Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2023, Side 22

Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2023, Side 22
22 | | 21. desember 2023 „Hugur minn dvelur hjá þér-Heimaey 1973 var heitið á sýningunni sem ég var beðin um að vera með á Menningarnótt í sumar í Grafíksalnum í Hafnar- húsinu í Reykjavík. Þar sýndi ég verk sem tengjast eldgosinu á Heimaey og þeim áhrifum sem gosið hafði á samfélagið með tilliti til náttúrunnar og mann- félagsins. Á sýningunni var ég með grafíkverk og innsetningar í bland við ýmiskonar aðferðir og náttúrustemmingar sem ég hef verið að nota í listsköpun minni til þessa dags,“ segir Gíslína Dögg Bjarkadóttir myndlistarkona. Sýning hennar vakti mikla athygli enda nálgun hennar sérstök þar sem hver innsetning segir meira en 1000 orð. „Að hluta til undirbjó ég þessa sýningu í Noregi, þar sem ég var í listamannadvöl í mánuð í upphafi sumars. Ég tilheyri listahópnum Ecophilosophicdialogues, sem samanstendur af sex listakonum, þremur norskum og þremur frá Íslandi. Afrakstur af vinnunni í Noregi mátti einnig sjá á Slippn- um um goslok og hluti af þeirri sýningu var einnig á þessari sýningu á Menningarnótt. En við bættust við fjórar seríur sem sam- anstóðu af nokkrum myndum sem unnar voru í grafík og ljósmyndir. En lykilverkin voru fjórar innsetn- ingar, þar sem ég reyndi að fanga andrúmsloftið í og eftir gosið,“ segir Gíslína og það tókst. Ótrúlegar sögur „Það má segja að ég hafi verið nokkurs konar áhorfandi eða öllu heldur hlustandi á minni eigin sýningu sem ég hef ekki áður upplifað. Það var svo magnað að hlusta á fólkið sem kom á sýninguna sem hafði svo ótrúlegar sögur að segja, sögur sem ég hafði aldrei heyrt áður. Það var mjög vel mætt á sýninguna þessa helgi og gaman að sjá hvað margir Vestmannaeyingar komu, bæði brottfluttir og þeir sem búa í Eyjum. Ég fann það að fólk vildi segja mér frá sinni upplifun og reynslu frá þessum tíma. Tvær af innsetningunum og ein sería af grafíkverkum voru svo sett upp í Eldheimum fyrir Safnahelgina hér í Eyjum í byrjun nóvember og hafa síðan verið áfram í Eldheim- um.“ Og Gíslína situr ekki auðum höndum. „Framundan hjá mér er afhending á 70 myndum til Grafíkvina, en ég var valin graf- íklistamaður hjá Íslenskri grafík árið 2024. Svo mun ég fylgja eftir sýningunni Solander 250 - bréf frá Íslandi, en þá sýningu keypti listasafnið Piteå í október. Sú sýning mun opna í júní á næsta ári og ferðast eitthvað um Svíþjóð. Við sem erum í Ecophilosophicdi- alogues höldum áfram okkar samstarfi og við munum vinna saman í Svíþjóð næsta haust og við munum svo sýna saman á Íslandi á nokkrum stöðum á nýju ári,“ segir Gíslína sem komin í í fremstu röð listamanna á Íslandi. Gíslína við nokkur verk sinna á sýningu í Eldheimum Á veggjum eru grafíkverk Gíslínu Daggar. Hjólbörur Af um 1.350 húsum sem voru í Eyjum fyrir gos fóru 417 undir hraun. Matskeiðar eru til á hverju heimili. Skeiðarnar eru táknrænar fyrir mokstur og uppbyggingu eftir gos þegar Eyjamenn mokuðu Heimaey upp að gosi loknu, ekki ósvipað og fornleifafræðingar. Kleinur - 850 börn frá Vestmannaeyjum á aldrinum 8 – 15 ára fóru til Noregs sumarið 1973 í boði Rauða krossins. Mörg þeirra sem fóru til Noregs minnast þessa tíma með hlýju og gleði, en önnur muna eftir heimþrá, ótta og óvissu. Fátt er íslenskara en kleinur, þær eru líka þekktar í Noregi, en þá frekar til hátíðarbrigða í kringum jól. „24. janúar 1973“ Kaffiboð sem bíður. Gíslína Dögg grafíklistamaður hjá Íslenskri grafík árið 2024: Þegar verk segja meira en 1000 orð

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.