Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga - des. 2023, Blaðsíða 23
23
Þessar þrjár spurningar (AskMe3) voru settar fram
af sérfræðingum á sviði heilsulæsis (IHI stofnunin í
Bandaríkjunum) og er ætlað að hjálpa sjúklingum við að
vera virkari þátttakendur í eigin meðferð. Einnig er þeim
ætlað að bæta samskipti milli sjúklinga, aðstandenda og
heilbrigðisstarfsfólks.
Allir sjúklingar og aðstandendur ættu einnig að kynna
sér Sjúklingaráðin 10 fyrir komu á spítala og meðan á
spítaladvöl stendur. Þar eru sjúklingar hvattir til virkrar
þátttöku og bent á 10 atriði sem gefa þarf sérstakan gaum
og varða öryggi þeirra.
Fræðsluefni á vef Landspítala
fyrir lungnasjúklinga
Á vef Landspítala er að finna fjölbreytt fræðsluefni
sem ætlað er sjúklingum spítalans og aðstandendum
þeirra. Dæmi um efni fyrir lungnasjúklinga sem er
aðgengilegt á vefsíðunni landspitali.is:
f Langvinn lungnateppa (LLT) - Upplýsingar fyrir
sjúklinga og aðstandendur
f Langvinn lungnateppa – Ráðleggingar um næringu
f Öndunarmælingar
f Kæfisvefn
f Súrefnismeðferð í heimahúsi (kemur út í desember)
Framtíðin
Framtíðarmarkmið Miðstöðvar sjúklingafræðslu er að
auka samskipti við sjúklinga varðandi gerð fræðsluefnis.
Við tökum gjarnan við ábendingum frá sjúklingum
og aðstandendum um þörf á fræðsluefni og vonumst
til þess að í framtíðinni getum við átt meira samstarf
við sjúklingasamtök eins og Lungnasamtökin um gerð
fræðsluefnis sem tekur mið af þeirra þörfum og uppfyllir
kröfur um efni sem er þannig úr garði gert að sjúklingar
geti notað það til að efla heilsu sína.
Nóvember 2023, Ritstjórn sjúklingafræðslu á Landspítala
sjuklingafraedsla@landspitali.is
SJÚKLINGARÁÐIN 10 - Undirbúðu þig áður en þú ferð til læknis
1. Spurðu
Spurðu ef eitthvað er óljóst, eða veldur þér
áhyggjum. Spurðu aftur ef þú skilur ekki.
2. Segðu frá
Láttu vita um ofnæmi fyrir lyfjum, mat eða
öðru, um lyfin sem þú tekur, vítamín, náttúrulyf,
sérstakt mataræði, eða ef þú ert barnshafandi.
Heilbrigðisstarfsfólk þarf nákvæmar upplýsingar
sem getur þurft að ítreka til öryggis.
3. Láttu vita ef þú finnur til
Segðu frá óvenjulegri líðan og einkennum
þótt tengsl við veikindin virðist óljós.
4. Tryggðu rétt nafn og kennitölu
Vertu viss um að nafn þitt og kennitala sé rétt hjá
stafsfólki áður en kemur að rannsókn, meðferð,
eða lyfjagjöf.
5. Fáðu upplýsingar um meðferðina
Ræddu við heilbrigðisstarfsfólkið um meðferð og
rannsóknir til þess að skilja sem best tilgang þeirra.
6. Hafðu nákomna með í viðtöl
Gott er að hafa einhvern nákominn með
í viðtölum því að það getur dregið úr hættu
á misskilningi og gagnast við að rifja upp hvað
kom fram í þeim.
7. Tilgreindu nákominn sem má fá upplýsingar
Heilbrigðisstarfsfólki er skylt að virða trúnað en
má gefa þeim, sem þú eða forráðamaður þinn
tilgreinir, upplýsingar um líðan þína, eða meðferð.
8. Spurðu um framhald meðferðar
Fáðu að vita um framhald meðferðar fyrir útskrift,
eða í lok göngudeildarheimsóknar, hvar hún sé
veitt, af hverjum og hvað þú þurfir að gera vegna
hennar.
9. Þekktu lyfin þín
Mikilvægt er að vita hvernig lyfin virka, hversu
lengi á að taka þau, um breytingar á lyfjainntöku
og áhrif af mat og drykk. Farðu yfir lyfjakortið
með útskriftarlækninum.
10. Skrifaðu minnispunkta
Skráðu reynslu þína í dagbók, líðan og helstu
atriði um meðferðina. Undirbúðu þig fyrir viðtöl
og skrifaðu niður spurningar sem þú
vilt fá svarað.
❦