Úrval - 01.07.1965, Page 92
90
í Bercy, í útjaðri Parísar....
Þekktu þau kannske þann stað?
Nei, því miður höfðu þau aldrei
til ættjarðarinnar komið.
Ég sagðist vona, að þeim gæfist
einhvern tíma tækifæri til þess
að bæta úr því.
Þau höfðu virt fyrir sér farartælci
mitt af augsýnilegri lirifningu.
Ég sagði, að mér væri sönn á-
nægja að sýna þeim farartækið, ef
þau kærðu sig uin. Mætti ég kannske
búast við þeim eftir' kvöldmatinn
þeirra?
Þau sögðu, að það væri þeim
sönn ánægja og lieiður.
Ég lagaði til i bilhúsinu mínu,
hitaði upp kjötkássudós og gerði
mér gott af henni. Svo fullvissaði
ég mig um, að bjórinn væri kaldur.
Svo tilkynnti Iíalli komu hvers
þeirra með gelti sinu. Sex geta troð-
ið sér í sæti i kringum borðið mitt,
og það var nú gert. Tveir aðrir
stóðu upp á endann auk mín, og
krakkarnir teygðu svo höfuðið inn
um dyrnar. Ég tók upp bjór handa
ÚRVAL
fullorðna fólkinu og gosdrykki
handa krökkunum.
Og smám saman tók fólk þetta að
segja mér sitt hvað af högum sín-
um. Þessi stóra fjölskylda hafði
yfirgefið litla býlið sitt norður i
Quebecfylki um hríð og hafði nú
haldið suður yfir landamærin tii
þess að safna sér dálitlu fjármagni.
Þetta var harðgert fólk, sem var
fullfært um að sjá sér og sínum
farboða.
Ég teygði mig inn undir vaskinn
og tók þar fram flösku af gömlu
og virðulegu lconjaki og rétti John
foringja þeirra tappatogara, á með-
an ég setti kristallinn á borðið, 3
kafibolla úr plasti, eina litla sultu-
k'rukku, rakkrús og nokkur stút-
víð pilluglös.
Konjakið var mjög, mjög gott.
Og allt frá þvi sá fyrsti lyfti glas-
inu og sagði „Santé“, gat maður
blátt áfram fundið bræðralag mann-
anna eflast og vaxa, þangað til það
fyllti út í hvern krók og kima á
Rocinante. Þau neituðu að fá aft-
ur i glösin, en ég krafðist þess. Og
þriðja umferðin var þegin, er ég
bar fram þau rök, að það væri
hvort eð er ekki nóg eftir i fiösk-
unni til þcss, að það tæki því að
geyma það. Og' er hinir fáu dropar
þriðju umferðarinnar höfðu verið
innbyrtir, var Rocinante umvafinn
mannlegum töfrum, sem gæða má
hús, nú, eða jafnvel vörubil, ef svo
ber undir. Og Rocinante varð um-
vafinn einhverjum ljóma, sem hann
hefur enn ekki glatað að fullu.
Við kvöddumst á formfastan liátt,
án of mikillar viðkvæmni. Svo fóru