Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2023, Side 4

Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2023, Side 4
4 | | 21. desember 2023 Jólatónleikar sem varpa ljósi út í myrkrið á aðventu Jólatónleikar Kórs Landakirkju eru eitt af ljósum aðventunnar í Vestmannaeyjum. Kveikja jólastemningu eins og best hún getur orðið. Efnisskráin þekkt jólalög og minna þekkt, erlend og innlend og flutningur sem hrærir hjörtun. Dásamleg hvíld frá glamri útvarpsstöðva þar sem allt rennur saman í einn gjallanda. Þannig var tilfinningin þegar Kórinn hóf upp raust sína undir öruggri stjórn Kittyar Kovacs stjórnanda og undirleikara. Tónleikarnir voru á miðvikudagskvöldið í síðustu viku og fylltu gestir hvert sæti í Safnaðarheimilinu þar sem fyrri hlutinn fór fram. Tónninn var sleginn strax í fyrsta laginu, Have Yourself a Merry Little Christmas sem allir þekkja. Þá komu minna þekkt lög en höfðu það sér til ágætis að höfundar laga og útsetjarar, breskir reyndar eru sérstakir Eyjavinir. Það fullyrti bráskemmtilegur kynnir, Ragnar Óskarsson sem fór á kostum. Kitty sýndi hvers hún er megnug sem einleikari þegar húr rúllaði upp einum af píanókonsertum Rachmaninoffs af mikilli snilld. Frábær listamaður sem lyftir tón- listarlífi Vestmannaeyja á hærra stig. Seinni hluti tónleikanna í kirkj- unni er alltaf mjög hátíðlegur og nær hámarki í lokin þegar Heims um ból er sungið við kertaljós. Dásamlegur endir og viðbrögð gesta sýndu að þeir kunnu vel að meta það sem fram var borið. Það voru laun listafólksins fyrir þá miklu vinnu sem liggur að baki tónleikunum. Lionsklúbbur Vestmannaeyja í samstarfi við HS Veitur hefur valið jólahúsið 2023. Þetta er tuttugusta og fjórða árið sem jólahúsið er valið. Í ár voru á þriðja tug húseigna tilnefndar og fyrir valinu varð hús Ágústs V. Steinssonar og Örnu Ágústsdóttur að Búhamri 12. Bjarni Guðjón Samúelsson frá Lionsklúbb Vestmannaeyja afhenti hjónunum veglega jólaskreytingu frá klúbbfélögum og óskaði þeim til hamingju með tilnefninguna. Sigmar Georgs- son afhenti þeim áritaðan skjöld og inneignarbréf upp í komandi orkureikning frá HS veitum. Lionsklúbburinn og HS veitur óska bæjarbúum Gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Myndir Óskar Pétur. Ágúst og Arna eiga jólahúsið í ár Kór Landakirkju, myndin er tekin að loknum jólatónleikum 13. desember sl.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.