Úrval - 01.07.1965, Síða 10
Að fara með gát að öllu, er oft betra en liróp og læti.
SJÖTTI
DEMANTURINN
Eftir Noru Piper.
„ÉG * demantadeildina“
jrefA7njB| sagði ég og tók and-
köi' af undrun. Ég var
aðeins 17 ára, nýkom-
MwmMWS jn llr menntaskóla og
hafði fengið starf til bráðabirgða
sem sölustúlka meðan á jólaösinni
stóð hjá Richardsons Ltd., en það
var þekktasta gimsteinaverzlun
borgarinnar.
En McPherson verzlunarstjóra
var alvara. „Þér liafið unnið mjög
vel hér á neðsta gólfi,“ sagði hann.
Þannig var hann vanur að taka til
orða um verzlunardeildina i kjallar-
anum; þar voru seldir óekta dem-
antar og gullhúðuð armbönd handa
hinum fátækari viðskiptavinum.
„Þeir þurfa á yðar líka að halda
í demantadeildinni. Gefið yður
fram þar í fyrramálið,“ bætti nú
verzlunarstjórinn við.
Mamma stundi af skelfingu, þegar
ég sagði fréttirnar heima um kvöld-
ið. „Demantar. Guð hjálpi þér. Jæja,
Þeir eru samt betri en postulin.
Þeir eru þó að minnsta kosti ekki
brothættir." Ég var klaufsk í hönd-
unum, mömmu til sárrar örvænt-
ingar, og hún leyfði mér aldrei
að leggja á borð nema undir sínu
eftirliti. Diskar höfðu sem sé þann
leiða vana að smjúga niður á milli
fingranna á mér. „Vertu nú gætin,
elskan“ sagði hún og bauð mér
góða nótt með kossi.
Þetta starf hafði mjög mikla þýð-
ingu fyrir okkur báðar. Mamma var
ekkja og við höfum varla nóg til
að lifa af á þessum hræðilegu
kreppuárum. Að loknu prófi eyddi
ég sumrinu og haustinu í það að
ganga í búðir og skrifstofur í at-
vinnuleit en alls staðar varð fjöldi
af betur þjálfuðu fólki fyrri til en
ég. Að lokum fékk ég þetta bráða-
birgðastarf hjá Richardson, en lík-
lega hefur það verið sætþláa klæðn-
aðinum minum að þakka. Mamma
flýtti sér að sauma hann áður en
ég kynnti mig þar.
Ég lærði fljótt að kalla þessa
deild neðsta gólf og þar fann ég
köllun mína. Hér gerði ekkert til,
8
Readers Digest