Úrval - 01.07.1965, Side 46
44
URVAI.
(
Vandaðu mál þitt
_______________________/
Hér fara á eftir 20 orð og orðasambönd með réttri og rangri merkingu.
Prófaðu kunnáttu Þína í islenzkri tungu og auk þú við orðaforða þinn með
því að finna rétta merkingu. Gæt þess, að stundum getur verið um fleiri en
eina rétta merkingu að ræða.
Til gamans getur lesandi gefið sjálfum sér einkunn og metið þannig getu
sina, þ. e. 0.5 fyrir hvert rétt svar og tilsvarandi lægri einkunn fyrir svarið,
er um er að ræða fleiri en eina rétta merkingu og hann hefur aðeins tekið
fram aðra eða eina þeirra.
1. ármaður: ræðari, vinnumaður ráðinn til árs, hollvættur, maður, sem tekur
daginn snemma, púki, nykur, illvættur.
2. sludda: snjókoma, rigning, sletta, bleyða, drusla, lauslát kona, sóði, úr-
gangur, töluvert magn, galli, ögn, kvika á sjó, glæta, hlussa.
3. slympinn: snauður, snjall, undirförull, lasinn, veikbyggður, heppinn, lyg-
inn, ölvaður, viðskotaillur, áreitinn, huglítill.
4. málrætinn: hlutdrægur, skrafhreyfur, undirförull, fylginn sér, þögull, ó-
hlutdrægur, fáskiptinn, afskiptasamur, forspár.
5. jartegn: jarðrask, náttúruhamfarir, áhald, ílát, tignarstaða, skartgripur,
sannindamerki, fyrirboði, spá.
6. að molkna: að verða meyr, að hitna, að súrna, að leysast sundur, að þétt-
ast, að harðna, að fúlna, að mygla.
7. að skina: lýsa, finna, ærast, glampa, gá, skilja, róast, birta, létta til, gera
sér grein fyrir.
8. skutur: afkimi, fremst rúm í báti, aftasta rúm í báti, hvalveiðiáhald, vopn,
byssuhluti, siglutré, seglaumbúnaður.
9. hvinnskur: kvensamur, þjófóttur, lævís, fundvís, óstöðuglyndur, einkenni-
legur, svívirðilegur, eftirtektarlaus.
10. að skenklast: klofa, siæpast, gera að gamni sínu, skrefa, flækjast, dratt-
ast áfram, hæðast að einhverju, fíflast.
11. að hafa meira úr máli: skilja betur, verá margmálli en sá, sem við er rætt,
að bera hærra hlut í deilum, að bera meira úr býtum í lífsbaráttunni, að
leggja meiri áherzlu á eitthvað, að hafa meira til brunns að bera.
12. að bera i skildi: bera i bætifláka fyrir e-n, hafa í hyggju, bera í skauti,
vernda e-n, leggja til atlögu, undirbúa e-ð, ganga á milli, sýna óhreinskilni,
sýna yfirburði, eiga skilið, eiga með réttu að gera e-ð.
13. að hnjóða i e-n: trúa e-m fyrir e-u, hallmæla e-m, að gefa e-m e-ð, ráðast
á e-n, jagast i e-m, rífast við e-n, ámálga e-ð við e-n, biðja e-n um e-ð,
rekast á e-n.
14. að skruna sér: hlýja sér, renna sér, skemmta sér, aka sér, færa sig til,
gorta af e-u, klóra sér, ímynda sér, hafa hugboð um, óttast, fyrirverða sig.
15. það er slægur í því: það er eitthvað að því, það er fengur að því, það er
hættulegt, það er ekkert gagn í því, það er rakt, Þeð er mjög erfitt.
Lausn á blaðsíðu 66.