Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2023, Side 24

Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2023, Side 24
24 | | 21. desember 2023 „Þetta er söguleg stund. Ísfélag, elsta starfandi hlutafélag landsins, sem stofnað var þann 1. desember 1901, leggur nú síungt upp í nýtt ferðlag,“ sagði Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Ísfélags í ávarpi sínu. „Bjöllunni hefur verið hringt og viðskipti eru hafin með hlutabréf Ísfélags í Nasdaq kauphöllinni.” Gunnlaugur Sævar sagði það hafa verið mikil tímamót í sögu Ísfélagsins fyrir rúmum 30 árum þegar Sigurður Einarsson út- gerðarmaður tók forystu í félaginu eftir að hafa sameinast því með því að leggja fjölskyldufyrirtækið Hraðfrystistöð Vestmannaeyja við Ísfélagið. „Sigurður lést langt um aldur fram en hafði lagt afdrifarík- ar línur um framtíð félagsins og hvernig rekstri þess skyldi háttað. Minning hans mun lengi lifa. Fjölskyldan hefur síðan farsæl- lega leitt félagið sem orðið er eitt glæsilegasta og öflugasta félag landsins. Hin frábæra niðurstaða hlutafjárútboðs Ísfélags bar mörgu vitni. Hún sýnir auðvitað og vottar glæsileika félagsins og trú fjár- festa á framtíðinni. Hún staðfestir trú fjárfesta á kjölfestufjárfestum félagsins, stjórnendum þess og starfsmönnum.“ Styrkar stoðir Gunnlaugur Sævar sagði fram- leiðslutæki Ísfélags í skipum, fiskvinnslum og verksmiðjum að stærstum hluta til tiltölulega ný- leg, af bestu gerð og af heppilegri stærð og staðsetningar einstakar. „Þeir sem farið hafa með stjórn félagsins og eigendur þess hafa yfirburðaþekkingu á rekstri sjávarútvegsfyrirtækja. Þeir eru reynslumiklir og vel þekktir fyrir heiðarleika og vel unnin störf. Þar er valinn maður í hverju rúmi. Skýrt dæmi og nýlegt um hæfi eigenda Ísfélags og stjórnenda þess er nokkurra mánaða gamall samruni Ramma og Ísfélags Vestmannaeyja. Það voru ekki margir sem höfðu trú á að það tækist að koma félaginu á markað á þessu ári. En félögin smullu saman á augabragði. Ekki hefur eitt einasta smámál komið upp sem ágreiningur hefur verið um. Engar vöbblur á mönnum. Verkin eru unnin fumlaust og af öryggi,“ sagði Gunnlaugur Sævar sem næst kom að skráningu félagsins. Orðið almannaeign „Í einni svipan eru hlutahafar Ísfé- lags orðnir hátt í sjö þúsund auk tugþúsunda félaga lífeyrissjóða sem eiga drjúgan hlut í félaginu. Þrjú umsvifamikil sjávarútvegs- fyrirtæki eru nú í Kauphöllinni. Með þessari þróun má segja að sjávarútvegurinn sé orðinn al- mannaeign þó fyrirtækin séu leidd af öflugum aðilum með bestu fá- anlegu þekkingu og reynslu á slík- um rekstri hér á landi. Þetta sýnir einnig að þrátt fyrir andróður og á stundum óvægna og rangláta umfjöllun eru Íslendingar stoltir af sínum sjávarútvegi og fullir tiltrúar á framtíð hans. Þeir vilja gjarnan vera þátttakendur.“ Gunnlaugur sagði að fyrir hann persónulega væri þetta stór stund eftir 33 ár í stjórn Ísfélags og sem stjórnarformaður í 23 ár. Hann var ennfremur um árabil í stjórn, og um tíma, stjórnarformaður Ramma. „Félögin eru mér því afar kær og allir aðstandendur þeirra einnig en ég hef átt vináttu þessa fólks í áratugi. Traustir og trúverðugir „Ekki verður við málið skilið án þess að þakka þeim sem að því komu, starfsmönnum og sér- fræðingum.“ Gunnlaugur Sævar sagði að fjárfestar sem sóttu kynn- ingarfundi í aðdraganda útboðs hefðu haft orð á því hversu traust- ir og trúverðugir í allri framgöngu þeir voru, Stefán Friðriksson og Unnar Már. „Leyfi ég mér fyrir hönd stjórnar að færa þeim sérstakar þakkir fyrir þeirra dýrmæta framlag svo og öðrum starfsmönnum sem að komu. Ekki síst ber að þakka framgöngu bankamanna. Í forystu fór teymi Arion banka en ennfremur komu Íslandsbanki og Landsbankinn að málum. Allt einstakt fagfólk. Mér þótti vænt um orð Hreiðars Más forstöðumanns fyrirtækja- ráðgjafar Arion banka í ávarpi hans við lok útboðsins. En hann fór fyrir bankamönnum í ferlinu. Hann sagði að þeir væru vitaskuld stoltir yfir því að hafa verið valdir til verksins og ábyrgðar- tilfinningin hafi verið mikil. - Við lögðum allt okkar í verkið. Við gátum ekki annað. Við vorum valin af þessu góða fólki sem fól okkur umsjón ævistarfs síns,“ sagði Hreiðar Már. Því mikla trausti stóðuð þið undir Hreiðar Már og félagar. Til hamingju með stórkostlegan dag allir viðstaddir.“ Ísfélag verður til Á hluthafafundi Ísfélags Vestmannaeyja hf. 15. júní sl. samþykktu hluthafar að sam- einast Ramma hf. Ísfélagið er yfirtökufélagið og munu hluthafar Ramma fá hlutabréf í Ísfélaginu. Félagið mun bera nafnið Ísfélag hf. enda er nú starfsemi félagsins á fjórum stöðum um landið; í Eyjum, á Þórshöfn, á Siglufirði og í Þorlákshöfn. Um fjörutíu manns, hluthafar og starfs- menn, sóttu fundinn. Í heildina starfa nú rúmlega 400 starfsmenn hjá sameinuðu félagi, við útgerðina bætast fjögur skip, ásamt rækju- vinnslu á Siglufirði og fisk- vinnslu í Þorlákshöfn. Bæði félögin hafa verið öflug og sterk á sínu sviði, annarsvegar í uppsjávarveiðum og hins vegar í bolfiskveiðum og gefur þetta aukin tækifæri til vaxtar og rennir styrkari stoðum undir rekstur beggja félaga. Traust á eigendum, stjórnendum og starfsfólki Guðbjörg fékk aðstoð barnabarna þegar hún hringdi Ísfélagið inn í Kauphöll. Magnús Harðarson, Ólafur Marteinsson, Stefán Friðriksson, forstjóri Ísfélags, Guðbjörg Matthíasdóttir, og Gunnlaugur Sævar við bjölluna góðu. ÓMAR GARÐARSSON omar@eyjafrett ir. is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.