Úrval - 01.07.1965, Side 67
um til nytsemdar, því ærið miklu
kostaði ég til þess. Særður og
þreyttur, — og svangur, — vakti
ég marga stundina, þegar aðrir
sváfu.“ ()g í lok einnar bókar sinn-
ar segir hann: — „Marga blaðsíð-
una skrifaði ég litafliggjandi með
stunum, sveittur af tilkenningu og'
skjálfandi af taugaveiklun. En
löngun min til að skrifa var óstöðv-
andi. Löngun til að athuga — og
fræða aðra — var mér snemma í
brjóst lagin. Það er þessari með-
fæddu íþrótt að þakka, að ýmis
rit mín (dag'bækur) eru til orðin.
Ég bef viljað gefa eftirtiðinni hug-
mgnd um nútiöina. Og það er þetta,
sem vakað liefur fyrir mér við
skrifstörf mín og vakir enn. Þess-
vegna hef ég leitazt við að skýra
sem réttast frá þessu og þessu at-
riðinu, og vona ég, að einhverj-
um auðnist að sjá og kannast við
læssa viðleitni mína....“
Magnús hóf vinnu við fiskverk-
un hjá Ásgeirsverzlun á Suðureyri,
eftir að liann var fluttur þangað.
Hann hafði aldrei gengið lieill til
skógar og bar nú ekki lengur sitt
barr. En fæstir vissu, hversu hart
hann lagði að sér til að vinna fyrir
brauði sínu. Þó var hann venjulega
léttur í máli, tendraði hvern gleði-
neista, stráði kringum sig skemmti-
sögum, orti um stúlkurnar, botn-
aði vísur fyrir unglingana og var
i rauninni hrókur alls fagnaðar í
vinnunni. En ekki var mörgum
ljóst, að hina einu og sönnu gleði
fann hann, þegar hann var setztur
við bókina sína og gat bætt nokkr-
um línum við ævistarf sitt. Við, sem
vorum á unglingsárunum og unnum