Úrval - 01.03.1967, Side 100
98
ÚRVAL
fram á milli snæviþakinna hæða, en
þyx'ilvængjur i myndatökuerindum
sveima yfir, hátalarar gjalla, tækni-
menn frá útvarpi og sjónvarpi reyna
að forða tækjum sínum og sendi-
þráðum undan átroðningi. Keppn-
in er að hefjast.
í fyrra hófu 6857 manns gönguna,
þeirra á meðal menn frá 12 lönd-
um öðrum en Svíþjóð. En Vasa-
gangan er enginn barnaleikur. held-
ur þrekraun, því að þetta er 87 km.
leið, þar sem keppendurnir verða
að keifa upp og ofan brekkur, yfir
víðáttumiklar flatneskjur, sneiða
fyrir vötn og víkur og arka um
skóga, allt frá sveitaþorpinu Sálen
til hinnar. fornþekktu borgar Mora,
sem er á bökkum vatnsins Siljan.
Sigurvegari varð Janne Stefansson,
fremsti víðavangsskíðamaður Sví-
þjóðar, 31 árs að aldri og er þetta í
fimmta sinn í röð sem hann vinnur.
Tíminn var 5 klst. 52 mín. og 38 sek.
En fyrir flestum þeim, sem hefja
Vasagönguna er sigurinn ekki aðal-
atriðið, heldur gangan sjálf. Svíar
eru taldir 7.800.000. og þar kann ná-
lega hver maður á skíðum. Þessi
harðsótta þolraun þykir þar verð-
ugt viðfangsefni karlmennskunnar,
vitni úm viljaþrek, sönnun fyrir
getu mannsins til að taka á mætti
sínum.
Menn, sem gegna hvaða störfum
sem er í Svíþjóð, æfa sig undir
gönguna a!lt árið, hvort sem eru
rakarar eða ráðunéytisstjórar,
prentarar eða pólitíkusar, því að
það er frægð að hafa lokið göng-
unni. í keppninni 1966 vildi það til
að fimmtugur leigubílstjóri hneig
niður á miðri leið, og ætlaði þá sá
sem kom á hæla hans að fara að
veita honum hjálp. „Nei. ég get ekki
farið að hætta“, svaraði hinn þraut-
reyndi skíðamaður og hélt áfram.
Slíkan viljastyrk sýna menn ekki
eingöngu í keppninni sjálfri, heldur
er ströng sjálfsögun og iangvinnar
æfingar undanfari hennar í marga
mánuði. í Suður-Svíþjóð, þar sem
oft getur verið snjólaust fram eftir
vetri, nota margir gangstéttii-nar og
setja þá hjólaskauta undir skíðin.
Vasagangan er ekki einungis
keppni hinna ungu manna, því að
minnsta kosti þriðjungur þátttak-
enda er yfir fertugt, og margir Sví-
ar halda fimmtugsafmæli sitt há-
tíðlegt með því að fara í gönguna.
Árið sem leið var Nils Söderberg í
5543. sæti af þeim 5807 sem luku
göngunni, en hann er 66 ára að
aldri.
Vasagangan á sér djúpar rætur í
sögu Svíþjóðar. Sagan segir að í
upphafi 16. aldar, þegar Svíar lutu
stjórn Dana. hafi ungur maður að
nafni Gústaf Eiríksson viljað hvetja
Svía til að berjast fyrir frelsi sínu.
Honum varð þó iítið ágengt og varð
að flýja til Noregs. En Dalakarlar
vildu ekki bregðast honum og sendu
þeir tvo skógarhöggsmenn á hæla
honum til að snúa honum við. Þeir
náðu honum við Sálen, rétt hjá
norsku landamærunum, og féllst
hann á að koma aftur. Af Dala-
körlum kom hann sér upp þeim her-
styrk, sem hrakti Dani úr landi, og
studdi hann sjálfan til konungdóms
með nafninu Gústaf I. Vasa.
En Vasagangan hófst þannig, ein-
um 400 árum síðar, að ritstjórinn
Anders Pers kom fram með tillögu