Úrval - 01.07.1965, Blaðsíða 73
BÝFLUGAN — GALDRAKIND MÓÐUR NÁTTÚRU
71
lífi í íbúum býkúpunnar hina löngu,
dimmu vetrarmánuði. Þar að auki
verða að vera fyrir hendi „um-
frambirgðir“ af ungviði, svo að ný-
ir hópar geti tekið sig upp frá bý-
kúpunni og myndað nýjar býkúp-
ur og aukið tölu býkúpanna i ver-
öldinni. Slíkt er frumskilyrði i hinu
hagkvæma skipulagi Móður Nátt-
úru, — viðhald tegundarinnar.
Trén i aldingarðinum, smárinn
á túninu og grænmetið í garðinum,
allt verður þetta að frjóvgast, svo
að það geti timgazt, því að guð
skapaði lífverurnar af tveim kynj-
um — karlkyns og kvenkyns. Og
maðurinn lifir að miklu leyti á
„afkvæmum“ annarra lífvera, korni
og hnetum, ávöxtum og eggjum.
Því hcfur það geysilega þýðingu
fyrir hann, að býflugurnar haldi
áfram „frjóvgunarflugferðum" sín-
um. Sumarið hefur ekki hafið hlut-
verk sitt, fyrr en jurtirnar hafa
skipzt á „lífskjarnaskeytum“ sínum.
Mikill hluti þess starfs hvílir á bý-
flugunni, svo mikill hluti, að segja
má, að hún lifi í rauninni ekki
sjálfrar sinnar vegna fyrst og
fremst, heldur í þjónustu jurtanna.
SAGA BÝFLUGUNNAR
Vegna hins sérkennilega eðlis
lijónabandanna í býkúpunum er
það auðskiljanlegt, hvers vegna það
er ekki fyrr en á síðari árum, að
menn hafa uppgötvað ýmsar stað-
reyndir viðvikjandi kynferði bý-
flugna. Lengi vel vissu menn bók-
staflega ekkert um þetta atriði, en
menn veltu þó stöðugt vöngum yfir
leyndardómum býflugnalífsins.
Virgil hélt því fram, að býflug-
urnar væru alveg kynlausar, og
hélt, að lirfurnar „kviknuðu“ ein-
hvern veginn af „innri kjarna"
blómanna. Og allt frá dögum Aristo-
telesar til daga Shakespeares var
aðalfluga býflugnahópsins, sem
menn komu svo auðveldlega auga á
Býflugna-
drottning
umkringd
Vinnuflug-
um.