Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga - des. 2023, Blaðsíða 16

Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga - des. 2023, Blaðsíða 16
16 Hvað er lungnatrefjun? Eftir Gunnar Guðmundsson, sérfræðing í lungnalækningum Lungnatrefjun er læknisfræðilegt heiti á bandvef sem myndast í lungunum. Með orðinu trefjar er átt við bandvef. Þannig stífna lungun þegar það kemur bandvefur í þau. Lungnatrefjun á sér stað í mörgum gerðum af millivefslungnasjúkdómum. Millivefur er svæðið á milli lungnablaðranna í lungunum. Undir venjulegum kringumstæðum eru lungnablöðrurnar þétt upp við hver aðra og háræðar á milli og enginn annar vefur, en þar eru stöku frumur ónæmiskerfisins. Súrefni kemur úr andrúmslofti niður loftvegina og fer alla leiðina í lungnablöðrurnar og kemst svo yfir í háræðarnar og koltvísýringur kemur úr háræðunum og fer út í andrúmsloftið gegnum loftvegina. Þannig eru stöðug loftskipti í lungunum. Í lungnatrefjun kemur bandvefur og bólga í millivefinn. Við það verður erfiðara fyrir súrefnið að komast milli lungnablöðru og háræðar og þetta leiðir til mæði, sérstaklega við áreynslu. Einnig fylgir þurr hósti og það getur verið þyngdartap. Það fylgir einnig þreyta og lögun á tám og fingrum getur breyst og það er stundum kallað kylfufingur- eða tær. Þannig eru algengustu einkenni lungnatrefjunar mæði, hröð og grunn öndun, hósti sem batnar ekki og kylfufingur, ásamt þreytu og þyngdartapi. Orsakir Lungnatrefjun kemur fyrir í mörgum millivefslungnasjúkdómum. Áætlað hefur verið að allt að 200 mismunandi sjúkdómar geti valdið millivefslungnasjúkdómum. Lungnatrefjun getur verið stöðug, batnar stundum en getur í mörgum tilfellum versnað með tímanum. Engar góðar aðferðir eru til í dag til þess að spá fyrir um það hvernig þróun hjá einstaklingum með sjúkdóminn verður. Meðal sjúkdóma sem geta leitt til lungnatrefjunar eru iktsýki, herslismein og sarklíki. Einnig heilkenni Sjögrens og ofurnæmislungnabólgur sem eru viðbrögð við innönduðum efnum eins og ryki. Ein algengasta tegund lungnatrefjunar er svokölluð sjálfvakin lungnatrefjun sem að heitir á ensku Idiopathic Pulmonary Fibrosis með skammstöfun IPF. Greining sjúkdómsins Það er ekkert eitt próf sem greinir lungnatrefjun en vandleg sögutaka, læknisskoðun og viðbótarpróf hjálpa til við greiningu. Þannig er mikilvægt fyrir lækni að fá ítarlegar upplýsingar um sögu um reykingar og atvinnu, sérstaklega asbest útsetningu og einnig útsetningu fyrir ryki. Stundum eru sjúklingar með lungnatrefjun greindir með aðra sjúkdóma í upphafi eins og hjartabilun, eða langvinna lungnateppu en síðan verður betur ljóst hvað er að. Þannig hafa sumir verið mikið rannsakaðir þegar að greining fæst. Próf sem eru notuð eru meðal annars röntgenmyndir af lungum en tölvusneiðmyndir af lungum segja meira um ástand lungnanna. Stundum er tekið sýni úr slagæð til þess að mæla hlutþrýsting súrefnis og koltvísýrings. Algengt er að fá fráblásturspróf og stundum er gert áreynslupróf. Berkjuspeglun er gerð og tekin sýni af lungnaskolvökva og jafnvel sýni úr lungunum sjálfum. Í sumum tilfellum þarf að gera sýnatöku frá lungum. Niðurstöður allra þessara prófa og skoðana eru ræddar á þverfaglegum fundi og þannig komist að niðurstöðu með sjúkdómsgreiningu. Áhrif á daglegt líf Sjúkdómar sem valda lungnatrefjun hafa áhrif á daglegt líf. Úthald verður minna, það verður erfiðara að framkvæma daglega hluti eins og að ganga, fara upp tröppur og fara í verslanir. Stundum verður viðkomandi mjög móður og þarf að stoppa og hvíla sig. Oft hættir fólk að gera það

x

Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga
https://timarit.is/publication/1564

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.