Úrval - 01.03.1967, Side 108
106
ÚRVAL
brezku ströndina notuðu curracha
og frægastur slíkra var Níu gísla
Njáll, kóngur á írlandi frá 397—405
e. Kr. Þessi hermaður arfleiddi son
sinn Rrekkan að currachflota sín-
um, og sá braut allar venjur ættar-
innar með því að nota currachinn
ekki til hernaðar, heldur til verzl-
unarviðskipta við Skotland, sem
stóðu óslitið, þar til víkingarnir
komu á vettvang og gerðu enda á
þau viðskipti.
Víkingarnir höfðu einnig nærri
afnumið þessa skinnbátagerð með
öllu. Þeir lögðu undir sig alla verzl-
un á sjó og breyttu bæði verzlun-
arháttum og einnig skipasmíðunum,
því að þeir komu á tréskipum og
þar með hurfu curracharnir af höf-
unum og leifar þessarar bátagerðar
var eftir það bundin vesturströnd
írlands.
Gerð þeirra breyttist ekki neitt
fyrr en í lok átjándu aldar, að tekið
var að nota ullarvoðir í stað skinna.
Þessar voðir voru lagðar í sjóðandi
tjöru og viðarkvoðu, og gripu fjór-
ir menn dúkinn þegar þeir töldu
hann hæfan, og smelltu honum á
bátsgrindina. Síðar leysti segldúk-
urinn ullarvoðirnar af hólmi og
grönn trébönd greinarnar, en hið
ævagamla útlit heldur sér ennþá,
og enn eru þessar litlu en vel sjó-
færu fleytur notaðar af fiskimönn-
um við yztu höf.
Sjúklingur, alsettur broddum.
íbúar bæjarfélagsins Wawona í Kaliforníu hringdu í þjóðgarðsverði
i Yosemite-þjóðgarðinum og skýrðu þeim frá því að skógarbjörn einn
hefði lent í návígi við broddgölt og væri nú að reika um alsettur brodd-
um, sem hefðu stungizt í nef hans, munn og afturenda Þeir sögðu, að
skepnunni liði alveg hræðilega og hún hefði augsýnilega ekki smakk-
að matarbita dögunum saman.
Tveir verðir héldu af stað, fundu bangsa, skutu að honum örvum með
deyfilyfjum, svo að hann missti meðvitund, og fóru svo að draga úr
honum broddana. Andardráttur bangsa varð sífellt veikari. Þeim
tókst loks að velta honum á magann og reyndu nú lífgun úr dauðadái.
Þeir hömuðust i 45 mínútur, en sjúklingur þeirra stundi og rumdi við
hverja stroku Að lokum virtist hann ranka við sér. Hann vélti sér við,
uppgötvaði, að það voru ekki lengur neinir broddar í afturenda hans og
settust þvi upp. Þjóðgarðsverðirnir biðu ekki eftir, að hann sýndi þeim
þakklætisvott. Þeir tóku bara til fótanna.
Sir Thomas Beecham sagði eitt sinn: „Það eru alger ósannindi,
ð Englendingar kunni ekki að meta tónlist. Það kann að vera rétt, að
þeir skilji hana ekki, en þeir elska blátt áfram hávaðann, sem heyrist,
þegar tónlist er leikin."