Úrval - 01.07.1965, Page 91
Á FEfíÐ MEÐ IÍALLA
89
þeir, sem taka daginn snemma,
tala ekki aðeins fátt við ókunnuga.
Þeir tala varla hver við annan.
Hinn eðlilegi þumbaraháttur Nýja
Englandsbúa nær dýrlegri full-
komnun viS morgunverSinn.
Ég gaf Kalla að horða og lagði
út á þjóðveginn. Ég stanzaði við
fyrsta veitingahúsið og settist við
afgreiðsluborSiS. Viðskiptavinirnir
sátu hoknir yfir kaffibollunum
eins og krjúpandi burknar. Eðii-
legt samtal á þessum slóðum er
eitthvað á þessa leið.:
Frammistöðustúlka: „Sama?
Viðskiptavinur: „Jamm.“
Frammistöðustúlka: „Nógu kalt
handa þér?‘
Viðskiptavinur: „Jamm.“
(Tíu mínútur.)
Frammistöðustúlka: ,,Aftur?“
Viðskiptavinur: „Jamm.“
Og þetta er í rauninni mjög ræð-
inn viðskiptavinur. Sumir svara
bara með kurteislegum ropa, og
sumir svara bara alls ekki.
MAINEFYLKI
Mig langaði til þess að sjá Aroo-
stook, stóra kartöfluræktarhéraðið
í Mainefylki. Ég hafði séð margs
konar farandverkamenn, sem vinna
við landbúnaðinn víðs vegar um
landið: Indverja, Filippseyinga,
Mexíkana og Oklahomabúa. Hérna
norður i Mainefylki voru margir
þeirra franskir Kanadamenn, sem
komu suður yfir landamærin, með-
an á uppskerunni stóð. Þeir höfðu
reist sér tjöld við tært og fagurt
vatn, og þar gat að líta vörubila
og ibúðarvagna. Og lyktin, sem
barst til min frá eldum þeirra, gaf
til kynna, að þeir hefðu ekki enn
glatað sinni frönsku súpugerðar-
snilli. Ég stöðvaði Rocinante í um
100 metra fjarlægð frá bækistöðv-
um þeirra og tók að hita kaffið.
Kalli er sendiherra minn, þegar
ég þarf að ná sambandi við ókunn-
ugt fólk. Ég sleppi honum lausum,
og hann reikar í áttina til skot-
marksins. Ég fer að sækja liann,
svo að Iiann valdi ekki hinum ó-
kunnugu nágrönnum minum óþæg-
indum.... og leikurinn er unninn.
Ég sendi sendiherrann minn út
af örkinni og drakk kaffibolla,
méðan ég gaf lionum nægilegt svig-
rúm til þess að stofna til kunn-
ingsskapar. Svo labbaði ég rólega í
áttina til bækistöðva landbúnaðar-
verkamannanna til þess að losa ná-
granna mína við óþægindin, sem
jjessi vesæli rakki kynni að valda
jjeim. Fólk jjetta var um tylft að
tölu auk barna og bauð af sér góð-
an þokka. Konurnar voru í sið-
buxum úr flaueli og með höfuð-
klúta í skærum litum. Foringi hóps-
ins var myndarlegur maður, herða-
breiður og liðlega vaxinn. Hann
var hálffertugur.
Hann sagði, að hundurinn hefði
ekki valdið neinum vandræðum hjá
þeim. Sannleikurinn var sá, að þeir
höfðu jafnvel sagt, að þetta væri
fallegur hundur. Ég var auðvitað
ekki algerlega óhlutdrægur i þessu
efni, þar eð ég var eigandi hunds-
ins, en hundurinn hafði samt vissa
yfirburði yfir aðra hunda. Hann
var fæddur og uppalinn í Frakk-
landi.
Var þetta satt? Hvar í Frakk-
landi?