Úrval - 01.07.1965, Síða 11
SJÖTTI DEMANTURINN
9
þótt ég væri klaufsk í höndunum
og slæm í stafsetningu. Raunin varð
sú, að ég gat selt — með því að
hlusta á fólkið og finna út, hvers
það óskaði. Eftir fyrstu vikuna
hrósaði deildarstjórinn mér, en
eftir aðra vikuna kvaddi hún mig,
og sagði svo: „Þetta er sómi fyrir
þig. Venjulega látum við fasta
starfsliðið vera uppi en höfum
aukafólkið hér. En hr. McPerson
þarf á stúlku að halda til ýmissa
snúninga, duglegri, myndarlegri og
sem sýnir röggsemi í hvívetna.
Demantadeildin var aðalhluti
verzlunarinnar og þar fpngust bæði
einstakir mjög dýrmætir steinar
og skartgripir með gimsteinum i.
Verzlunin var alveg meðfram ann-
arri hliðinni á aðalhæð hússins og
við annan enda þess var geysistór
sýningagluggi. Næst glugganum
voru afgreiðsluborð og sýninga-
kassar, síðan tvö lítil herbergi,
þar sem hægt var að skoða dem-
anta í einrúmi. Þar næst komu svo
vinnustofur og að síðustu einka-
skrifstofa J.G. Richardsons sjálfs
og var hún klædd að innan með
mahóníklæðningu.
Starf mitt var í því fólgið að
hreinsa burtu ryk og koma vörun-
um fyrir, hjálpa til i vinnustofu
og umfram allt að sendast ýmissa
erinda í búðinni. Ég átti að vera i
vinnustofunni ásamt grannvaxinni
fölleitri stúlku, sem hét Mildred,
og skyldum við fylgjast vel með
hringingum í bjöllunum. Skipun
gat komið hvenær sem var, frá
forstjóranum um að fara upp til
leturgrafarannna á miðhæð, einn-
ig gat komið skipun frá McCallum
deildarstjóra um að fara með skart-
gripi í póstkröfu, eða þá frá frk.
Allan, aðstoðarstúlku hans, um að
sækja hringaöskju út í glugga, svo
að viðskiptavinir gætu athugað þá
i sýningaklefanum.
Þeir, sem vildu máta í klefunum
höfðu forgangsrétt og það varð að
sinna þeim strax. Þegar einhver
í afgreiðslunni var kominn inn i
klefa ásamt viðskiptavini, sem var
að skoða einhvern gimsteininn, þá
lá bann við því að yfirgefa klefann
og sækja annan hlut til að sýna.
Viðskiptavinurinn komst ekki hjá
að verða var við, að honum væri
veitt óskipt athygli. Þetta var vit-
anlega í varúðarskyni gert, svo að
ekki væri hægt að láta skartgripi í
vasa sína og stinga þannig af með
þá.
Ég var gagntekin af starfinu. Ég
elskaði fegurðina i þessari stóru,
glitrandi sölubúð og mér þótti vænt
um stundirnar snemma á morgn-
ana, þegar við tæmdum sýniöskj-
urnar, burstuðum flauelsfóðrið i
þeim og fægðum demantana. Stund-
um útskýrði hr. McCallum dá-
semdir stjörnu-safírs eða þá að
hann sýndi okkur mun ýmissa gim-
steinategunda.
Nú leið óðum nær jólum, og
hraði, æsingur og spenna jókst með
hverjum degi. Ég kveið þvi einu
að i janúar yrði ekki lengur þörf
l'yrir mig í þessu horni himnaríkis
og að ég mundi jmrfa að hefja hina
óskemmtilegu atvinnuleit á nýjan
leik. Þá gerðist það likt og krafta-
verk, að ég heyrði af tilviljun nokk-
ur orð, sem urðu til þess að mér
fannst að til slíks mundi þó ekki