Úrval - 01.07.1965, Síða 82
LAXINN
okkar fer langt og víöa
Laxveiði er n úmesta dægrastytting kyrr-
setumannanna. En ennþá vantar svör við
spurningunni nm hvaðan eða hvert laxinn
kemur eða fer.
IÐASTLIÐIN 40 ár hafa
vísindamenn Fiski-
deildar írska land-
búnaðarráðuneytisins
verið að gera athug-
anir á lifnaðarháttum laxins og
sjávarsilungs, og árið 1955 stofn-
uðu „Arthur Guinness og Synir“
ásamt írska landbúnaðarráðuneyt-
inu „Irska laxrannsóknarhlutafélag-
ið“ sem framkvæma skyldi hinar
bráðnauðsynlegu undirstöðurann-
sóknir á þessum tveimur sviðum.
Takmark allra þessara rannsókna
er, að auka til hins ýtrasta lax- og
silungsveiði i ám írlands, til hags-
bóta fyrir alla, sem við veiðar fást,
hvort heidur sér til hagnaðar eða
ánægju. Af þeim rannsóknum, sem
fram hal'a farið á laxi i írlandi,
liafa engar vakið eins mikla athygli
veiðimanna eins og laxamerking-
arnar.
Orðið „merking" (tagging) tákn-
ar það, að á fiskinn er fest ein-
livers konar merki (tag). Þessi
merki geta verið af ýmsum gerðum,
en það sem notað hefur verið á
írlandi á síðustu árum, er norskt
að uppruna.
Það er lítil pípa úr gegnsæu
tréni (celluloid), lokuð í báða enda
með bláum trénitöppum, og innan
i henni er lítill seðill, sem á er
rituð livatning til veiðimannsins
að senda merkið á tiltekinn stað.
Merkin eru númeruð og fest við
lifandi fiskinn með stálvir i merk-
ingarstöðinni.
Síðan 1948 hafa verið starfræktar
tólf sjávarmerkingarstöðvar: í Bag-
inbun í Wexfordhéraði; Ardmore
i Waterfordhéraði; Rath hjá Cas-
telcove í Kerryhéraði; Achill í
Mayöhéraði; Streedagh í Sligohér-
aði, og i Portrush, Portballintrace,
Portbradden, Carrick-a-rede og
Carnlough, öli í Antrimhéraði, og
sömuleiðis úr reknetiun við strend-
ur héraðanna Mayo og Donegal.
80
Irish Skipper