Úrval - 01.03.1967, Blaðsíða 120
118
ÚRVAL
var að kvöldi til og forseti félagsins
hafði farið á fund með Flugráði
borgarinnar til að skýra frá því,
hversu stórkostlega vél við hefðum
smíðað. Við gengum með exi á hjól-
ið, en kom fyrir ekki og þegar við
loks vorum að nauðlenda, hrökk
það niður úr fari sínu, einni sek-
úndu eða svo áður en við snertum
völlinn, og hafði þá hrist sig laust.
Boeing hefur vitaskuld á sínum
snærum aragrúa stærðfræðinga, eðl-
isfræðinga og verkfræðinga og
margskonar vísindamanna. Þessir
allir halda til í nýtízkulegri bygg-
ingu með svörtum glerrúðum í
gluggum og teikniborð í hverju her-
bergi. Þarna er sjaldnast verið að
glíma við verkefni stundarinnar hjá
félaginu, heldur ýmsar vísindalegar
rannsóknir, á vandamálum framtíð-
arinnar. George Hóllingsworth,
stjórnandi þessarar deildar segist
gjarnan viija fá evrópísk gáfnaljós
til starfa, en hann segir, að Boeing
vilji ekki greiða þeim fullt kaup í
byrjun, vegna þess, að félagið vill
vera öruggt um að mennirnir séu
komnir vegna áhuga á viðfangsefn-
inu en ekki fyrst og fremst til að
hirða launin, og svo sé sá möguleiki
líka eftir, að geta hækkað launin
við þá, sem sýna einhvern árangur
í starfi.
Tímakaup venjulegra vélvirkja er
4—5 dollarar og flestir þessara vél-
virkja eru meðlimir í Félagi vél-
virkja í Seatle og Renton, en það
félag telur 34 þúsund meðlimi.
Samkomulagið hjá Boeing og fag-
félaginu er ekki sem bezt, en þar
virðist Boeing hafa töglin og hagld-
irnar í bili að minnsta kosti, enda
leggja þeir mikla áherzlu á, að glímt
sé umsvifalaust við kvartanir undir-
manna áður en þær verða umfangs-
miklar. Það er líka eins gott fyrir
óbreyttan starfsmann eða starfs-
stúlku að eyða ekki oflöngum tíma
í nöldur eða kvartanir, því að sá
tími er umsvifalaust dregin frá þeim;
þau eru „stimpluð út,“ meðan þau
eru að nöldra.
Boeing hvetur til samkeppni inn-
an hinna ýmsu vinnuhópa og lætur
verðlauna Mann mánaðarins. Svo
dæmi sé nefnt um þetta atriði, má
benda á, að í einu horni skálans
mikla í Renton hangir spjald, þar
sem þeim tveimur mönnum, sem
hreinsa sitt vinnupláss bezt er heitið
verðlaunum.
— Mér finnst ég vera í skátafé-
lagsskap, segir einn yfirmannanna,
en fólkinu virðist falla þetta vel.
Bláflibbamennirnir á verkstæðun-
um eru færri en hvítflibbamennim-
ir á aðalskrifstofunum. Skrifstofurn-
ar í Renton eru mjög nýtízkulegar
en aðalskrifstofurnar við East
Marginal Way eru gamaldags, og
þar eru endalausar raðir skrifborða
í stórum sal.
Meðaltekjurnar hjá starfsmönn-
um Boeings eru sagðar með þeim
hæstu í landinu, og starfsmenn fé-
lagsins kaupa að sagt er 30—40 þús.
bíla árlega og geta veitt börnum
sínum skólagöngu og notið ýmissa
menningarverðmæta umfram verka-
lýð annars staðar.
Sú var tíðin að Boeing fyrirtækið
var mjög háð þörfum stjórnarinnar
hverju sinni í hergagnaframleiðslu,
en sú tíð er liðin, segja forráðamenn
Boeing.