Úrval - 01.07.1965, Side 109
ÁGÚST ROMN
107
ég sýndi Balzac ekki nakinn, því
að eins og þjóð veit var hann vanur
að vinna í eins konar morgunslopp,
og sú staðreynd veitti mér tækifæri
til að hafa hann í víðri skikkju,
sem gefur styttunni fagrar línur,
en tengir hana ekki liinni smekk-
lausu klæðatizku okkar tíma....“
Styttan af Balzac (1898), sem er
ákaflega frumlegt og þróttmikið
verk, lilaut lika mjög slæma dóma.
Rithöfundafélagið, sem hafði sam-
ið við Rodin um.verkið, neitaði að
veita frummyndinni viðtöku, en
fól þegar öðrum og lélegri lista-
manni verkefnið. Balzacstytta Rod-
ins var því flutt aftur i vinnustofu
hans, og þar var hún allt til þess
er hann lézt. Jafnvel enn í dag
vekur hún athygli sem frumlegt og
snjallt listaverk.
Ágúst Rodin fæddist 14. nóv.
1840 í París. Faðir hans var skrif-
ari í einni af borgarstjórnarskrif-
stofunum. Þar sem foreldrar hans
voru fátækir, neyddist Ágúst til
að hætta skólagöngu þegar hann var
fjórtán ára gamall. En um þetta
leyti var hann farinn að fá áhuga
á listum, og vegna þess að hann
hafði svo gaman af teikningu, fékk
hann leyfi til að sækja teikniskóla,
þar sem kennslan var ókeypis. Fað-
irinn vildi ekki fyrir nokkurn mun
að drengurinn legði út á listabraui-
ina, þvi að hann var þeirrar skoð-
unar, að listamenn væru „letingj-
ar og ónytjungar". En Rodin yngri
hafði einsett sér að verða lista-
maður og' hann sló ekki slöku við
námið í teikniskólanum, en auk
þess varð lionum tíðförult i Louvre-
safnið, þar sem hann athugaði og
Kossinn.
stældi verk gömlu meistaranna.
Ekki varð þó hjá því komizt, að
hann yrði að vinna fyrir sér. Hann
fékk atvinnu hjá manni, sem vann
að innanhússskreytingum, og kom
það í hans hlut að gera líkön að
fyrirhuguðum skreytingum. Enda
þótt hann fyrirliti þetta starf sitt
í fyrstu og teldi sig vera að sóa
hæfileikum sínum til einskis, er
þó enginn efi á því, að það hefur
vakið áhuga hans á myndamótun
og höggmyndagerð. Meðan Rodin
var i teikniskólanum, eignaðist
hann marga vini, þar á meðal högg-
myndasmiðinn Dalou og málarann
Legros, sem báðir urðu þekktir
listamenn.
Þrem árum eftir að Rodin hóf