Úrval - 01.06.1970, Page 4
2
ÚRVAL
r~
ÍSLANDSSÆLA
(Vorið)
Þegar líður gamla góa,
góðs er von um land og flóa,
vorið bræðir vetrarsnjóa,
verpa fuglar ieinherjans
út um sveitir Isalands;
ungum leggur eins hún tóa,
úr ,því fer að hlýna.
Enga langar út um heim að
blína.
Tjaldar syngja um tún og móa,
tildrar stelkur, igaukur, lóa,
endar hörkur hljóðið spóa,
hreiðrin byggir þessi fans
út um sveitir Isalands;
æðarfuglinn angra kjóar,
eru þeir að bvina.
Enga langar út um heim að
blina.
Sæt o,g fögur grösin gróa,
gleðja kindur, naut og jóa,
engjar, tún og auðnir glóa
eftir boði skaparans
út um sveitir ísalands;
að stekkjarfénu stúlkur hóa
og stökkva úr því við kvína.
Enga langar út um heim að
blína.
Eggert Ölafsson
(1726—1768)
V________________________/
hins vegar þeirri röksemd haldið á
lofti, að hagnaður geimferða sé ann-
ar og meiri en að komast til tungls-
ins. Ýmsar tœknilegar nýjungar
hafi komið fram hjá vísindamönn-
um í sambandi við geimferðirnar,
sem eigi eftir að verða öllu mann-
kyni til góðs. Minnzt er á í því sam-
bandi fjarskiptahnetti, sem auðveldi
að sjónvarpa út um allan heim og
auki þannig menntun og menningu
heimsins, veðurathuganahnetti og
nýja landvinninga í lœknisfræði, til
dœmis hinn stórkostlega lasergeisla,
sem oft hefur verið rœtt um hér í
Úrvali. Þá kemur harmleikurinn í
Vietnam við sögu í grein um kon-
urnar í Bandaríkjunum, sem vita
ekki hvort hœr eru eiginkonur eða
ekkjur. Menn þeirra eru sagðir
týndir í Vietnam og ekkert er um
afdrif þeirra vitað. Þá er vert að
nefna grein um Ralph Nader, erfið-
asta neytandann í Bandarikjunum,
en hann hefur ná und.raverðum ár-
angri i baráttu sinni fyrir bættum
hag neytenda.
BÓKIN FJALLAR að þessu sinni
um kynþáttavandamálið í Banda-
rikjunum. Hún heitir „Þér tekst það
vinur“ og segir frá blökkumann-
inum Al Johnson. Hann hafði trú á
manndóminum í manneskjunni og
lét þá skoðun sína óspart í Ijósi. En
hann lét ekki sitja við orðin tóm,
heldur hófst þegar handa við að
hjálpa negraunglingum í fátœkra-
hverfunum á rétta braut, og hjálpað
til að út-vega þeim atvinnu, hvatt þá
til dáða, glatt sjálfsvirðingu þeirra
og tendrað í brjósti þeirra von um
mannsœmandi líf í framtíðinni.