Úrval - 01.07.1965, Síða 55

Úrval - 01.07.1965, Síða 55
NAPOLEON OG AIARIA WALEWSKA 53 deili á önnur en lýsingu Durocs á lienni. Poniatowski prins, sem var leiðtogi frelsisbaráttu Pólverja, varð himinlifandi, er hann frétti þetta, þvi að hann áleit, að ævin- týri þetta veitti tækifæri til þess að vekja með Napóleon þann á- huga á landi og þjóð, er kynni að fá hann til þess að veita ])jóðinni sjálfstæði að nýju. Er Marie frétti, hvað á seyði væri, fylltist liún ótta. Hvað hafði hún gert? Hvernig hafði keisarinn get- að misskilið atvik þetta og álitið, að hún væri að varpa sér fyrir fætur hans í skilyrðislausri undir- gefni? Hvers krafðist hann af henni? Hún var sanntrúuð kona og trú og trygg eiginkona, þótt Iuin ynni manni sínum ekki hugástum. Ekkert gæti fengið hana til þess að víkja um hársbreidd af hinni réttu braut eiginkonunnar, enda hafði hún skrifað eftirfarandi orð í bréfi sínu til Elzbietu vinkonu sinnar tveim árum áður: „Ég mun aldrei giftast neinum, sem ég ann ekki hugástum.1 Hún faldi sig á heimili sinu og lét bera sem minnst á sér og gerði ekkert það, sem bent gæti leitar- mönnum Napóleons í átt til hennar. Kannski hefði hún aldrei fund- izt, hefði Poniatowski prins ekki fengið nafnlaust bréf, þar sem ljóstrað var upp um hana. Líklegt er, að Elzbieta hafi skrifað bréf þetta, en hún var sú eina sem vissi deili á hinni ókunnu, ungu konu. Ef til vill hefur ættjarðarástin feng- ið hana til þess arna og jafnvel einnig óskin um að auðga líf vin- konunnar með því að stuðla að ástarævintýri. Poniatowski prins varð himin- lifandi og hélt á fund Durocs með fréttirnar. Ákveðið var að halda dansleik næsta kvöld, og samkvæmt boði keisarans hélt Poniatowski prins heim til Walewskihjónanna og bauð þeim til dansleiksins. Marie varð móðguð og reyndi að neita boðinu. Hún vissi ástæðuna fyrir boði þessu, en maður hennar ekki. Walewski varð því á hinn bóginn himinlifandi yfir þeim heiðri, sem honum var þannig sýndur. Poniat- owski prins skýrði honum frá þvi, að Napóleon óskaði sérstaklega eft- ir að sjá Marie, sem liann liafðiþegar kynnzt. Walewski gat ekki ímyndað sér, hvernig þau hefðu getað kynnzt, en hann tók skýringar Poniatowskis sem góða og gilda vöru. Og heiður- inn virtist aukast um helming við það, að keisarinn óskaði þess að mega dansa við eiginkonu hans á þýðingarmiklum opinberum dans- leik. Enn neitaði Marie, og þá skír- skotaði Poniatowski prins til ætt- Jjarðarástar hennar. Hann sagði, að hún gæti orðið ættjörð sinni að miklu gagni með þvi að sýna keisaranum alúðlegt viðmót, en slikri beiðni gæti hún ekki neitað. Walewski studdi málaleitan prins- ins eindregið, og svo fór, að hún gat ei lengur staðizt bænir þeirra. Á dansleiknum var saman kom- inn glæstur hópur fagurra kvenna og skrautklæddra yfirforingja hersins. Marie var miðdepill at- hyglinnar. Allir Varsjábúar vissu,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.