Úrval - 01.07.1965, Side 90
88
ÚRVAL
„Jæja, ég ætla þá ekki að hafa
hann af þér. . . . bara eins og mat-
skeið.‘
Svo að ég hellti vei i glös handa
okkur af 21 árs gömlu konjaki.
A jijóðvegunum ríkir viss tillits-
semi. Beinar og persónulegar spurn-
ingar eru ekki álitnar viðeigandi
þar. Hann spurði ekki um nafn mitt
né ég um hans.
Rg spurði: „Hefurðu hlustað á
útvarpsfréttirnar í dag‘?“
,,Fimmfréttirnar.“
„Hvað gerðist hjá Sameinuðu
Þjóðunum?“
„Þvi trúirðu vist varla," ‘svaraði
hann. „Herra K. fór úr öðrum
skónum og lamdi honum i borð-
ið.‘
„Nú, hvers vegna?“
„Nii, honum geðjaðist ekki að
þvi, sem verið var að segja.“
„Þetta virðist vera einkennileg
aðferð til þess að hera fram mót-
mæli.“
„Jæja, það var þó að minnsta
kosti tckið eftir því.“ Hann dreypti
á konjakinu af augsýnilegri vel-
þóknun.
„Ilvert er álit fólks á þessum
slóðum um allt þetta rifrildi við
Rússana?“
„Ja, ég veit svo sem ekki um
aðra. En ég held, að ef maður svari
hressilega fyrir sig, þá sé það svip-
að og góð vörn hjá bakvörðum i
knattspyrnuliði. Ég vildi bara, að
við gerðum eitthvað, svo að þeir
hefðu ástæðu til þess að svara
hressilega fyrir sig.“
Ég fyllti kaffibollana að nýju og
hellti dálithi í glösin. „Finnst þér,
að við ættum að hefja sókn?“
„Mér finnst, að við ættum að
minnsta kosti að ná boltanum öðru
hverju. Nei takk, ekki meira. Ég
finn það á lyktinni, að kvöldmatur-
inn þinn er næstum tilbúinn. Ég
ætla nú að fara . Takk fyrir....
kaffið. Góða nótt.“
Ég borðaði niðursoðnu kjötkáss-
una mína, lagaði svo til i rúminu
og skreiddist upp i. En ég gat ekki
sofnað. Káti lækurinn skoppaði
eftir flúðunum, og niður hans var
indæll og róandi, en ég gat ekki
gleymt samtalinu við bóndann.
Þetta var hugsandi maður, sem
kunni að koma fyrir sig orði.
Hanarnir voru farnir að gala,
áður en ég sofnaði. Kalli vill fara
snemina á fætur, og hann vill líka,
að ég fari snemma á fætur. Hann
hefur ýmsar aðferðir til þess að
vekja mig, og kannske er sú einna
hvimleiðust, er hann situr þögull
við hliðina á rúminu mínu og star-
ir í andlit mér með blíðlegum
fyrirgefningarsvip. Ég vakna þá af
djúpum svefni, altekinn þeirri
kennd, að það sé einhver að horfa
á mig.
Brátt komst ég að því, að vilji
ókunnugur maður hlusta eftir því,
hvað heimafólk segir um menn og
málefni á hverjum stað, þá eru
beztu veiðistaðirnir hans krárnar
og kirkjurnar. En í sumum bæjum
í Nýja Englandsfylkjunum eru eng-
ar krár, og messur eru aðeins á
sunnudögum.
Næstbezti veiðistaðurinn er svo
veitingahúsið við jijóðveginn. Mað-
ur verður að fara mjög snemma á
fætur til þess að rekast á einhverja
á stöðurn þessum á morgnana. En