Úrval - 01.07.1965, Blaðsíða 100

Úrval - 01.07.1965, Blaðsíða 100
98 ÚRVAL Þessi fjögiirra alcreina bilabraut var eitt sinn mjór og krókóttur fjallvegur, sem hópar skógarhöggs- manna fóru um með múldýr sín. Þetta var einu sinni i)inulítiö bæjarkríli, ein sveitaverzlun undir gömlu tré, járnsmiðja og bekkur fyrir framan hana til þess að sitja á og hlusta á hamarshöggin á steðj- anum inni fyrir. Nú teygir skógur smáhúsa sig heila mílu í allar áttir, og þessi smáhús eru öll eins. Þetta var eitt sinn skógivaxin hæð. Og efst uppi á henni uxu dökk- ar eikur, og í skraufþurru, sviðnu grasinu við rætur þeirra sungu sléttuúlfar á tunglskinsbjörtum nóttum. Nú er búið að taka ofan af hæð þessari og slétta þar allt, og þar gnæfir nú sjónvarpsendur- varpsstöð við himin. Áður en ég yfirgaf nú Kaliforn- íufylki, fór ég i stutta heimsókn, sem einkenndist af viðkvæmnisleg- um minningum. Ég ók upp á Fre- monttind og ldifraði þar upp á efstu, oddhvössu klettana. Þarna tók Fremont liershöfðingi sér stöðu með lið sitt innan um svörtu gran- ítklettana og snerist gegn mexi- kanska hernum forðum daga og sigraði hann. Þegar ég var lítill drengur, fundum við strákarnir stundum fallbyssukúlur og ryðg- aða byssustingi innan um klettana þarna. Þessi einmanalegi klettatindur gnæfir yfir alla bernsku mína og æsku, hinn mikla Salinasdal, sem teygir sig í suðurátt meira en hundrað mílna vegalengd, og bæinn Salinas, sem ég fæddist í, en teygir sig nú lengra og lengra í áttina til undirhlíðanna likt og einhver jurt, sem sáir sér óviðráðanlega yfir stærra og stærra svæði. Ég fann goluna stíga upp til mín frá löng- um dalnum. Iíalli sat við fætur mér, og loðin eyrun blöktu eins og þvott- ur á snúru. „Þú veizt það sjálfsagt ekki, Kalli minn, að beint þarna niðri í þessum litla dal fór ég á silungsveiðar með honum nafna þínum, honum Kalla gamla frænda mínum. Og þarna yfir frá.... sko, sjáðu, hvert ég bendi, skaut hún móðir mín villi- kött. . . . Geturðu séð staðinn þarna, sem skugga ber á? Sko, það er lítil gjá, og eftir henni rennur tær og fagur lækur, og á bökkum hans vaxa villtar azaleur og hávaxnar eikur. Og faðir minn brenndi nafn sitt inn i börkinn á einni þeirra með heitu járni ásamt nafni stúlkunnar, sem hann elskaði. Og á hinum löngu árum, sem liðin eru síðan þá, óx börkurinn yfir stafina og þakti þá. Og fyrir skömmu hjó maður einn þessa eik í eldinn, og þegar hann var að kljúfa stofninn, kom nafn föður mins í Ijós, og maður- inn sendi mér viðarbútinn með nafninu hans föður míns á. Og á vorin, Kalli, á vorin, þegar dalur- inn er alþakinn bláum lúpínum og líkist blómguðu laufi, þá er himn- esk angan hérna uppi, já, himnesk angan.“ Ég drakk þetta allt í mig enn einu sinni, í suðri, vestri og norðri, og svo flýttum við Kalli okkur frá hinni stöðugu og óbreytanlegu for- tíð, þar sem móðir mín er alltaf að skjóta villikött og faðir minn er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.