Úrval - 01.07.1965, Blaðsíða 100
98
ÚRVAL
Þessi fjögiirra alcreina bilabraut
var eitt sinn mjór og krókóttur
fjallvegur, sem hópar skógarhöggs-
manna fóru um með múldýr sín.
Þetta var einu sinni i)inulítiö
bæjarkríli, ein sveitaverzlun undir
gömlu tré, járnsmiðja og bekkur
fyrir framan hana til þess að sitja
á og hlusta á hamarshöggin á steðj-
anum inni fyrir. Nú teygir skógur
smáhúsa sig heila mílu í allar áttir,
og þessi smáhús eru öll eins.
Þetta var eitt sinn skógivaxin
hæð. Og efst uppi á henni uxu dökk-
ar eikur, og í skraufþurru, sviðnu
grasinu við rætur þeirra sungu
sléttuúlfar á tunglskinsbjörtum
nóttum. Nú er búið að taka ofan
af hæð þessari og slétta þar allt,
og þar gnæfir nú sjónvarpsendur-
varpsstöð við himin.
Áður en ég yfirgaf nú Kaliforn-
íufylki, fór ég i stutta heimsókn,
sem einkenndist af viðkvæmnisleg-
um minningum. Ég ók upp á Fre-
monttind og ldifraði þar upp á
efstu, oddhvössu klettana. Þarna
tók Fremont liershöfðingi sér stöðu
með lið sitt innan um svörtu gran-
ítklettana og snerist gegn mexi-
kanska hernum forðum daga og
sigraði hann. Þegar ég var lítill
drengur, fundum við strákarnir
stundum fallbyssukúlur og ryðg-
aða byssustingi innan um klettana
þarna.
Þessi einmanalegi klettatindur
gnæfir yfir alla bernsku mína og
æsku, hinn mikla Salinasdal, sem
teygir sig í suðurátt meira en
hundrað mílna vegalengd, og bæinn
Salinas, sem ég fæddist í, en teygir
sig nú lengra og lengra í áttina til
undirhlíðanna likt og einhver jurt,
sem sáir sér óviðráðanlega yfir
stærra og stærra svæði. Ég fann
goluna stíga upp til mín frá löng-
um dalnum. Iíalli sat við fætur mér,
og loðin eyrun blöktu eins og þvott-
ur á snúru.
„Þú veizt það sjálfsagt ekki, Kalli
minn, að beint þarna niðri í þessum
litla dal fór ég á silungsveiðar með
honum nafna þínum, honum Kalla
gamla frænda mínum. Og þarna
yfir frá.... sko, sjáðu, hvert ég
bendi, skaut hún móðir mín villi-
kött. . . . Geturðu séð staðinn þarna,
sem skugga ber á? Sko, það er lítil
gjá, og eftir henni rennur tær og
fagur lækur, og á bökkum hans vaxa
villtar azaleur og hávaxnar eikur.
Og faðir minn brenndi nafn sitt
inn i börkinn á einni þeirra með
heitu járni ásamt nafni stúlkunnar,
sem hann elskaði. Og á hinum
löngu árum, sem liðin eru síðan þá,
óx börkurinn yfir stafina og þakti
þá. Og fyrir skömmu hjó maður
einn þessa eik í eldinn, og þegar
hann var að kljúfa stofninn, kom
nafn föður mins í Ijós, og maður-
inn sendi mér viðarbútinn með
nafninu hans föður míns á. Og á
vorin, Kalli, á vorin, þegar dalur-
inn er alþakinn bláum lúpínum og
líkist blómguðu laufi, þá er himn-
esk angan hérna uppi, já, himnesk
angan.“
Ég drakk þetta allt í mig enn einu
sinni, í suðri, vestri og norðri, og
svo flýttum við Kalli okkur frá
hinni stöðugu og óbreytanlegu for-
tíð, þar sem móðir mín er alltaf að
skjóta villikött og faðir minn er