Úrval - 01.07.1965, Page 91

Úrval - 01.07.1965, Page 91
Á FEfíÐ MEÐ IÍALLA 89 þeir, sem taka daginn snemma, tala ekki aðeins fátt við ókunnuga. Þeir tala varla hver við annan. Hinn eðlilegi þumbaraháttur Nýja Englandsbúa nær dýrlegri full- komnun viS morgunverSinn. Ég gaf Kalla að horða og lagði út á þjóðveginn. Ég stanzaði við fyrsta veitingahúsið og settist við afgreiðsluborSiS. Viðskiptavinirnir sátu hoknir yfir kaffibollunum eins og krjúpandi burknar. Eðii- legt samtal á þessum slóðum er eitthvað á þessa leið.: Frammistöðustúlka: „Sama? Viðskiptavinur: „Jamm.“ Frammistöðustúlka: „Nógu kalt handa þér?‘ Viðskiptavinur: „Jamm.“ (Tíu mínútur.) Frammistöðustúlka: ,,Aftur?“ Viðskiptavinur: „Jamm.“ Og þetta er í rauninni mjög ræð- inn viðskiptavinur. Sumir svara bara með kurteislegum ropa, og sumir svara bara alls ekki. MAINEFYLKI Mig langaði til þess að sjá Aroo- stook, stóra kartöfluræktarhéraðið í Mainefylki. Ég hafði séð margs konar farandverkamenn, sem vinna við landbúnaðinn víðs vegar um landið: Indverja, Filippseyinga, Mexíkana og Oklahomabúa. Hérna norður i Mainefylki voru margir þeirra franskir Kanadamenn, sem komu suður yfir landamærin, með- an á uppskerunni stóð. Þeir höfðu reist sér tjöld við tært og fagurt vatn, og þar gat að líta vörubila og ibúðarvagna. Og lyktin, sem barst til min frá eldum þeirra, gaf til kynna, að þeir hefðu ekki enn glatað sinni frönsku súpugerðar- snilli. Ég stöðvaði Rocinante í um 100 metra fjarlægð frá bækistöðv- um þeirra og tók að hita kaffið. Kalli er sendiherra minn, þegar ég þarf að ná sambandi við ókunn- ugt fólk. Ég sleppi honum lausum, og hann reikar í áttina til skot- marksins. Ég fer að sækja liann, svo að Iiann valdi ekki hinum ó- kunnugu nágrönnum minum óþæg- indum.... og leikurinn er unninn. Ég sendi sendiherrann minn út af örkinni og drakk kaffibolla, méðan ég gaf lionum nægilegt svig- rúm til þess að stofna til kunn- ingsskapar. Svo labbaði ég rólega í áttina til bækistöðva landbúnaðar- verkamannanna til þess að losa ná- granna mína við óþægindin, sem jjessi vesæli rakki kynni að valda jjeim. Fólk jjetta var um tylft að tölu auk barna og bauð af sér góð- an þokka. Konurnar voru í sið- buxum úr flaueli og með höfuð- klúta í skærum litum. Foringi hóps- ins var myndarlegur maður, herða- breiður og liðlega vaxinn. Hann var hálffertugur. Hann sagði, að hundurinn hefði ekki valdið neinum vandræðum hjá þeim. Sannleikurinn var sá, að þeir höfðu jafnvel sagt, að þetta væri fallegur hundur. Ég var auðvitað ekki algerlega óhlutdrægur i þessu efni, þar eð ég var eigandi hunds- ins, en hundurinn hafði samt vissa yfirburði yfir aðra hunda. Hann var fæddur og uppalinn í Frakk- landi. Var þetta satt? Hvar í Frakk- landi?
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.