Úrval - 01.07.1965, Side 77
Hvers vegna óttast
sjómenn albatrosinn?
Sjómenn eru örlagatrúar. Albatrosinn hefur fi/lgt
skipum og mönimm frá því fgrsta.
KKI AI.LS fyrir löngu
kom farmskipið Cal-
pean Star til Liver-
pool frá Suður Georg-
íu, og auk hins venju-
lega farms, kom það með töluvert
af lifandi mörgæsum, ásamt ýmsum
öðrum suðrænum dýrum, sem dýra-
safnari nokkur hafði náð, og áttu
að fara í þýzkan dýragarð. Á með-
al annarra tegunda var þar einn
albatros, sem er talinn stærstur
allra sjófugla.
Skömmu eftir áð skipið kom í
höfn, dó albatrosinn í búri sínu,
að sögn al' því, að einhver velvilj-
aður en misvitur sjómaður hafði
gefið honum heilt bjúga að éta, en
hitt er þó liklegra, að það hafi ver-
ið af því, hve óhugsandi er að
halda stórum sjófugli ófrjálsum
meir en í stuttan tima.
Það dró þegar í stað dimmt ský
á himin Calpean Stars. Skipshöfn-
in kenndi nærveru fuglsins um
margskonar óhöpp, sem áttu sér
stað á hinni nýafstöðnu sjóferð og
kusu fremur að ganga af skipinu,
heldur en að sigla á þvi til baka.
Þetta vakti allmikla athygli, og
í viðtölum við blöð og sjónvarp
i sambandi við málið, játuðu ýms-
ir af áhöfninni ásamt skipstjóran-
um, trú sína á það, að þessi vesal-
ings fugl væri óhappaskepna.
Almannarómur i þessu furðulega
tilviki, snerist ekki eingöngu um
þessa óvenjulegu ástæðu til verk-
falls, heldur einnig um þá óumdeil-
anlegu staðreynd, að til væru full-
vaxnir, djarfir menn, sem óttuðust
svo afleiðingarnar af dauða eins
sjófugls, að þeir neituðu að sigla
áfram með skipi sínu. Nú er það
eldgömul arfsögn, að sjófarendur
séu hjátrúarfullir, en hér virtist
nú skörin farin að færast upp i
bekkinn.
Margir minntust á gamla kvæðið
The fíime of the Ancient Mariner
(Ljóðið um forna sjómanninn),
og' hvernig sú fræga persóna i
enskum bókmenntum hafði drepið
albatros, sem hann átti eftir að
Unesco Courier
75