Úrval - 01.07.1965, Side 16
14
ÚRVAL
lítillega, t.d. um 10 gráður eða
jafnvel meira, er samt engin ástæða
til hræðslu, nema önnur sjúkdóms-
einkenni séu einnig fyrir hendi.
En samt ættu menn að gera sér
grein fyrir þessari tilhneigingu til
hækkaðs blóðþrýstings og gera til-
raun til þess að temja sér heil-
brigt og skynsamlegt mataræði,
hreyfingu og hvíld.
STJÓRN Á FELLIBYLJUM?
Bandaríska veðurstofan skýrir frá góðum árangri sínum af tilraunum
til Þess að draga úr ofsakrafti fellibylja. Veðurfræðingarnir hafa skýrt
frá þvi, að vindhraði fellibylsins Beulah, sem var á ferðinni í ágúst-
mánuði 1964, hafi minnkað um 30%, eftir að yfir hann hafði verið dreift
„kemiskum" efnum, enn fremur hafi innsta „kjarnaauga" fellibylsins
(„vindiskrúfan") vikkað og þannig hafi þrýstingurinn í miðju hans
dreifzt. Hvernig mátti slíkt verða? Jú, Þessi „kemisku" efni breyta
vatnsdropum i skýjunum í ískristalla, og þannig leysist hiti úr læðingi,
sem dregur úr vindofsanum. Science Digest
JARÐSKJÁLFTI EÐA NEDANJARÐARKJARNASPRENGING ?
Hvernig getur jarðskjálftamælir greint á milli jarðskjálfta og neðan-
jarðarkjarnasprengingar ? Vísindamenn við Lamont-jarðfræðirannsókna-
stofnun Columbiaháskólans munu bráðlega gera slíkar tilraunir. Munu
þeir sökkva jarðskjálftamælum niður á botn Kyrrahafsins. Munu mæl-
arnir verða tengdir við stöð í landi með yfir 100 mílna löngum streng.
Á þessum mælum ættu alls ekki að koma fram hræringar, sem jarð-
skjálftamælarnir á þurru landi greina, og þannig ætti að vera hægt að
finna mælanlegan mun. Science Digest
NÝJUNG Á SVIÐI KJARNORKUNÝTINGAR
Bandaríska kjarnorku-prófunarstöðin nálægt Idaho Falls í Idahofylki
er nú tekin til starfa, og gefur hún góðar vonir um að brátt renni upp
nýtt tímabil á sviði kjarnorkunýtingar. Kjarnorkueldsneytið framleiðir
hita, sem myndar siðan rafmagn og framleiðir um leið nýtt eldsneyti
með svokallaðri „transmutation“-aðferð innan kjarnorkuofnsins. Sagt
er, að þessi nýja aðferð sé mjög þýðingarmikil, hvað snertir eldsneyti
og rekstrarkostnað.
Science Digest
Öll veröldin tilheyrir hinum eldheita áhugamanni, sem hefur fulla
stjórn á sér. J. B. Walker
Guð veitir þeim einum frelsi, sem elska það og eru alltaf reiðubúnir
að gæta Þess og verja það. Daniel Webster