Úrval - 01.07.1965, Qupperneq 84
82
ÚRVAL
Laxamerkingar í írlandi hafa
þannig vcitt oklcnr töluverðan fróð-
leik um fiskistofninn í ám okkar,
sem kemur að ómetanlegu gagni
i sambandi við fyrirætlanir okkar
um fiskirækt í framtiðinni.
»»««
GRÆÐSLA SKURÐSÁRA
Brátt mun veröa hætt. að sauma saman skurði sjúklinga. Nú er okk-
ur lofað þvi, að brátt muni skurðir verða límdir saman, og sjáist þá
varla nokkurt ör eftir skurðinn. Þetta lím mun gera skurðlæknum
fært að lima líkamsvefi raunverulega saman. Amerískir vísindamenn
eru þess fullvissir, að þeim hafi nú tekizt að framleiða alveg fullkomið
lím til slíkra hluta, og fæst Það úr ýmsum lindýrum í sjónum, sem gefa
frá sér lím til þess að festa sig við steina. Sagt er, að hið vatnskennda
ástand þessa náttúrulíms líkist mjög aðstæðum þeim, sem um er að
ræða í líkamsvefjum. Þetta lím er álitið munu harðna mjög fljótt og
standast alla líkamsvökva. English Digest
HLJÓÐLÁTARI LOFTBORAR
Æðislegur hávaðinn í loftborunum er illþolanlegur. Og hingað til
hefur ekkert verið hægt við honum að gera. En nú hafa horfurnar batn-
að mikið, þar eð fyrirtækið Martonair í Richmond í E’nglandi hefur
uppgötvað, að hægt er að draga mjög úr óhljóðunum með hljóðdeyf-
urum úr plasti með smágötum á. Þeir eru í laginu eins og slöngur, og
endar þeirra eru þannig útbúnir, að þeir falla þétt að útblástursútbúnaði
boranna og minnka hávaðann þannig um 75%.
Engtish Digest
Fulltrúi hjá vátryggingarfélagi var að kenna konu sinni að aka bíl,
en helzta starf hans var að meta tjón og útkljá slík mál. Er þau voru
stödd mitt í brattri brekku, biluðu hemlarnir skyndilega.
„Ég get ekki stöðvað bílinn,“ æpti hún. „Hvað á ég að gera?“
„Haltu þér fast í stýrið,“ sagði eiginmaðurinn, „og reyndu að aka
á eitthvað ódýrt." Irish Digest
ÁREKSTRAAÐVÖRUNARMERKI
Hraðamælum sumra bíltegunda fylgir nú gagnlegt tæki, sem varar
ökumann við, þegar hann er kominn hættulega nærri bílnum fram-
undan. Það er algengt, að ekið sé aftan á bíla, og þessi handhægi út-
búnaður á mælaborðinu mun hjálpa til Þess að draga úr ofsa þeirra
ökumanna, sem eiga erfitt með að hægja ferðina eða stanza ■— fyrr
en um seinan. English Digest