem af ýmsum ástæðum, eiga við skerta lungnastarfsemi að etja. Þeir eiga það sameiginlegt að áreynsla, kuldi, vindur og loftmengun ógnar heilsu þeirra, auk þess sem þeir geta illa treyst á getu sína til að takast á við umhverfi sem er þeim ekki vinveitt. Hindranir af ýmsum toga Þótt góðir dagar komi er ekki víst að þeir næstu verði það líka sem gerir erfitt um vik að skipuleggja viðburði, eða verkefni fram í tímann. Þegar lungnaveikir eru innan um aðra þurfa þeir að halda aftur af einkennum eins og slímmyndun, hósta og andnauð. Þegar sjúkdómurinn er kominn á það stig að notkun viðbótarsúrefnis er orðin nauðsyn, þurfa þeir að hafa með sér tæki sem segja umhverfinu skýrt að hér sé lungnasjúklingur á ferð. Tenging sjúkdómsins við reykingar gerir það að verkum að sumir álíta að þessi hópur geti sjálfum sér um kennt og vitundin um þá hugsanlegu afstöðu veitir ekki uppörvun til að fara á mannamót. Reykingar ekki eina ástæðan Það er vissulega rétt að reykingar eru afar óhollar fyrir lungu. Lungnasjúkdómar eru hins vegar af mörgun gerðum. Sumir þeirra hafa enga tengingu við reykingar, auk þess sem ýmsir hafa komist upp með að reykja langa ævi án þess að þróa með sér sjúkdóm í lungum. Það má einnig hafa það í huga að fyrir fáum áratugum var lítið vitað um skaðsemi reykinga fyrir lungu. Þegar fólk er svo byrjað að reykja kemur ávanaþátturinn til en það er vel vitað að þessi ákveðna fíkn er hreint ekki sú auðveldasta viðureignar. Hagsmunasamtök lungnasjúklinga Lungnasamtökin eru hagsmunasamtök lungnasjúklinga og annarra sem vilja hafa áhrif á þeirra aðstæður og það er ýmislegt í aðstæðum lungnasjúklinga sem vert er að reyna að hafa áhrif á. Við viljum auka með upplýsingagjöf skilning þeirra stofnana sem hafa með að gera hjálpartæki, lífeyri og ferlimál, svo eitthvað sé nefnt af því sem gæti bætt líf lungnasjúklinga og gert þá að virkari þátttakendum í samfélaginu. Það á vissulega að vera sameiginlegt markmið þeirra og okkar allra. Fullt af skemmtilegu fólki! Á mánaðarlegum félagsfundum okkar hjá Lungna- samtökunum höfum við kynnst því að í samtökunum er fullt af hressu og skemmtilegu fólki sem er ákveðið í að láta eigin erfiðleika lönd og leið og njóta lífsins eins og það kemur fyrir. Við viljum stækka þann hóp. Það gerir engum gott að sitja heima, maður er manns gaman og það er tilvalið að byrja þátttöku innan um jafningja sem hafa þekkingu á aðstæðum. Viljum ná til aðstandenda Annar er sá hópur sem við hjá Lungnasamtökunum höfum líka mikinn hug á að komast í samband við. Sjúkdómur í fjölskyldu hefur óhjákvæmilega mikil áhrif á aðstandendur sjúklings og það fólk myndum við einnig vilja styðja með öllum tiltækum ráðum. Hins vegar höfum engin ráð til að ná til fólks, hvorki sjúklinga né aðstandenda, nema að þeirra frumkvæði. Engin sjálfkrafa upplýsingagjöf um samtökin Engin stofnun lætur okkur vita þegar einhver greinist með lungnasjúkdóm. Þess vegna fer því fjarri að allir lungnasjúklingar viti af samtökunum. Nýgreindir fá enga sjálfkrafa vitneskju um tilvist okkar en að okkar mati er hlutverk samtakanna einna brýnast fyrir nýgreinda. Upplýsingar, umræða og uppörvun er nauðsyn á því stigi

x

Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga
https://timarit.is/publication/1564

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.