Úrval - 01.03.1967, Síða 87

Úrval - 01.03.1967, Síða 87
TÍÐABRIGÐI 85 Getnaðarfærin taka einnig breyt- ingum og rýrna þau. Sumar konur hætta að geta sinnt manni sínum um skeið, eða veitist það örðugt. En ekki er nein þörf á þessu og auð- velt að gera við því ef læknis er leitað. Það er áríðandi, því af þess- um erfiðleikum getur margt annað erfitt sprottið. Hjón ættu að geta notizt allt fram í elli. svo framar- lega sem þau vilja það sjálf. Ekki þarf heilsufar konu að versna neitt á þessu tímabili þó að það sé al- mennt álitið að svo sé. Miðaldra konur hafa stundum liðagigt, háan blóðþrýsting eða jafnvel sykursýki. En það er miklu líklegra að þetta stafi af hækkandi aldri og nálægð ellinnar, en af tíðabrigðum í sjálfu sér, Samt er einn sjúkdómur, sem vert er að vara sig á á þessum aldri, en það er krabbamein. Það er enginn vafi á því að miklu fleiri fá krabba- mein núna en áður var vegna þess að fólk verður mildu eldra, því krabbamein kemur oftast fyrst í ljós á efri árum. En fjölmarga mætti lækna og miklu fleiri en gert er, ef fólkið kæmi nógu snemma til læknisskoðunar. Til er örugg og fljótleg aðferð til að finna byrj- anda krabba í leghálsi, og ættu sem flestar konur að láta gera þetta, einkum þær sem hafa átt börn. því lækningin er, ef ekki vís, þá mjög líkleg, þó að það finnist að frum- urnar séu í undirbúningi með að verða sjúkar. En síðar, þegar mein- ið er farið að þróast, er verra við að fást. Brjóstakrabbi er orðinn algengur hjá konum, og ætti hver kona að bi-egða við fljótt og leita læknis, ef hún finnur grunsamlegt ber í brjósti. Þetta er mjög áríðandi. Margir, sem hafa séð sjúkling með brjóstakrabba á síðari stigum eða síðasta stigi, at- huga ekki hve margar konur hafa læknazt af þessum sjúkdómi fyrir aðgerðir lækna, sem hafa fengið meinið til meðferðar meðan það var viðráðanlegt. Nú er mikið skrifað um gagn- semi skipulagsbundinna læknisskoð- ana. einkum fyrir miðaldra fólk. En erfitt er að vita hve langt skuli ganga í þessu efni. Hæfilegt mun þykja að láta líða fimm ár milli rannsókna. Þessi víðtæka læknis- rannsókn mundi ná til mælinga á hæð og þyngd, blóðþrýstings, rann- sóknar á þvagi, og skoðunar á hjarta og brjóstum og meltingarvegi. Um leið mundi vera tekið sýnishorn úr leghálsi. Slíkar rannsóknir eru ekki tæmandi, eitthvað kann að verða út undan, en margt mundi koma upp úr dúrnum sem betra væri að vita af. En líklega er miðaldra konu ráðlegast af öllu að temia sér heilsu- samlega lifnaðarhætti. Enginn þarf að þjást af offitu nú á dögum. Til eru margar ágætar megrunaraðferð- ir, sem öruggar eru og hafa lítil óþægindi í för með sér. Miðaldra konur ættu að vita það, að nú þarfn- ast þær minni fæðu en áður. Þær ættu að forðast fitandi fæðutegundir, svo sem brauð, kökur og búðinga. Réttast væri að þær létu engan sykur út í kaffið eða teið, forðuðust sætindi og súkkulaði. Þær ættu að temja sér heilbrigðan hugsunarhátt. Enginn maður sleppur að fullu við vandamál og erfiðleika og oft sést
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.