Úrval - 01.07.1965, Qupperneq 50
Sjö heilrœði um hvernig
maður á að láta gesti sína
líða vel hjá sér.
Ertu
hinn
fullkomni
veitandi?
Eftir B. Hooper.
RTU VANUR að kalla
„Þjónn!“ lágum rómi
eða bíða bara þangað
til hann tekur eftir
])ér, þegar þú borðar
á veitingahúsi?
Bíddu, þangað til þú getur dreg-
ið að þér athygli hans með augna-
tilliti þínu.
Munduð þið, lesendur góðir, sem
til veika kynsins teljist, álíta það
skort á mannasiðum, að karlmaður-
inn, sem hýður, panti sjálfur hjá
þjóninum í stað þess að láta ykkur
gera það?
Þið ættuð ekki að álíta slíkt skort
á mannasiðum. Karlmaðurinn pant-
ar sjálfur, en leyfir dömunni auð-
vitað að skoða matseðilinn og skýra
frá því, hvers liún óskar, en það
er samt hann, sem kemur þeim upp-
lýsingum áleiðis til þjónsins.
Ber það vott um skort á manna-
siðum, að athuga reikninginn lið
fyrir lið og leggja hann saman i
viðurvist gestsins?
Nei, slíkt er leyfilegt. Og oft er
það einnig mjög viturlegt!
Karlmaður hefur boðið dömu í
veitingahús, og þau eru í þann veg-
inn að ganga inn um dyrnar, sem
eru með vinduhurð. Álítið þið, les-
endur góðir, sem til sterka kynsins
teljist, að karlmaðurinn eigi að
fara á undan og taka síðan í hurð-
arvængina fyrir dömuna eða hann
eigi að láta hana fara inn á undan.
Karlmaðurinn á að ýta á hurðar-
vænginn til þess að snúa hurðinni
af stað, en hann á að láta gest sinn
ganga á undan.
Á kaffið, sem drukkið er eftir
matinn, að vera svart eða með
rjóma eða mjólk í?
Það á að vera svart, en sé um
gesti að ræða, skal spyrja þá, hvort
þeir vilji svart kaffi eða ekki.
Karlmaður hefur boðið dömu í
veitingahús, og einhver kunningi
hennar kemur svo að borðinu til
þess að heilsa upp á hana. Álítið
þið, dömur góðar, að það sé hátt-
visi af henni að risa á fætur og
heilsa herranum með handabandi?
Nei, daman skal sitja kyrr. Það
er maðurinn, sem á að standa upp
á endann.
Hversu mikið ættirðu að gefa í
þjórfé?
10—15%, og það fer eftir því,
hvernig þjónustan hefur verið,
sem þið hafið orðið aðnjótandi.
Hafi þjónustugjald verið innifalið
í reikningsupphæðinni, skaltu sjálf-
ur ákveða með hjálp dómgreindar
þinnar, hvernig þú hagar greiðslu
þjórfjárins.
48
Readers Digest