Úrval - 01.07.1965, Qupperneq 19
T)E GAVLLE
17
ins í Downing Street 10. Það varð
a'ð samkomulagi þeirra í milli, að
jafnslcjótt og Pétain bæði um
vopnahlé, skyldi de Gaulle koma
til London og freista þess að halda
baráttunni áfram þaðan. Pétain fór
fram á vopnahlé síðdegis liinn 17.
júni. Daginn eftir, 18. júní, hélt
de Gaulle hina frægu útvarpsræðu
sina, sem fáir hlustuðu þó á. Síðan
hélt hann fleiri útvarpsræður, þar
sem hann réðist opinskátt á sína
eigin ríkisstjórn og skipaði sér þar
með á bekk með landráðamönnum.
Hann var dæmdur til dauða in ab-
sentia af frönskum herdómstóli.
Barátta de Gaulles gekk ekki vel
i fyrstu. Engir franskir hershöfð-
ingjar eða embættismenn, sem
staddir voru í London, gengu í
lið með honum, og einungis 7000
menn létu skrá sig í her hans fyrstu
mánuðina. Að vísu snerist franska
Mið-Afríka á sveif með de Gaulle
um haustið, en liins vegar mistókst
herförin gegn Dakar, sem de Gaulle
hugðist ná á vald sitt með aðstoð
Breta.
Árið 1942 náðu hersveitir Breta
og Frjálsra Frakka Sýrlandi frá
Vichystjórninni. En eftir uppgjöf
Vichyhermannanna gengu mjög fá-
ir í lið de Gaulles, og það vakti
athygli, hve hiklaust þeir skutu á
samlanda sína i liði hershöfðingjans
meðan á bardög'um stóð.
Roosevelt forseti vantreysti de
Gaulle og taldi hann þröngsýnan
þjóðernissinna, sem væri að troða
sér inn á frönsku ltjóðina. De
Gaulle og Frjálsir Frakkar voru
ekki hafðir með í ráðum, þegar inn-
rásin var gerð í Norður-Afríku i
janúar 1943, en Giraud hershöfð-
ingi, sem var mjög íhaldssamur og
sloppið hafði úr þýzku fangelsi,
var settur yfir frönsku hersveitirn-
ar og' gerður að landsstjóra á hinu
hertekna svæði. Stuðningsmenn de
Gaidles í Alsír voru settir í fanga-
búðir.
Stefna Roosevelts forseta reyndist
j)ó óframkvæmanleg, því að það
kom æ betur í ljós, að franska þjóð-
in studdi de Gatille. Leon Blum,
hinn Irægi franski jafnaðarmanna-
foringi, sem liafði verið hnepptur í
varðhald, skrifaði þeim Roosevelt
og' Churchill úr fangelsinu á þá
leið, að de Gaulle væri eini maður-
inn, sem kæmi til greina sem for-
sætisráðherra Fralcklands eftir
frelsun landsins.
De Gaulle hélt áfram að deila við
Roosevelt og Churchill, og' hinn
síðarnefndi aðstoðaði forseta
Bandaríkjanna i tilraunum hans
við að jsvinga de Gaulle, en að vísu
gegn betri vitund. Deilur Roosevelts
og dc Gaulles vortt kurteislegar á
yfirborðinu, en undir niðri ríkti
fullur fjandskapur. Orðaskipti de
Gaulles og Churchills gátu aftur á
móti verið mjög óhefluð, en í raun
og veru voru j)eir sama sinnis í
aðalatriðum. De Gaulle segir lika
í endurminningum sinum, að þeir
Churchill „hafi siglt eftir sömu
stjörnu.“
Þegar innrásin var gerð í Frakk-
land í júni 1944, kom til harðrar
deilu milli þeirra Churchills og de
Gaulles, og stafaði ágreiningurinn
af því, að Roosevelt var tregur til
að viðurkenna de Gaulle og menn
hans sem hina væntanlegu stjórn-