Úrval - 01.07.1965, Qupperneq 36
F j ölgunartakmarkanir
í dýraríkinu
Andstætt olckur mönnum halda flestar dýrategundir nokk-
uð stöðugu jafnvægi, hvað fjölda snertir. Hjá þeim virðist
ráða lögmál, sem að einhverju eða öllu leyti, er nátengt
möguleikanum til fœðuöflunar.
V. C Wynne Edwards.
AÐURINN er í algerri
sérstöðu í dýraríkinu,
hvað fjölgun snertir.
MaSurinn er að Iieita
má eini meðlimur
dýraríkisins, sem heldur stöðugt
áfram aS margfaldast. Flest önnur
dýr halda stærð dýrastofnsins í
nokkurn veginn stöðugu jafnvægi.
AS vísu verða þar á sveiflur hjá
mörgum dýrategundum frá einni
árstíð til annarrar, frá ári til árs
eða áratug til áratugs. Sem athygl-
isverð dæmi má nefna læmingja
norðurslóða, flökkuengisprettur,
sem lifa í hinu heittempraða, þurra
belti, marga fugla á norðurslóðum
og sum loðdýr. En stærðarsveiflur
þessar miðast þó stöðugt við ein-
iivern meðaltalsfjölda, þ.e.a.s. eru
kerfisbundnar. Enn algengara er
það þó, að fjöldi hinna ýmsu dýra-
tegunda haldist stöðugur ár frá
ári og jafnvel öld fram af öld. Auk-
ist eða minnki stærð einhvers dýra-
stol'ns stöðugt vegna breyttra lífs-
skilyrða, nær hann þó venjulega
nýju jafnvægi, þótt það kunni að
vera ólíkt hinu eldra, og við þetta
nýja jafnvægi miðast svo stærð
dýrastofnsins.
Ástæða er til þess að rannsaka
nákvæmlega þessa öruggu stað-
reynd um jafnvægi í stærð hinna
ýmsu dýrastofna, því að sifelldur
vöxtur mannkynsins á síðustu ára-
tugum hefur verið vandamál, sem
valdið hefur mönnum sivaxandi á-
hyggjum. Hvers konar lifeðlislægur
útbúnaður hefur eftirlit með og
ræður þessum fjölgunartakmörkun-
um hinna ýmsu dýrastofna? Allar
dýrategundir, að manninum undan-
skildum, virðast vera háðar slíkum
34
Vor Viden