Úrval - 01.07.1965, Blaðsíða 63
Ógleymaitlegur maður
Magnús Hj.
Magnússon
Eftir Gunnar M. Magnúss.
AÐ VAR að vordögum,
þegar ég var ellefu ára
gamall, að hann kom
til Súgandafjarðar og
ég sá hann í fyrsta
sinn. Hann var þá, eins og hann
hafði raunar verið frá barnsaldri,
á flótta undan sínu eigin þjóðfé-
lagi og hinni svokölluðu réttvisi,
en hvergi fundið griðastað til fram-
búðar. Á jDessu síðasta missiri
hafði hann gengið yfir fjöllin sjö,
ásamt unnustu sinni og átta ára
gömlum syni jieirra. Frá 4. nóv-
ember haustið fyrir og til marz-
loka þetta vor höfðu þau farið
alls 20 ferðir milli Bolungavíkur
og Skálavíkur, ísafjarðar og Súg-
andafjarðar og yfir heiðarnar:
Skálavíkurheiði milli Skálavikur og
Bolungavíkur, Botnsheiði milli ísa-
fjarðar og Súgandafjarðar, Gils-
brekkuheiði milli Súgandafjarðar
og Bolungavíkur, Grárófu inilli
Selárdals i Súgandafirði og Bol-
ungavíkur og Grimsdalsheiði milli
Súgandafjarðar og Önundarfjarð-
ar. Það voru mörg og jning spor.
Magnús Hjaltason var þá 37 ára
að aldri, furðu roskinlegur eftir
árafjölda, nokkuð lotinn í herðum,
bjartleitur og fölleitur, alskeggjað-
ur og rauðbirkinn, bar höfuðið
liátt, var hvatlegur í fasi og gekk
hratt. Hann var ættstór maður, en
svo hafði tiltekizt, að hann komst á
hrakning sem ómálga barn og síð-
an hafði hver raunin rekið aðra.
hann var fæddur í Álftafirði hinn
6. ágúst 1837. Voru foreldrar hans
Hjalti Magnússon og Friðrikka
Kristjánsdóttir. Foreldrar Hjalta
voru séra Magnús Þórðarson og
Matthildur, dóttir séra Ásgeirs
01