Úrval - 01.07.1965, Page 40

Úrval - 01.07.1965, Page 40
38 ÚRVAL margra fuglategunda að ákvarða takmörk yfirráðasvæðis fyrir hreið- urbyggingu og uppeldi hverrar fjölskyldu. Á varptímanum gerir hver karlfugl kröfu til svæðis, sem er ekki undir ákveðinni lágmarks- stærð, og af þessu svæði rekur liann síðan alla aðra karlfugla sömu fuglategundar. Á þennan hátt skiptir hópur karlfugla öllu dvalar- svæði tegundarinnar á milli sín, og ræður þar hver yfir sínum skika. Þannig hafa verið reistar skorður gegn þéttbýli á svæðinu. Þetta er táknrænt dæmi um aðbúnað, sem miðar að því að samræma stærð stofnsins þeim fæðuöflunarmögu- leikum, sem fyrir hendi eru á svæð- inu. í stað þess að keppa beint um fæðuna sjálfa, keppa meðlimir samfélagsins ofsalega um jarðar- skika, sem verður einkasvæði „eig- andans“ með einkarétti til fæðu- öflunar. Þessi samþykkt fuglanna um svæðaskiptingu er aðeins eitt dæmi um svipaðar samþykktir í dýra- heiminum, og eru þær mjög fjöl- breytilegar og sumar miklu óhlut- lægari og flóknari. Sjófuglar geta ekki afmarkað slik svæði á hafinu né byggt þar hreiður, en þeir byggja sér hreiður á ströndinni og af- marka sér þar skika sem tákn um yfirráðasvæði þeirra á hafinu fram undan hreiðrinu, þar sem þeir eiga rétt til fiskiveiða. Hver hreið- urstaður nær aðeins yfir um einn fermetra, en þessi skikaafmörkun fuglanna takmarkar einnig um leið samanlagða stærð fuglasamfélags- ins á staðnum og þannig þann fjölda, sem stunda mun fiskveiðar á hafinu fram undan. Þeim full- vöxnum fuglum, sem ekki hefur heppnazt að krækja sér í skika innan yfirráðasvæðis samfélagsins, er venjulega meinað að byggja sér hreiður rétt utan svæðisins eða stofnsetja annað fuglasamfélag þar i nágrenninu. Enn aðrar fjölgunartakmarkanir, sem dýr hafa um hönd, eru jafn- vel enn óhlutlægari og flóknari. Öft keppa dýrin ekki um raunveru- legar eignir svo sem hreiðurstaði, heldur um það að verða meðlimir hópsins, sem ekki má fara fram lir vissum fjölda. En áhrifin af þess- ari keppni verða alltaf þau að tak- marka stærð hópsins, sem býr á staðnum, og að reka hina útskúf- uðu burt í hæfilega fjarlægð. Það er ekki síður atliyglisvert, að sjálf samkeppnin tekur á sig óhlutlæga eða fastmótaða mynd. í samkeppni fugla um „jarðnæði“ kemur sjaldan til blóðsúthellinga eða drápa. Þess i stað taka karl- fuglarnir sér stöðu á ógnandi hátt, syngja af fullum hálsi eða sýna sérstaka hluta fjaðraskrauts síns. Hinar ýmsu fuglategundir viðhafa mjög mismunandi aðferðir til þess að hræða keppinautana og stugga þeim þannig burt, allt frá því að sýna venjuleg vopn sín til þess að sýna alla yfirþyrmandi dýrð sína, líkt og páfuglarnir gera, er þeir breiða úr sínu glæsta stéli. Þessi tilgáta um lífeðlislægan lit- búnað, er sjái um fjölgunartakmark- anir stofnsins, verður til þess að maður freistast til að mynda sér þá skoðun, að þarna sé að finna upphafið að sérhverri mynd sam-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.